Guðjón Valur kom Gummersbach í Evrópukeppni Íslendingaliðið Gummersbach tryggði sér Evrópukeppni á næsta tímabili með sigri á Flensburg, 28-34, í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld. Handbolti 30. maí 2024 18:40
Óðinn og félagar náðu ekki að tryggja sér titilinn Kadetten Schaffhausen, sem Óðinn Þór Ríkharðsson leikur, mistókst að tryggja sér svissneska meistaratitilinn í handbolta í dag. Handbolti 30. maí 2024 18:07
Mikkel eftir tapið á móti liði Gumma Gumm: Þurfum að horfa inn á við Guðmundur Guðmundsson og lærisveinar hans í Fredericia unnu stórlið Álaborgar í gær og tryggðu sér úrslitaleik um danska meistaratitilinn í handbolta á laugardaginn. Íslenski þjálfarinn er því einum sigri frá því að eyðileggja draumaendi eins besta handboltamanns Dana fyrr og síðar. Handbolti 30. maí 2024 15:00
Guðmundur orðlaus Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska úrvalsdeildarfélagsins Frederica, var að vonum gífurlega stoltur af leikmönnum sínum sem þvinguðu fram hreinan úrslitaleik gegn Álaborg í úrslitaeinvígi dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í gær með eins marks sigri á heimavelli. Guðmundur var nær orðlaus í viðtali við Fredericia Dagbladet eftir leik. Eitthvað sem er til marks um stolt hans af því hvernig lið Frederica tókst á við þessa prófraun. Handbolti 30. maí 2024 11:30
Átján Íslandsmeistaratitlar á Hlíðarenda á átta árum Karlalið Vals varð í gær Íslandsmeistari í körfubolta eftir sigur á Grindavík í oddaleik. Íslandsmeistaratitlar hafa hreinlega streymt á Hlíðarenda á síðustu árum. Körfubolti 30. maí 2024 09:31
„Mig langaði bara ógeðslega mikið að verða Íslandsmeistari“ Ásbjörn Friðriksson var vitaskuld kampakátur í Mosfellsbænum í kvöld eftir sigur FH á Aftureldingu og fyrsta Íslandsmeistaratitil FH í handbolta síðan 2011. Handbolti 29. maí 2024 23:51
„Hann er bara svindkall í þessari deild“ Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var svekktur með tapið í kvöld og telur að þetta hafi verið slakasti leikur liðsins í einvíginu. Handbolti 29. maí 2024 23:25
„Ég held að ég hafi sjaldan verið jafn glaður“ Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, sveif um á bleiku skýi eftir að hafa stýrt sínum mönnum til sigurs í Mosfellsbæ í kvöld og þar með tryggt fyrsta Íslandsmeistaratitil FH síðan 2011. Handbolti 29. maí 2024 23:06
Uppgjör: Afturelding - FH 27-31 | FH-ingar Íslandsmeistarar FH varð Íslandsmeistari í handbolta í kvöld eftir að hafa sigrað Aftureldingu. Leikurinn fór 31-27 og var þetta þriðji sigur FH í úrsliteinvíginu. Handbolti 29. maí 2024 22:25
Twitter um langþráðan FH-titil: „Það sem ég elska þetta“ Stuðningsmenn FH réðu sér vart fyrir kæti eftir að liðið varð Íslandsmeistari í handbolta karla í kvöld. Handbolti 29. maí 2024 22:12
Erfitt kvöld hjá okkar mönnum Kvöldið var ekki gjöfult fyrir Íslendingana sem spiluðu í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Handbolti 29. maí 2024 20:21
Strákarnir hans Guðmundar knúðu fram oddaleik Fredercia, sem Guðmundur Guðmundsson þjálfar, vann Álaborg, 31-30, í öðrum leik liðanna um danska meistaratitilinn í kvöld. Liðin mætast í oddaleik á laugardaginn. Handbolti 29. maí 2024 20:09
Sigvaldi og Bjarki Már meistarar Kolstad og Veszprém, lið landsliðshornamannanna Sigvalda Guðjónssonar og Bjarka Más Elíssonar, urðu í dag landsmeistarar. Handbolti 29. maí 2024 18:25
Strákarnir okkar með Slóveníu, Kúbu og Grænhöfðaeyjum í riðli á HM Ísland verður í riðli með Slóveníu, Kúbu og Grænhöfðaeyjum á HM í handbolta karla á næsta ári. Handbolti 29. maí 2024 17:15
Afturelding getur knúið fram oddaleik í kvöld FH getur með sigri gegn Aftureldingu í kvöld tryggt sér Íslandsmeistaratitil karla í handbolta í fyrsta sinn síðan árið 2011. Með sigri í kvöld knýr Afturelding fram oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn, sem færi fram næsta sunnudag í Kaplakrika. Handbolti 29. maí 2024 14:04
Leikmenn handboltaliðsins heiðursgestir í kvöld Leikmenn handboltaliðs Vals verða heiðursgestir á oddaleik Vals við Grindavík um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta að Hlíðarenda í kvöld. Þetta staðfestir formaður körfuknattleiksdeildar. Körfubolti 29. maí 2024 12:31
„Stórkostlegt fyrir íslenskt íþróttalíf“ Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta, kveðst enn vera að ná sér niður eftir sögulegan árangur liðsins sem náðist með sigri á Olympiakos í Evrópuúrslitum um helgina. Handbolti 29. maí 2024 08:01
Tryggvi Þórisson sænskur meistari með Sävehof Sænska handknattleiksliðið Sävehof er meistari eftir fimm marka sigur á Ystad í fjórða leik liðanna í úrslitum sænsku efstu deildar karla í handbolta. Tryggvi Þórisson leikur með Sävehof. Handbolti 28. maí 2024 18:31
Tinna Sigurrós í Stjörnuna Handboltakonan Tinna Sigurrós Traustadóttir er gengin í raðir Stjörnunnar frá Selfossi. Handbolti 28. maí 2024 16:01
Tjörvi til Bergischer Tjörvi Týr Gíslason hefur skrifað undir eins árs samning við þýska úrvalsdeildarliðið Bergischer. Hann hefur leikið með Val allan sinn feril. Handbolti 28. maí 2024 14:59
Ekki tilbúinn að ræða hversu margir kveðja Val Óvíst er hversu margir leikmenn Vals munu leggja handboltaskóna á hilluna eftir frækinn Evrópusigur um helgina. Þegar hafa tveir staðfest að þeir séu hætti en fleiri gætu bæst í hópinn. Handbolti 28. maí 2024 14:51
Utan vallar: Þegar góðu gæjarnir koma fyrstir í mark Stundum er sagt að góðu gaurarnir komi síðastir í mark. Það á þó ekki alltaf við eins og sannaðist þegar Valur vann EHF-bikarinn á laugardaginn. Handbolti 28. maí 2024 11:00
Ómar Ingi með fjörutíu mörk í síðustu þremur leikjum Ómar Ingi Magnússon hefur verið funheitur með liði sínu, Magdeburg, að undanförnu og boðið upp á ótrúlega tölfræði. Handbolti 27. maí 2024 12:01
„Gerist ekki grátlegra“ Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var eðlilega súr eftir eins marks tap liðsins gegn FH í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla í kvöld. Handbolti 26. maí 2024 22:44
„Finnst þetta geðveikur sigur“ Aron Pálmarsson steig upp undir lok leiks er FH-ingar tóku forystuna í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla með dramatískum eins marks sigri gegn AFtureldingu í kvöld, 27-26. Handbolti 26. maí 2024 22:34
„Geggjað að sjá Símon setja hann í lokin“ „Þetta var náttúrulega bara rosalegt,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, eftir að liðið tryggði sér eins marks sigur gegn Aftureldingu í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla. Handbolti 26. maí 2024 22:23
Hetjan Símon: „Helvítis léttir“ Símon Michael Guðjónsson reyndist hetja FH er liðið vann dramatískan eins marks sigur í þriðja leik liðsins gegn Aftureldingu í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla í kvöld. Handbolti 26. maí 2024 21:52
Uppgjörið: FH-Afturelding 27-26 | FH-ingar tóku forystuna með síðasta skoti leiksins FH er með 2-1 forystu í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla í handbolta eftir hádramatískan eins marks sigur gegn Aftureldingu í kvöld, 27-26. Símin Michael Guðjónsson reyndist hetja Hafnfirðinga. Handbolti 26. maí 2024 21:20
Teitur Örn og félagar í Flensburg Evrópudeildarmeistarar Flensburg varð í dag Evrópudeildarmeistari í handbolta eftir fimm marka sigur á Füchse Berlín í úrslitum. Teitur Örn Einarsson skoraði eitt mark í liði Flensburg. Handbolti 26. maí 2024 18:05
Snilldarleikur Ómars Inga svo gott sem tryggði titilinn Ómar Ingi Magnússon átti sannkallaðan stórleik og skoraði 16 mörk fyrir Magdeburg í 30-28 sigri gegn Leipzig. Handbolti 26. maí 2024 16:40