45 ára á næsta ári en spilar áfram með Val: „Heppinn að vera með skrokk sem heldur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 23. ágúst 2024 08:00 Alexander verður 45 ára á næsta ári. Vísir/sigurjón Handboltamaðurinn Alexander Petersson hefur ákveðið að spila með Valsmönnum í Olís-deild karla í vetur. Hann verður 45 ára á næsta ári. Alexander verður langelsti leikmaður efstu deildar á næsta tímabili. Hann lagði fyrsta skóna á hilluna árið 2022 sem atvinnumaður í Þýskalandi. Ári seinna, eða í fyrra, ákvað hann síðan að taka fram skóna á nýjan leik og lék hann með Valsmönnum síðasta vetur. „Þetta bara gengur vel og mér líður vel og þetta er enn þá gaman. Mig langar bara að halda þessu áfram og sjá til hvað gerist,“ segir Alexander í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Hann segist alltaf hafa hugsað vel um líkamann allan sinn feril. „Mataræði, agi og svefn skiptir miklu máli. En svo er ég heppinn að hafa skrokk sem heldur svona lengi.“ Valur náði þeim merka áfanga að verða Evrópubikarmeistarar í vor en náðu ekki að landa Íslandsmeistaratitlinum. Sennilega hans síðasta tímabil „Þetta var magnað tímabil hjá okkur. Við unnum bikarinn og Evrópubikar og það er alltaf erfitt að hætta á toppnum, manni langar alltaf í meira. Ég held samt að þetta verði mitt síðasta tímabil en maður veit samt aldrei.“ Hann gerir ráð fyrir því að hlutverk hans innan Valsliðsins breytist aðeins á næsta tímabili og mun hann líklega mestmegnis standa í vörninni. „Ég er að spá í því að spila eiginlega ekkert í sókninni og meira að hjálpa strákunum að smíða saman vörn og líma þetta saman.“ Alexander hefur aldrei orðið Íslandsmeistari eftir gríðarlega farsælan feril. „Mig langar það mjög mikið en það verður erfitt með úrslitakeppni og allt inni í þessu. En allt er hægt og við erum að reyna setja saman gott lið. Það eru að koma inn margir nýir leikmenn og þetta verður ekki einfalt en allt er mögulegt.“ Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá viðtalið við Alexander. Olís-deild karla Valur Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Sjá meira
Alexander verður langelsti leikmaður efstu deildar á næsta tímabili. Hann lagði fyrsta skóna á hilluna árið 2022 sem atvinnumaður í Þýskalandi. Ári seinna, eða í fyrra, ákvað hann síðan að taka fram skóna á nýjan leik og lék hann með Valsmönnum síðasta vetur. „Þetta bara gengur vel og mér líður vel og þetta er enn þá gaman. Mig langar bara að halda þessu áfram og sjá til hvað gerist,“ segir Alexander í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Hann segist alltaf hafa hugsað vel um líkamann allan sinn feril. „Mataræði, agi og svefn skiptir miklu máli. En svo er ég heppinn að hafa skrokk sem heldur svona lengi.“ Valur náði þeim merka áfanga að verða Evrópubikarmeistarar í vor en náðu ekki að landa Íslandsmeistaratitlinum. Sennilega hans síðasta tímabil „Þetta var magnað tímabil hjá okkur. Við unnum bikarinn og Evrópubikar og það er alltaf erfitt að hætta á toppnum, manni langar alltaf í meira. Ég held samt að þetta verði mitt síðasta tímabil en maður veit samt aldrei.“ Hann gerir ráð fyrir því að hlutverk hans innan Valsliðsins breytist aðeins á næsta tímabili og mun hann líklega mestmegnis standa í vörninni. „Ég er að spá í því að spila eiginlega ekkert í sókninni og meira að hjálpa strákunum að smíða saman vörn og líma þetta saman.“ Alexander hefur aldrei orðið Íslandsmeistari eftir gríðarlega farsælan feril. „Mig langar það mjög mikið en það verður erfitt með úrslitakeppni og allt inni í þessu. En allt er hægt og við erum að reyna setja saman gott lið. Það eru að koma inn margir nýir leikmenn og þetta verður ekki einfalt en allt er mögulegt.“ Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá viðtalið við Alexander.
Olís-deild karla Valur Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Sjá meira