Daníel Finns Matthíasson skoraði fyrra mark Leiknis úr vítaspyrnu á 24. mínútu áður en Jón Hrafn Barkarson tryggði Leiknismönnum sigur með marki stuttu fyrir leikslok.
Leiknir situr nú í öðru sæti riðilsins með þrjú stig eftir tvo leiki, þremur stigum á eftir Breiðablik sem trónir á toppnum og hefur leikið einum leik meira.
Þá skoraði Ísak Andri Sigurgeirsson tvö mörk fyrir Stjörnuna áður en Adolf Daði Birgisson breytti stöðunni í 0-3 stuttu fyrir hálfleik er liðið heimsótti Gróttu út á Seltjarnarnes.
Tómas Johannessen, Arnþór Páll Hafsteinsson og Hilmar Andrew McShane skoruðu þó sitt markið hver fyrir Gróttumenn í síðari hálfleik og niðurstaðan varð því 3-3 jafntefli.
Stjarnan situr í öðru sæti riðils 3 með fjögur stig eftir þrjá leiki, tveimur stigum á eftir toppliði Víkings og tveimur stigum fyrir ofan Gróttu sem situr í fimmta sæti.