

Allt um heilsu, hreyfingu og hollan mat
Arnór Sveinsson jógakennari gjörbreytti lífi sínu eftir skyndilegt banaslys frænda síns og náins vinar sem var með honum til sjós. Arnór, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, hafði verið á sjó síðan hann mundi eftir sér, en eftir slysið fór hann á flakk um heiminn til að læra hugleiðslu, öndun- og kuldaþjálfun.
Í tilefni Heilsudaga bauð Hagkaup í samstarfi við COLLAB upp á morgunæfingu með Söndru Helgadóttur í Hagkaup Smáralind laugardaginn 3. febrúar. Æfingin var virkilega skemmtileg og braut svo sannarlega upp á laugardaginn í búðinni.
Nýlega hafa greinst á Íslandi bæði mislingar og hettusótt. Sama bóluefni er notað við þessum sjúkdómum en fólk fætt á bilinu 1975 til 1987 er margt ekki fullbólusett. Bóluefni standa fólki til boða en þó ekki nema það hafi verið útsett eða á leið til útlanda.
Þegar kemur að notkun, geð-, svefn,- og róandi lyfja virðumst við Íslendingar eiga enn einn „vafasama“ metið.
Ebba Guðný Guðmundsdóttir matgæðingur og heilsukokkur er snillingur í að útbúa holla og næringaríka rétti í eldhúsinu. Ebba deilir hér tveimur uppskriftum að ljúffengum pítsum í hollari kantinum fyrir helgina.
Ljósmóðirin Ásthildur Huber kann ótal trix til þess að gera tímabilið fyrir konur á breytingaskeiðinu bæði gott og ljúft.
„Með appi í símanum fá skjólstæðingar, fjölskyldur þeirra og allir sem koma að umönnun viðkomandi upplýsingar á einum stað um til dæmis þjónustu sem á að veita, hver sér um hvað, lyfjagjafir og fleira,“ segir Finnur segir Finnur Pálmi Magnússon, framkvæmdastjóri dala.care en fyrirtækið hefur þróað stafrænar lausnir fyrir heimaþjónustu.
„Svakalega er kallinn á flottum bíl, sagði Guðný við mig í símanum þegar ég renndi í hlaðið. Þegar ég stíg út úr bílnum sé ég þó um leið á svipnum á henni að þetta er eitthvað skrítið, enda spyr hún „Hvar er meistarinn?“ segir Árni Magnússon forstjóri ÍSOR og fyrrum ráðherra, sem fyrir tóman misskilning mætti í myndatöku fyrir átak SÁÁ, Edrúar febrúar.
Hlaupadrottningin Mari Järsk hefur sagt skilið við sígaretturnar og verið reyklaus í þrjár vikur. Hún segir Tómas Guðbjartsson hjartalækni hafi ýtt á hana í lengri tíma að hætta að reykja en ætlar að narta í kjötstangir í staðinn fyrir að reykja retturnar.
Endurskoðuð útgáfa opinberra ráðlegginga um hreyfingu og takmörkun kyrrsetu fyrir Ísland verður kynnt klukkan 12 hjá embætti landlæknis. Samhliða verður Lífshlaupið 2024 opnað.
Sigrún Lilja Guðjónsdóttir hjá The House of Beauty hefur nú bætt við tækjum með nýrri tækni sem er að sýna ótrúlegan árangur við losun á staðbundinni fitu og þéttingu á slappri húð.
Hjónin Arnþór Haukdal Rúnarsson og Karlotta Bridde stofnuðu CBD Reykjavík eftir að hafa bætt lífsgæði sín með notkun CBD olíu. Þau segja reynslusögur fólks af notkun CBD varanna m.a gegn bólgum, verkjum, svefnvandamálum og kvíða, gefa þeim mikið.
Í dag, 7. febrúar, ræsir Íþrótta- og ólympíusamband Íslands Lífshlaupið í 17. sinn en embætti landlæknis hefur verið samstarfsaðili þess í gegnum árin. Meginmarkmið Lífshlaupsins er að hvetja landsmenn til að hreyfa sig í samræmi við opinberar ráðleggingar og gera hreyfingu að föstum lið í lífinu eftir því sem við á; í frítíma, í vinnu, í skóla eða við val á ferðamáta.
„Því miður er þetta alltaf þróunin. Í janúar ætlar fólk að sigra heiminn og svo hægt og rólega fer það að dala út,“ segir Sigurjón Erni Sturluson, einn fremsti hlaupari landsins og eigandi Ultraform, í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.
Breytingaskeiðið og tíðahvörf eru náttúrulegt ferli sem allar konur ganga í gegnum. Á þessum tíma kemur flökt á kvenhormónin estrógen og prógesterone sem getur valdið því að sumar konur upplifa truflandi einkenni sem hafa áhrif á lífsgæði þeirra.
Í jógastöðu vikunnar kennir jógakennarinn Þóra Rós Guðbjartsdóttir lesendum jafnvægisstöðu sem kallast Tré. Þóra Rós kennir lesendum Vísis nýja jógastöðu annan hvern þriðjudag.
Sigríður Á. Andersen, lögmaður og fyrrverandi þingmaður, setti persónulegt met í réttstöðulyftu um helgina þegar hún lyfti hundrað kílóum á byrjendamóti Kraftlyftingasambands Íslands.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að í fyrsta sinn séu vísindamenn á réttri leið við að finna erfðavísa sem hafi áhrif á getu fólks til þess að verða gamalt.
Silja Úlfarsdóttir margfaldur Íslandsmeistari í hlaupum hefur tekið inn Nutrilenk Gold með stórgóðum árangri og mælir heilshugar með fyrir öll þau sem vilja bætta liðheilsu.
Sara Snædís Ólafsdóttir, heilsuþjálfari og stofnandi Withsara, segir mikilvægt að huga að heilsunni á heildrænan hátt. Heilsutrend ársins að hennar mati eru fjölbreytt og hugvekjandi og eiga það sameiginlegt að vera einföld í framkvæmd.
Vök Baths, sem eru staðsettar á bökkum Urriðavatns við Egilsstaði, eru heitar náttúrulaugar sem opnuðu sumarið 2019 og hafa notið mikilla vinsælda meðal ferðamanna og heimamanna.
Íslendingar dilla sér í zumba sem aldrei fyrr og frábær mæting í hvern tímann á fætur öðrum hjá Dans og jóga, Hjartastöðinni. Kennararnir þar segja dans hafa sérstök áhrif á fólk, honum fylgi frelsistilfinning sem á sér mögulega líffræðilegar rætur.
Talið er að um 60% kvenna glími við hárlos í lengri eða skemmri tíma á lífsleiðinni. Nourkrin hárbætiefni er meðferð sem virkar gegn hárlosi. Í rannsókn sem var gerð meðal 3.000 Nourkrin notenda kom fram að 83% þeirra fundu mun á hárinu eftir 12 mánuði og 70% eftir 6 mánuði.
Við hjá Eliru Beauty bjóðum upp á fermingarförðun fyrir fermingarbarnið. Hvort sem er fyrir stóra daginn og/eða fyrir fermingarmyndatökuna.
Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar og samstarfsfólk þeirra á Íslandi og í Danmörku og Bandaríkjunum fundu erfðabreytileika sem hefur áhrif á endurröðun erfðaefnis og eykur líkur á fósturláti, líklega með því að auka líkur á litningagöllum.
Heimahjúkrun á Akureyri er metnaðarfullur vinnustaður staðsettur í hjarta Akureyrar. Þar vinnur fjölbreyttur hópur starfsfólks sem brennur fyrir málefni heimahjúkrunar og sinnir að jafnaði 350 skjólstæðingum á Akureyri og í nágrenni Akureyrar.
Friðrik Agni hefur verið að taka inn munnúðana frá Better You með frábærum árangri, hann kýs að forðast töflur og hylki og velur því úðana fram yfir.
Camilla Rut Rúnarsdóttir áhrifavaldur og athafnakona hefur ákveðið að taka sér frí frá samfélagsmiðlum og vera meira í núinu. Þeir hafi tekið of mikinn tíma frá henni.
Draga á úr sjálfsvígum hér á landi með víðtækum aðgerðum í verkefni sem kallast Lífsbrú. Efla á samvinnu í málaflokknum og koma öllum þeim úrræðum sem eru í boði betur á framfæri að sögn landlæknis. Forseti Íslands hvetur alla til að láta sig málefnið varða.
Í nútíma samfélagi er alltaf nóg um að vera. Við höfum aðgang að öllum heimsins upplýsingum í gegnum snjalltækin okkar og getum náð í flesta hvenær sem er dagsins. Margir foreldrar tala í auknum mæli um streitu sem fylgir foreldra hlutverkinu í nútíma samfélagi enda að mörgu að hyggja.