„Það trompast allt þarna“ Valur Páll Eiríksson skrifar 19. janúar 2026 20:32 Ýmir Örn var frábær í vörninni í gær. Vísir/HBG „Ég er bara ferskur og mjög glaður með góða byrjun,“ segir Ýmir Örn Gíslason sem átti frábæran leik í vörn Íslands í sigri liðsins á Póllandi á EM í handbolta í Kristianstad í gær. Ýmir segir sérstaklega gaman að spila vörn þegar menn eru svo samstilltir. Hann og Elvar Örn Jónsson fengu sérstakt hrós eftir leikinn þar sem þeir voru hreinlega óstöðvandi á kafla í miðju varnar Íslands. Klippa: Fínt að sleppa við Banhidi „Algjörlega. Það er frábært og gott að finna fyrir því að þetta gangi vel. Svo er maður með frábæra menn í kringum sig sem hjálpast allir að. Þetta er mjög gott,“ segir Ýmir. Besti varnarkafli Íslands kom þegar liðið var manni færra, eftir tveggja mínútna brottvísun Ómars Inga Magnússonar í byrjun síðari hálfleiks. Íslendingar voru ósáttir við refsingu Ómars, stúkan reis öll á fætur og við það leystist einhver stórkostleg orka úr læðingi. Sturlaðir stuðningsmenn Íslenska vörnin, spilandi með fimm leikmenn gegn sjö Pólverjum, fékk ekki á sig mark þrátt fyrir liðsmuninn og refsaði hinu megin. „Þetta kemur bara frá stúkunni, frá okkar stuðningsmönnum. Það trompast allt þarna. Það á fyllilega rétt á sér, þau lesa leikinn vel og hjálpa okkur þarna. Þegar maður fær þennan stuðning þá brýst eitthvað út hjá okkur. Við snúum þessu við, eigum frábærar tíu mínútur og klárum leikinn,“ segir Ýmir um kaflann. En hvað er hægt að taka út úr þessum tveimur fyrstu leikjum við Ítali og Pólverja? „Við sjáum það að þegar við yfirvegaðir sóknarlega og spilum okkar leik, þá gengur það upp og betur en það. Varnarlega þurfum við að halda í þennan þéttleika og fá markverðina með okkur. Það hefur gengið vel hingað til. Svo þurfum við að hlaupa á þessi lið, sem við getum gert meira af,“ segir Ýmir. Stærri áskorun Næst á dagsrká eru Ungverjar sem hafa líkt og Ísland unnið sigra á Ítalíu og Póllandi. Það er því erfiðara verkefni sem bíður á morgun. „Bæði lið eru með fjögur stig og þetta er fyrsti leikur í milliriðli. Við viljum taka með okkur tvö stig inn í milliriðil, það segir sig sjálft. Þetta er vel mannað lið, sem hefur verið lengi saman. Með bæði hávaxna og þunga leikmenn en líka snögga, litla og létta. Það er bara mismunandi hver er inni á hverju sinni. Þetta verður áskorun og við erum spenntir fyrir því,“ Situr tapið fyrir Ungverjum í sömu höll fyrir þremur árum enn í mönnum? „Það má vel vera. En persónulega, nei. Það er bara búið og það er bara leikur á morgun. Það er það eina sem skiptir máli. Það eru tvö stig þar,“ Fínt að sleppa við Banhidi Það munar þá um fyrir varnarmenn Íslands að þurfa ekki að takast á við línumannsskrímslið Bence Banhidi sem er meiddur. En Ungverjar eiga þrátt fyrir það Adrian Sipos sem er 198 sentímetrar og yfir 100 kílógrömm af vöðva á línunni. „Banhidi er frábær leikmaður og línumaður, sérstaklega sóknarlega. En þeir eru með annan sem er eiginlega alveg eins. Svo vorum við að glíma við svipaðan leikmann hjá Pólverjunum í gær, þó þeir leiti ekki eins mikið til línumannsins. En þeir vissulega hafa þyngd þarna,“ segir Ýmir. Hver er lykillinn að sigri? „Með góðum varnarleik hjá okkur, að hlaupa á þá og refsa þeim.“ Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira
Ýmir segir sérstaklega gaman að spila vörn þegar menn eru svo samstilltir. Hann og Elvar Örn Jónsson fengu sérstakt hrós eftir leikinn þar sem þeir voru hreinlega óstöðvandi á kafla í miðju varnar Íslands. Klippa: Fínt að sleppa við Banhidi „Algjörlega. Það er frábært og gott að finna fyrir því að þetta gangi vel. Svo er maður með frábæra menn í kringum sig sem hjálpast allir að. Þetta er mjög gott,“ segir Ýmir. Besti varnarkafli Íslands kom þegar liðið var manni færra, eftir tveggja mínútna brottvísun Ómars Inga Magnússonar í byrjun síðari hálfleiks. Íslendingar voru ósáttir við refsingu Ómars, stúkan reis öll á fætur og við það leystist einhver stórkostleg orka úr læðingi. Sturlaðir stuðningsmenn Íslenska vörnin, spilandi með fimm leikmenn gegn sjö Pólverjum, fékk ekki á sig mark þrátt fyrir liðsmuninn og refsaði hinu megin. „Þetta kemur bara frá stúkunni, frá okkar stuðningsmönnum. Það trompast allt þarna. Það á fyllilega rétt á sér, þau lesa leikinn vel og hjálpa okkur þarna. Þegar maður fær þennan stuðning þá brýst eitthvað út hjá okkur. Við snúum þessu við, eigum frábærar tíu mínútur og klárum leikinn,“ segir Ýmir um kaflann. En hvað er hægt að taka út úr þessum tveimur fyrstu leikjum við Ítali og Pólverja? „Við sjáum það að þegar við yfirvegaðir sóknarlega og spilum okkar leik, þá gengur það upp og betur en það. Varnarlega þurfum við að halda í þennan þéttleika og fá markverðina með okkur. Það hefur gengið vel hingað til. Svo þurfum við að hlaupa á þessi lið, sem við getum gert meira af,“ segir Ýmir. Stærri áskorun Næst á dagsrká eru Ungverjar sem hafa líkt og Ísland unnið sigra á Ítalíu og Póllandi. Það er því erfiðara verkefni sem bíður á morgun. „Bæði lið eru með fjögur stig og þetta er fyrsti leikur í milliriðli. Við viljum taka með okkur tvö stig inn í milliriðil, það segir sig sjálft. Þetta er vel mannað lið, sem hefur verið lengi saman. Með bæði hávaxna og þunga leikmenn en líka snögga, litla og létta. Það er bara mismunandi hver er inni á hverju sinni. Þetta verður áskorun og við erum spenntir fyrir því,“ Situr tapið fyrir Ungverjum í sömu höll fyrir þremur árum enn í mönnum? „Það má vel vera. En persónulega, nei. Það er bara búið og það er bara leikur á morgun. Það er það eina sem skiptir máli. Það eru tvö stig þar,“ Fínt að sleppa við Banhidi Það munar þá um fyrir varnarmenn Íslands að þurfa ekki að takast á við línumannsskrímslið Bence Banhidi sem er meiddur. En Ungverjar eiga þrátt fyrir það Adrian Sipos sem er 198 sentímetrar og yfir 100 kílógrömm af vöðva á línunni. „Banhidi er frábær leikmaður og línumaður, sérstaklega sóknarlega. En þeir eru með annan sem er eiginlega alveg eins. Svo vorum við að glíma við svipaðan leikmann hjá Pólverjunum í gær, þó þeir leiti ekki eins mikið til línumannsins. En þeir vissulega hafa þyngd þarna,“ segir Ýmir. Hver er lykillinn að sigri? „Með góðum varnarleik hjá okkur, að hlaupa á þá og refsa þeim.“
Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira