45 ára á næsta ári en spilar áfram með Val: „Heppinn að vera með skrokk sem heldur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 23. ágúst 2024 08:00 Alexander verður 45 ára á næsta ári. Vísir/sigurjón Handboltamaðurinn Alexander Petersson hefur ákveðið að spila með Valsmönnum í Olís-deild karla í vetur. Hann verður 45 ára á næsta ári. Alexander verður langelsti leikmaður efstu deildar á næsta tímabili. Hann lagði fyrsta skóna á hilluna árið 2022 sem atvinnumaður í Þýskalandi. Ári seinna, eða í fyrra, ákvað hann síðan að taka fram skóna á nýjan leik og lék hann með Valsmönnum síðasta vetur. „Þetta bara gengur vel og mér líður vel og þetta er enn þá gaman. Mig langar bara að halda þessu áfram og sjá til hvað gerist,“ segir Alexander í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Hann segist alltaf hafa hugsað vel um líkamann allan sinn feril. „Mataræði, agi og svefn skiptir miklu máli. En svo er ég heppinn að hafa skrokk sem heldur svona lengi.“ Valur náði þeim merka áfanga að verða Evrópubikarmeistarar í vor en náðu ekki að landa Íslandsmeistaratitlinum. Sennilega hans síðasta tímabil „Þetta var magnað tímabil hjá okkur. Við unnum bikarinn og Evrópubikar og það er alltaf erfitt að hætta á toppnum, manni langar alltaf í meira. Ég held samt að þetta verði mitt síðasta tímabil en maður veit samt aldrei.“ Hann gerir ráð fyrir því að hlutverk hans innan Valsliðsins breytist aðeins á næsta tímabili og mun hann líklega mestmegnis standa í vörninni. „Ég er að spá í því að spila eiginlega ekkert í sókninni og meira að hjálpa strákunum að smíða saman vörn og líma þetta saman.“ Alexander hefur aldrei orðið Íslandsmeistari eftir gríðarlega farsælan feril. „Mig langar það mjög mikið en það verður erfitt með úrslitakeppni og allt inni í þessu. En allt er hægt og við erum að reyna setja saman gott lið. Það eru að koma inn margir nýir leikmenn og þetta verður ekki einfalt en allt er mögulegt.“ Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá viðtalið við Alexander. Olís-deild karla Valur Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira
Alexander verður langelsti leikmaður efstu deildar á næsta tímabili. Hann lagði fyrsta skóna á hilluna árið 2022 sem atvinnumaður í Þýskalandi. Ári seinna, eða í fyrra, ákvað hann síðan að taka fram skóna á nýjan leik og lék hann með Valsmönnum síðasta vetur. „Þetta bara gengur vel og mér líður vel og þetta er enn þá gaman. Mig langar bara að halda þessu áfram og sjá til hvað gerist,“ segir Alexander í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Hann segist alltaf hafa hugsað vel um líkamann allan sinn feril. „Mataræði, agi og svefn skiptir miklu máli. En svo er ég heppinn að hafa skrokk sem heldur svona lengi.“ Valur náði þeim merka áfanga að verða Evrópubikarmeistarar í vor en náðu ekki að landa Íslandsmeistaratitlinum. Sennilega hans síðasta tímabil „Þetta var magnað tímabil hjá okkur. Við unnum bikarinn og Evrópubikar og það er alltaf erfitt að hætta á toppnum, manni langar alltaf í meira. Ég held samt að þetta verði mitt síðasta tímabil en maður veit samt aldrei.“ Hann gerir ráð fyrir því að hlutverk hans innan Valsliðsins breytist aðeins á næsta tímabili og mun hann líklega mestmegnis standa í vörninni. „Ég er að spá í því að spila eiginlega ekkert í sókninni og meira að hjálpa strákunum að smíða saman vörn og líma þetta saman.“ Alexander hefur aldrei orðið Íslandsmeistari eftir gríðarlega farsælan feril. „Mig langar það mjög mikið en það verður erfitt með úrslitakeppni og allt inni í þessu. En allt er hægt og við erum að reyna setja saman gott lið. Það eru að koma inn margir nýir leikmenn og þetta verður ekki einfalt en allt er mögulegt.“ Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá viðtalið við Alexander.
Olís-deild karla Valur Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira