FH-ingar unnu tveggja marka sigur gegn Val, 30-28, eftir háspennuleik í meistarakeppni HSÍ í Kaplakrika í kvöld.
Bikarmeistarar Vals fengu tækifæri til að jafna metin þegar um fimmtán sekúndur voru til leiksloka en skref voru dæmd á nýja Færeyinginn í liði þeirra, Bjarna í Selvindi.
Símon Michael Guðjónsson skoraði svo lokamark leiksins og innsiglaði sigur FH.
Jón Bjarni Ólafsson var markahæstur FH með átta mörk úr níu skotum en Símon, Aron Pálmarsson og Jóhannes Berg Andrason skoruðu sex mörk hver.
Hjá Val var hinn færeyski Bjarni markahæstur með sjö mörk og Ísak Gústafsson skoraði fimm.