

Hollywood
Fréttir af fræga fólkinu úti í hinum stóra heimi.

Taylor Swift meðal 265 nýliða á milljarðamæringalista Forbes
Tónlistarkonan Taylor Swift er meðal 265 nýliða á lista Forbes yfir milljarðamæringa heimsins í dollurum talið. Alls er nú 2.781 einstaklingur í heimunum sem á eignir metnar á meira en milljarð Bandaríkjadala.

Shakira hjólar í Barbie
Kolumbíska poppstjarnan Shakira er ekki hrifin af Barbie-kvikmyndinni. Hún vill meina að myndin dragi úr karlmennsku og ræni karlmönnum möguleikanum á því að vera karlmenn.

Freaks and Geeks-leikarinn Joe Flaherty látinn
Bandaríski leikarinn og handritshöfundurinn Joe Flaherty er látinn. Hann varð 82 ára.

Angie Harmon segir matvörusendil hafa drepið hundinn sinn
Leikkonan Angie Harmon sakar matvörusendil frá dreifingarfyrirtækinu Instacart um að hafa skotið hund sinn til bana um helgina.

Látinn aðeins 27 ára eftir mótorhjólaslys
Chance Perdomo, leikari þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Gen V og The Chilling Adventures of Sabrina, lést í mótorhjólaslysi aðeins 27 ára að aldri.

Lizzo komin með nóg og hættir
Tónlistarkonan Lizzo segist hætt og að sé komin með nóg af því að vera skotmark fyrir útlit sitt og karakter á netinu. Í færslu á Instagram-síðu sinni segir poppstjarnan að henni líði eins og heimurinn vilji ekkert með hana hafa.

Louis Gossett Jr. látinn
Louis Gossett Jr., fyrsti svarti maðurinn til að hljóta Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki er látinn 87 ára að aldri.

Vekur athygli vegna fátíðra baðferða
Enski þáttastjórnandinn Jonathan Ross vakti athygli í vikunni þegar hann sagði að það liði oft meira en vika milli baðferða hjá honum og eiginkonu hans. Þegar hann fari í frí baði hann sig enn sjaldnar.

Sandler vinnur að Happy Gilmore 2
Leikarinn Adam Sandler er sagður vinna að framhaldi myndarinnar Happy Gilmore frá árinu 1996. Leikarinn Christopher McDonald, sem lék illmennið Shooter McGavin í myndinni, segir Sandler þegar búinn að skrifa handrit.

Barnalán hjá Batman
Leikaraparið Robert Pattinson og Suki Waterhouse eignuðust sitt fyrsta barn saman á dögunum.

Sacha Baron Cohen æfareiður út í Rebel Wilson
Bandaríski leikarinn Sacha Baron Cohen er æfareiður út í kollega sinn áströlsku leikkonuna Rebel Wilson vegna fullyrðinga um hann sem hún leggur fram í væntanlegri endurminningarbók sinni. Leikkonan segir að hún muni ekki breyta bókinni.

Gerðu húsleit hjá Diddy í Los Angeles og Miami
Alríkislögregla Bandaríkjanna gerði í dag húsleit í fasteignum tónlistarmannsins Diddy. Diddy var í nóvember kærður fyrir kynferðisbrot og hefur verið sakaður um aðild að mansali og sölu og dreifingu fíkniefna.

Cameron Diaz eignaðist son
Stórleikkonan Cameron Diaz og Benjamin Madden tónlistarmaður hafa eignast sitt annað barn saman.

Bað hennar við sólsetrið á 100 mánaða afmælinu
Leikkonan, handritshöfundurinn og söngkonan Silja Rós lýsir sjálfri sér sem miklum orkubolta og á erfitt með að sitja kyrr og bíða eftir tækifærunum. Hún lærði leiklist í Los Angeles og hefur frá útskrift verið að þróa þætti sem fara í loftið í næstu viku og heita Skvíz. Blaðamaður ræddi við Silju Rós um lífið, listina og ofur rómantískt bónorð.

M. Emmet Walsh látinn
Bandaríski leikarinn M. Emmet Walsh er látinn, 88 ára að aldri. Hann lék meðal annars í myndunum Blade Runner og Christmas with the Kranks, en hann lék 233 hlutverk á leikaraferli sem hófst á sjöunda áratugnum.

Skilin
Skilnaður Ariönu Grande og Dalton Gomez er genginn í gegn. Hjónin sóttu um skilnað síðasta haust eftir þriggja ára hjónaband.

Sá Dune tvö hundruð sinnum og er búinn að fara nítján sinnum á Dune 2 í bíó
Geimóperan Dune 2 er á allra vörum þessa dagana. Einn kvikmyndaunnandi hefur séð hana nítján sinnum í bíó en á samt enn langt í land með að sjá hana jafnoft og hann sá fyrri myndina. Fyrri myndina hefur hann horft á rúmlega 200 sinnum.

Játar sekt í Yellowstone-máli
Írski stórleikarinn Pierce Brosnan hefur játað sök í máli þar sem hann var ákærður fyrir að hafa farið í leyfisleysi inn á lokað svæði í Yellowstone-þjóðgarðinum í Bandaríkjunum.

Greindist með ágengt krabbamein og fór í tvöfalt brjóstnám
Bandaríska leikkonan Olivia Munn greindist með brjóstakrabbamein í apríl í fyrra og þurfti að fara í tvöfalt brjóstnám í kjölfarið. Hún hefur farið í fjórar aðgerðir vegna krabbameinsins á undanförnum tíu mánuðum.

Kim vandræðaleg á tónleikum með nýrri eiginkonu Kanye
Kim Kardashian mætti á tónleika hjá fyrrverandi eiginmanni sínum Kanye West í gærkvöldi í tilefni af útgáfu nýrrar plötu hans. Kim sat tónleikana með Bianca Censori, núverandi eiginkonu Kanye og fullyrða slúðurmiðlar vestanhafs að andrúmsloftið milli kvennanna hafi verið þrúgandi.

Stóð við sextán ára gamalt loforð til pabba síns
Leikkonan Anya Taylor-Joy sló í gegn í Netflix seríunni The Queen's Gambit og hefur síðan þá fengið hlutverk í stórmyndum á borð við Mad Max og Dune. Hún skein skært á Óskarsverðlaunahátíðinni í ár og stóð við loforð sitt sem var að taka pabba sinn með sér.

Fer á tónleika um allan heim og hangir með stórstjörnu
Lífskúnstnerinn Heimir Ingi Róbertsson er 20 ára gamall og elskar fátt meira en að ferðast og fara á tónleika. Hann hefur mikinn áhuga á poppkúltúr og hefur nú þegar séð flest af sínu uppáhalds tónlistarfólki á sviði.

Rúrik skemmti sér með stórstjörnum hjá Elton John
Athafnamaðurinn Rúrik Gíslason er staddur í Los Angeles um þessar mundir og lætur sér ekki leiðast. Hann skellti sér í Óskarspartý hjá Elton John í gærkvöldi en þar voru hinar ýmsu Hollywood stórstjörnur.

Ryan Gosling kom Margot Robbie á óvart og fékk Slash með sér á svið
Kanadíski leikarinn Ryan Gosling vakti mikla athygli í gærkvöldi þegar hann söng lagið I'm Just Ken úr Barbie myndinni. Hann virtist meðal annars koma Margot Robbie, aðalleikonu myndarinnar á óvart.

Stærstu stundirnar á Óskarnum: Grínuðust með Barbenheimer og John Cena mætti nakinn
Óskarsverðlaunahátíðin fór fram með pompi og prakt í Los Angeles borg í gær. Líkt og fyrri ár voru þar nokkrar stundir sem slógu í gegn og vöktu meiri athygli en aðrar.

Oppenheimer hlutskörpust á Óskarsverðlaunahátíðinni
Oppenheimer var sigurvegari kvöldsins á Óskarsverðlaunahátíðinni í gær en myndin hreppti samtals sjö verðlaun, meðal annars fyrir bestu mynd, besta leikstjóra og besta karlleikara í aðalhlutverki.

Best klæddu stjörnurnar á Óskarnum
Stærstu stjörnur heimsins skína skært í hátískuhönnun á rauða dreglinum í kvöld í tilefni af Óskarsverðlaunahátíðinni. Hátíðin fer nú fram í 96. skipti og er haldin í Dolby leikhúsinu í Hollywood.

Hryllingsmyndin um Bangsímon valin sú versta á Razzie-verðlaununum
Razzie-verðlaunahátíðin svokallaða var haldin í gær. Á henni var hryllingsmyndin Winnie the Pooh: Blood and Honey ótvíræður „sigurvegari“ en hún hlaut verðlaun í fimm af tíu flokkum.

Natalie Portman segir skilið við Millepied
Óskarsverðlaunahafinn Natalie Portman er skilin við leikstjórann og danshöfundinn Benjamin Millepied. Portman og Millepied voru hjón í ellefu ár en slitu sambúð fyrir átta mánuðum síðan. Þau eru nú skilin að borði og sæng.

Stubbasólin eignast eigið barn
Barnið í sólinni í þáttunum um Stubbana Tinky-Winky, Dipsy, Laa-Laa og Po (reynið að lesa þetta án þess að raula lagið í hausnum á ykkur) er eitthvað sem flestir Íslendingar kannast vel við. Enda hafa Stubbarnir í gegnum árin verið tíðir gestir á heimilum hér á landi.