Heldur út í atvinnumennsku og ætlar sér fast sæti í landsliðinu Aron Guðmundsson skrifar 6. júní 2024 10:00 Þorsteinn Leó býr sig undir að skjóta á mark Serba í leik með íslenska landsliðinu. Þorsteinn hugsar mikið út í íslenska landsliðið og ætlar sér að verða fastamaður þar. IHF Komið er að tímamótum á ferli skyttunnar ungu, Þorsteins Leós Gunnarssonar. Hann kveður nú uppeldisfélag sitt Aftureldingu með trega og heldur út í atvinnumennskuna í Portúgal þar sem að hann hefur samið við Porto. Markmið Þorsteins næstu árin á hans ferli snúa mikið að íslenska landsliðinu. Hann ætlar sér að verða fastamaður í því liði. „Ég held að maður sé búinn að jafna sig á þessu núna. Auðvitað var þetta samt sem áður mjög svekkjandi. Það var lítið sem að skyldi þarna á milli,“ segir Þorsteinn sem þurfti að bíta í það súra epli, ásamt liðsfélögum sínum í liði Aftureldingar, að lúta í lægra haldi gegn FH í úrslitaeinvígi Olís deildarinnar. „Leikir tvö og þrjú tapast með einu marki. Þetta er bara ein markvarsla eða eitt skot sem geigar sem skilur þarna á milli. Þetta er lítill munur og annað hvort stendur maður uppi sem Íslandsmeistari eða lendir í öðru sæti. Þetta var því gífurlega svekkjandi.“ Þorsteinn Leó í leik með Aftureldingu gegn FH vísir / hulda margrét Hvernig metur hann tímabilið í heild sinni? „Ég get alveg sagt það að þetta voru smá vonbrigði. Við ætluðum okkur stærri hluti. Endum í öðru sæti í Íslandsmótinu. Vonbrigði. Hvað varðar mína frammistöðu á tímabilinu þá finnst mér hún hafa verið upp og niður. Mér fannst spilamennska mín ekki nógu stöðug. Á stórleiki þar sem að ég tek yfir leikinn en svo inn á milli koma leikir þar sem að ég næ mér ekki á strik. Þetta er eitthvað sem ég þarf bara að vinna í. Að vera stöðugri. Það kemur með tímanum held ég.“ Fyrsta sinn sem Þorsteinn skiptir um félag Úrslitaleikirnir gegn FH voru síðustu leikir Þorsteins Leó fyrir Aftureldingu, í bili hið minnsta. Hann hefur samið við portúgalska liðið Porto, sem er eitt af þremur bestu liðum Portúgal. Hann upplifir blendar tilfinningar á þessum tímamótum. „Það er mjög skrýtið að vera kveðja Aftureldingu. Mjög skrýtið að vera skipta um lið. Þetta er í fyrsta skipti á mínum ferli sem ég skipti um lið. Ég hef verið hérna í Aftureldingu síðan að ég var fimm ára gamall. Núna er ég staddur í einhvers konar millibilsástandi. Veit ekki alveg hvar ég eigi að vera. Er að bíða eftir því að halda út til Portúgal en æfi enn hérna í Mosfellsbæ. Þetta er mjög skrýtið tímabil akkúrat núna.“ Það er hjá Aftureldingu sem Þorsteinn Leó tók sín fyrstu skref í meistaraflokki. Þar hefur hann blómstrað.Vísir/Anton Brink „Félagið og allt fólkið hér hefur gert svo svakalega mikið fyrir mig. Svarið er eiginlega hvað hefur þetta félag ekki gert fyrir mig. Hér hef ég þróast sem einstaklingur og er búinn að vera mjög heppinn með þjálfara. Ég hef minn meistaraflokksferil með Aftureldingu þegar að Einar Andri Einarsson var þjálfari. Hann hjálpaði mér mjög mikið og ég á honum margt að þakka. Svo kemur Gunnar Magnússon inn. Hann hefur kennt mér mikið og líkt og Einari Andra á ég honum mjög margt að þakka og það sama gildir um félagið í heild sinni.“ Bolti sem hentar honum vel Hann er þó spenntur fyrir komandi tímum. Hans fyrsta skrefi út í atvinnumennskuna. „Mér lýst mjög vel á þetta. Það er auðvitað spilaður öðruvísi handbolti þarna úti, öðruvísi leikmenn. Þetta er miklu hraðari bolti en við sjáum hér heima. Hvort að það breytist þegar að ég kem þarna út eða ekki, við verðum bara að sjá til með það. En er þetta ekki bara handbolti sem að mun henta þér og þín leikstíl vel? „Alveg klárlega. Auðvitað mun þetta henta mér vel. Við þurfum bara að finna leiðina að því hvernig best sé að spila mér.“ Ekkert rými fyrir svekkelsi Þegar að undirritaður spyr Þorstein út í hvernig hann horfi á næstu ár á sínum ferli, hverju hann vilji stefna að, er ljóst að íslenska landsliðið á stóran sess í huga hans. „Ég hugsa alltaf mikið út í íslenska landsliðið. Ég vil vera fastamaður í þessu landsliði. Núna er maður á þessu skrýtna stigi að vera inn og út úr landsliðinu. Ég hef verið smá óheppinn með meiðsli. Hef oft verið meiddur þegar að liðið heldur á stórmót. Þannig að mig langar að verða fastamaður í þessu landsliði og klárlega vinna medalíu.“ Þorsteinn Leó í leik með íslenska landsliðinuVÍSIR/HULDA MARGRÉT En hvernig akkúrat horfirðu á þetta með landsliðið núna? Það að þú hafir verið svona inn og út úr hópnum. Ertu að svekkja þig á því? „Ég sé þetta ekki sem svekkjandi. Ég svekki mig ekki á því að vera ekki valinn í landsliðshópinn. Læt það ekki eyðileggja fyrir mér að fara í eitthvað svekkelsi. Ég veit að með tímanum þá mun ég verða það góður að ég verð bara fastamaður í þessu liði. Þá verður það engin spurning að ég verði valinn.“ Afturelding Olís-deild karla Portúgalski boltinn Landslið karla í handbolta Handbolti Mest lesið Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Danir óstöðvandi Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Fleiri fréttir „Íslenska liðið lítur vel út“ Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Danir óstöðvandi Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Sjá meira
„Ég held að maður sé búinn að jafna sig á þessu núna. Auðvitað var þetta samt sem áður mjög svekkjandi. Það var lítið sem að skyldi þarna á milli,“ segir Þorsteinn sem þurfti að bíta í það súra epli, ásamt liðsfélögum sínum í liði Aftureldingar, að lúta í lægra haldi gegn FH í úrslitaeinvígi Olís deildarinnar. „Leikir tvö og þrjú tapast með einu marki. Þetta er bara ein markvarsla eða eitt skot sem geigar sem skilur þarna á milli. Þetta er lítill munur og annað hvort stendur maður uppi sem Íslandsmeistari eða lendir í öðru sæti. Þetta var því gífurlega svekkjandi.“ Þorsteinn Leó í leik með Aftureldingu gegn FH vísir / hulda margrét Hvernig metur hann tímabilið í heild sinni? „Ég get alveg sagt það að þetta voru smá vonbrigði. Við ætluðum okkur stærri hluti. Endum í öðru sæti í Íslandsmótinu. Vonbrigði. Hvað varðar mína frammistöðu á tímabilinu þá finnst mér hún hafa verið upp og niður. Mér fannst spilamennska mín ekki nógu stöðug. Á stórleiki þar sem að ég tek yfir leikinn en svo inn á milli koma leikir þar sem að ég næ mér ekki á strik. Þetta er eitthvað sem ég þarf bara að vinna í. Að vera stöðugri. Það kemur með tímanum held ég.“ Fyrsta sinn sem Þorsteinn skiptir um félag Úrslitaleikirnir gegn FH voru síðustu leikir Þorsteins Leó fyrir Aftureldingu, í bili hið minnsta. Hann hefur samið við portúgalska liðið Porto, sem er eitt af þremur bestu liðum Portúgal. Hann upplifir blendar tilfinningar á þessum tímamótum. „Það er mjög skrýtið að vera kveðja Aftureldingu. Mjög skrýtið að vera skipta um lið. Þetta er í fyrsta skipti á mínum ferli sem ég skipti um lið. Ég hef verið hérna í Aftureldingu síðan að ég var fimm ára gamall. Núna er ég staddur í einhvers konar millibilsástandi. Veit ekki alveg hvar ég eigi að vera. Er að bíða eftir því að halda út til Portúgal en æfi enn hérna í Mosfellsbæ. Þetta er mjög skrýtið tímabil akkúrat núna.“ Það er hjá Aftureldingu sem Þorsteinn Leó tók sín fyrstu skref í meistaraflokki. Þar hefur hann blómstrað.Vísir/Anton Brink „Félagið og allt fólkið hér hefur gert svo svakalega mikið fyrir mig. Svarið er eiginlega hvað hefur þetta félag ekki gert fyrir mig. Hér hef ég þróast sem einstaklingur og er búinn að vera mjög heppinn með þjálfara. Ég hef minn meistaraflokksferil með Aftureldingu þegar að Einar Andri Einarsson var þjálfari. Hann hjálpaði mér mjög mikið og ég á honum margt að þakka. Svo kemur Gunnar Magnússon inn. Hann hefur kennt mér mikið og líkt og Einari Andra á ég honum mjög margt að þakka og það sama gildir um félagið í heild sinni.“ Bolti sem hentar honum vel Hann er þó spenntur fyrir komandi tímum. Hans fyrsta skrefi út í atvinnumennskuna. „Mér lýst mjög vel á þetta. Það er auðvitað spilaður öðruvísi handbolti þarna úti, öðruvísi leikmenn. Þetta er miklu hraðari bolti en við sjáum hér heima. Hvort að það breytist þegar að ég kem þarna út eða ekki, við verðum bara að sjá til með það. En er þetta ekki bara handbolti sem að mun henta þér og þín leikstíl vel? „Alveg klárlega. Auðvitað mun þetta henta mér vel. Við þurfum bara að finna leiðina að því hvernig best sé að spila mér.“ Ekkert rými fyrir svekkelsi Þegar að undirritaður spyr Þorstein út í hvernig hann horfi á næstu ár á sínum ferli, hverju hann vilji stefna að, er ljóst að íslenska landsliðið á stóran sess í huga hans. „Ég hugsa alltaf mikið út í íslenska landsliðið. Ég vil vera fastamaður í þessu landsliði. Núna er maður á þessu skrýtna stigi að vera inn og út úr landsliðinu. Ég hef verið smá óheppinn með meiðsli. Hef oft verið meiddur þegar að liðið heldur á stórmót. Þannig að mig langar að verða fastamaður í þessu landsliði og klárlega vinna medalíu.“ Þorsteinn Leó í leik með íslenska landsliðinuVÍSIR/HULDA MARGRÉT En hvernig akkúrat horfirðu á þetta með landsliðið núna? Það að þú hafir verið svona inn og út úr hópnum. Ertu að svekkja þig á því? „Ég sé þetta ekki sem svekkjandi. Ég svekki mig ekki á því að vera ekki valinn í landsliðshópinn. Læt það ekki eyðileggja fyrir mér að fara í eitthvað svekkelsi. Ég veit að með tímanum þá mun ég verða það góður að ég verð bara fastamaður í þessu liði. Þá verður það engin spurning að ég verði valinn.“
Afturelding Olís-deild karla Portúgalski boltinn Landslið karla í handbolta Handbolti Mest lesið Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Danir óstöðvandi Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Fleiri fréttir „Íslenska liðið lítur vel út“ Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Danir óstöðvandi Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Sjá meira