Um er að ræða fyrri leikinn í einvígi liðanna en seinni leikurinn fer fram á morgun klukkan 14:30.
ÍBV var með forystuna í hálfleik 15-12 og náði ÍBV að halda þeirri forystu meira og minna allan seinni hálfleikinn og vann að lokum sigur 34-30.
Í morgun kemur í ljós hvort liðið hefur sigur úr býtum í einvíginu en eins og fram kom hér að ofan þá hefst leikurinn klukkan 14:30 og fer fram einnig í Lúxemborg sem og leikurinn í dag.