Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

Kári Kristján framlengir við Íslandsmeistarana

Hinn 38 ára gamli Kári Kristján Kristjánsson, fyrirliði Íslandsmeistara ÍBV, hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum við félagið og tekur því slaginn í Olís-deild karla í handbolta á næsta tímabili.

Handbolti
Fréttamynd

Gísli Þorgeir valinn verðmætasti leikmaður helgarinnar

Gísli Þorgeir Kristjánsson var valinn verðmæsti leikmaður úrslitahelgarinnar í Meistaradeild Evrópu í handbolta karla en lið hans Magdeburg sigraði keppnina eftir sigur gegn pólska liðinu Kielce í úrslitaleik keppninnar í Lanxess Arena í Köln í dag. 

Handbolti
Fréttamynd

Gísli Þorgeir beit fast á jaxlinn og Magdeburg vann Meistaradeildina

Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði sex mörk úr átta skotum þegar lið hans, Magdeburg, vann Meistaradeild Evrópu í handbolta með 30-28 sigri sínum gegn pólska liðinu Kielce í úrslitaleik keppninnar í Lanxess Arena í Köln í dag. Gísli Þorgeir spilaði lungann úr leiknum þrátt fyrir að hafa farið úr axlarlið í undanúrslitaleik Magdeburgar og Barcelona í gær. 

Handbolti
Fréttamynd

Gísli Þorgeir mættur til leiks í úrslitaleiknum

Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi Magdeburg, er mættur til leik í úrslitum Meistaradeildarinnar þrátt fyrir að hafa meiðst illa í gær. Talið var að Gísli hefði farið úr axlarlið enn einu sinni og yrði lengi frá.

Handbolti
Fréttamynd

Gísli Þorgeir fór úr axlarlið

Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, fór úr axlarlið þegar lið hans Magdeburg tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í handbolta með sigri gegn Barcelona fyrr í Lanxess Arena í Köln í dag. 

Handbolti
Fréttamynd

„Þá er maður kominn með alvöru stimpil á sig“

„Tímabilið er búið að vera frábært. Að sama skapi hefur lítið vantað upp á til að þetta væri gjörsamlega sturlað tímabil. Við verðum að öllum líkindum jafnir Kiel að stigum í deildinni en þeir vinna á markatölu.“ segir Gísli Þorgeir Kristjánsson sem var valinn leikmaður ársins hjá þýska handboltaliðinu Magdeburg fyrr í dag. 

Handbolti