Húsnæðismál

Húsnæðismál

Fréttamynd

Lausn hús­næðis­vandans

Húsnæðisvandinn á Íslandi hefur verið viðvarandi mörg undanfarin ár og aðgerðir stjórnvalda duga skammt. Húsnæðisverð hækkar stöðugt og sveiflast aðallega upp á við, með alvarlegum afleiðingum fyrir samfélagið, sérstaklega ungt, efnalítið fólk.

Skoðun
Fréttamynd

Hugsum út fyrir rammann til að leysa hús­næðis­vandann

Það er óumdeilt að húsnæðisskortur á Íslandi er eitt stærsta samfélagsvandamál okkar tíma. Ungt fólk, fjölskyldur og einstaklingar standa frammi fyrir erfiðum aðstæðum þegar kemur að því að finna sér viðeigandi húsnæði á sanngjörnu verði.

Skoðun
Fréttamynd

„Við vitum ekki neitt og höldum bara á­fram að bíða“

Fólk bíður í örvæntingu, íbúðir standa tómar og húsnæðisverð hækkar á meðan beðið er eftir því að afgreiðsla hlutdeildarlána hefjist að nýju að sögn fasteignasala. Fjölskylda sem hefur beðið í næstum hálft ár með undirritaðan kaupsamning kallar eftir svörum og telja sig heppin að hafa húsnæði á meðan.

Innlent
Fréttamynd

Hlaut varan­legan skaða vegna myglu en fær ekki krónu

Orkuveitan hefur verið sýknuð af öllum kröfum konu sem starfaði hjá fyrirtækinu en þurfti að hætta vegna veikinda af völdum myglu. Landsréttur taldi Orkuveituna hafa gripið til nægra ráðstafana með því að færa starfsmenn úr þeim hluta Orkuveituhússins sem var myglaður.

Innlent
Fréttamynd

Hvar er fót­spor stjórn­valda gegn vinnumansali?

Tugir ef ekki hundruð erlendra starfsmanna eru lokkuð til landsins á fölskum forsendum. Síðan er þetta fólk svikið um umsamin og boðleg laun. Það býr í óboðlegu húsnæði en borgar fyrir það himinháa leigu.

Skoðun
Fréttamynd

Sárs­auka­full vaxtar­mörk

Verðbólgan er að hjaðna. Án húsnæðisliðar er verðbólgan 3,6% en með húsnæði 6%. Þegar verð á húsnæði drífur áfram verðbólguna, og þar af leiðandi vextina, er ekki að undra að margir leggi orð í belg og beri á borð ýmsar misgóðar lausnir.

Skoðun
Fréttamynd

Um­mæli seðla­banka­stjóra „skringi­leg“

Aðalhagfræðingur Samtaka Iðnaðarins segir misskilnings gæta í ummælum Seðlabankastjóra um stöðu byggingageirans og hússnæðisskort. Seðlabankastjóri tali með skringilegum hætti um áhrif hárra vaxta á greinina, líklega í tilraun til að halda verðbólguvæntingum niðri.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Orð­ræða seðla­banka­stjóra veldur mér á­hyggjum

Ég hefði talið að það væri öllum ljóst að þörf væri á frekari uppbyggingu íbúðarhúsnæðis um allt land. Þetta sýna auðvitað allar tölur, með sterku ákalli frá verkalýðshreyfingunni, Samtökum atvinnulífsins, Samtökum iðnaðarins og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sem sér um að greina stöðuna á húsnæðismarkaði mjög markvisst.

Skoðun
Fréttamynd

Ráð­stefna um þjóðar­á­tak í hús­næðis­málum

Tillaga til Alþingis, sveitarfélaga, verkalýðforystu og annarra sem láta sig húsnæðismál varða. Ástand húsnæðismála á Íslandi hefur lengi verið í ólestri og fer ört versnandi. Mikill fjöldi fólks mun því að óbreyttu búa áfram við óviðunandi aðstæður.

Skoðun
Fréttamynd

Færri í­búðir í byggingu en fyrir ári

Alls voru 16,8 prósentum færri íbúðir í byggingu á landinu í september en á sama tíma á síðasta ári. Ljóst má vera að framkvæmdir eru að hefjast á of fáum íbúðum ef ekki á að verða frekari samdráttur á nýjum íbúðum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Er krónan að valda á­tökum á milli kyn­slóða?

Eins og hlutirnir hafa verið að þróast í samfélaginu undanfarin ár með auknum kröfum á stjórnvöld og sveitarfélög er að mínu viti að byggjast upp mikil spenna á milli kynslóða. Þessi spenna lýsir sér þannig að unga fólkið sem er að koma sér af stað í samfélaginu með því að stofna fjölskyldur kallar eftir meiri og meiri stuðningi opinberra aðila við að koma sér þaki yfir höfuðið og eignast börn. Nýjasta krafan sem fékkst fram eru fríar máltíðir í skólum óháð efnahag foreldra.

Skoðun
Fréttamynd

Fleiri leigi nú af vinum og ættingjum

Fasteignamarkaðurinn ber nú merki um aukið jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar samhliða minni áhrifum vegna Grindavíkur, þrátt fyrir að eftirspurn sé enn mikil. Merki eru um að fasteignamarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu sé enn á valdi seljenda og á leigumarkaði virðast fleiri nú leigja hjá ættingjum eða vinum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Al­mennt launa­fólk finni ekki fyrir auknum kaup­mætti

Formaður Samfylkingarinnar segir almennt launafólk ekki verða vart við aukinn kaupmátt, enda ekki tekið tillit til mikillar vaxtabyrði heimilanna. Fjármálaráðherra segir fjárlagafrumvarpið hins vegar styðja við heimilin í landinu á sama tíma og verðbólga fari minnkandi.

Innlent
Fréttamynd

Við mót­mælum…

Einstæð móðir á örorkubótum hefur með harðfylgi og útsjónarsemi náð að eignast og halda íbúð. Hún festi vexti fyrir nokkrum árum og hefur greitt 120.000 krónur á mánuði af lánunum. En svo „féll snjóhengjan“, vextirnir losnuðu og núna á hún að greiða 270.000 krónur í hverjum mánuði.

Skoðun
Fréttamynd

Réttum konunni gjallar­hornið

Nýverið birti RÚV viðtal við Sigríði Andersen, fyrrum ráðherra, þó ekki bara fyrrum ráðherra, heldur einn af fáum slíkum sem hefur þurft að svara fyrir misgjörðir í starf og misst stöðu sína í kjölfarið.

Skoðun