
„Egill Magnússon er týndur og tröllum gefinn“
Sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni ræddu í síðasta þætti um vandræði FH-inga og sérstaklega framlag Egils Magnússonar sem skoraði ekki mark, úr sjö skotum, í 25-25 jafnteflinu við Fram í Olís-deildinni í handbolta.