Viggó Kristjánsson hefur leikið á alls oddi fyrir Leipzig að undanförnu og leikurinn í dag var engin undantekning.
Fyrir leikinn var Leipzig í fjórtánda sæti deildarinnar með fimm stig á meðan Kiel var í sjöunda sætinu. Það kom því á óvart að Leipzig var með yfirhöndina í byrjun leiks en staðan í hálfleik var 16-15.
Leikurinn var hnífjafn í byrjun seinni hálfleiks og var aldrei meira en eins marks munur á liðunum alveg þar til á lokamínútunum en þá landaði Leipzig sigrinum. Lokatölur 35-34.
Viggó var markahæstur í liði Leipzig með níu mörk en Andri Már Rúnarsson náði ekki að koma sér á blað fyrir Leipzig.
Eftir sigurinn er Leipzig komið með sjö stig í þýsku deildinni.