Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

Óðinn markahæstur í tapi Kadetten

Óðinn Þór Ríkharðsson var markahæsti maður Kadetten Schaffhausen með átta mörk er liðið heimsótti Montpellier í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Það dugði þó ekki til því liðið mátti þola fjögrra marka tap, 40-36.

Handbolti
Fréttamynd

Selfoss fyrsta liðið í undanúrslit

Selfoss var í kvöld fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Powerade-bikars kvenna í handbolta er liðið vann öruggan níu marka sigur gegn HK í Set-höllinni á Selfossi í kvöld, 36-27.

Handbolti
Fréttamynd

Lærisveinar Gumma Gumm með tvo sigra í röð eftir HM

Íslendingalið Fredericia, undir stjórn landsliðsþjálfarans Guðmundar Þórðar Guðmundssonar, vann öruggan fimm marka sigur er liðið heimsótti SønderjyskE í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Lokatölur 22-27 og Fredericia hefur nú unnið báða deildarleiki sína eftir jóla- og HM-pásuna löngu.

Handbolti
Fréttamynd

Þriðja Evróputapið í röð hjá Kristjáni og félögum

Kristján Örn Kristjánsson og félagar hans í franska liðinu PAUC máttu þola þriggja marka tap er liðið sótti Frencváros heim til Ungverjalands í B-riðli Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld. Lokatölur 28-25, en þetta var þriðja tap liðsins í keppninni í röð.

Handbolti
Fréttamynd

Valdi þær bestu í klefanum

Góður liðsfélagi er mikilvægur öllum íþróttaliðum og það á vel við í Olís deild kvenna í handbolta eins og í öðrum deildum. Seinni bylgjan tók í gær saman fimm manna lista yfir leikmenn sem fá hæstu einkunn í búningsklefanum.

Handbolti
Fréttamynd

„Þetta var Íslandsmet í klúðri“

Afturelding tapaði með minnsta mun gegn Fram 29-30. Afturelding var yfir nánast allan leikinn en kastaði leiknum frá sér á lokamínútunum og Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var hundfúll með sína menn.

Sport
Fréttamynd

„Eigum að vera með kassann úti og sjálfstraust“

Guðmundur Hólmar Helgason átti frábæran leik fyrir Selfoss er liðið vann mikilvægan þriggja marka sigur gegn Haukum í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Hann skoraði níu mörk fyrir liðið og var sérstaklega ánægður með að Selfyssingar hafi aldrei gefist upp í kvöld.

Handbolti