Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

Ítalir tóku toppsætið og Ísland mætir Slóvenum

Ítalir tryggðu sér toppsæti neðri milliriðils tvö, riðli okkar Íslendinga, með fimm marka sigri gegn Svartfellingum í dag á EM U20 ára landsliða í handbolta í dag, 31-26. Íslenska liðið hafnar því í öðru sæti riðilsins og mætir Slóvenum í leik sem ákvarðar hvort liðið leikur um 9. eða 11. sæti mótsins.

Handbolti
Fréttamynd

Íslensku strákarnir upp úr milliriðili eftir risasigur

Íslenska U20 ára landsliðið í handbolta vann afar öruggan 13 marka sigur er liðið mætti Króatíu í seinni leik milliriðilsins á EM sem fram fer í Portúgal. Lokatölur 33-20, en sigurinn þýðir að íslenska liðið mun leika um 9.-12. sæti mótsins.

Handbolti
Fréttamynd

Ætlum okkur stóra hluti en auð­vitað þurfum við að spila mjög vel til að ná því

„Ég skal alveg játa það að þetta er ógnarsterkur riðill. Það er kannski helst að við fáum úr þriðja styrkleikaflokki – Ungverjar í okkar tilfelli – sem eru ógnarsterkt lið. Það svona gerir þennan riðil mjög erfiðan,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands, er hann var spurður út í riðil Íslands á HM í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

Nýliðarnir fá sænskan markvörð

Sænski markvörðurinn Cornelia Hermansson hefur samþykkt að ganga til liðs við nýliða Selfoss í Olís-deild kvenna í handbolta og leika með liðinu næstu tvö árin.

Handbolti
Fréttamynd

Ólík hlutskipti gestgjafanna á HM í handbolta

Í dag var dregið í riðla fyrir HM í handbolta sem fram fer í Svíþjóð og Póllandi í janúar á næsta ári. Það má með sanni segja að hlutskipti gestgjafanna séu mjög ólík en Svíar eiga sigur í sínum riðli næsta vísan.

Handbolti