Hin þaulreynda Rut gengin í raðir silfurliðs Hauka Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. júní 2024 19:45 Rut í rauðum búning Hauka. Haukar Hin þaulreynda Rut Jónsdóttir, fyrrverandi landsliðsfyrirliði í handbolta, er gengin í raðir Hauka í Olís-deildinni. Hún spilaði ekkert með KA/Þór á síðustu leiktíð vegna barneigna en hefur nú ákveðið að söðla um og mun spila í rauðu á komandi leiktíð. Hin 33 ára gamla Rut samdi við silfurlið Olís-deildarinnar til tveggja ára en Haukar töpuðu úrslitaeinvíginu gegn Val í vor. Koma Rutar í lið Hauka gerir liðið þó til alls líklegt á næstu leiktíð. Rut er eins og áður sagði þaulreynd. Hún er uppalin í HK en í tilkynningu Hauka kemur fram að Rut hafi stigið sín fyrstu skref í meistaraflokki undirstjórn Díönu Guðjónsdóttur sem er í dag þjálfari Hauka ásamt Stefáni Arnarsyni. Frá 2008 til 2014 lék Rut með Holstero og varð EHF-bikarmeistari árið 2013. Frá 2014 til 2016 lék hún með Randers og varð danskur bikarmeistari. Frá 2017 til 2020 lék hún með Esbjerg og varð tvívegis danskur meistari. Hún samdi við KA/Þór árið 2020 og varð þrefaldur meistari með liðinu árið 2021. Alls hefur Rut leikið 115 A-landsleik og skorað í þeim 244 mörk. Þá hún að baki þrjú stórmót með íslenska landsliðinu og hefur tvívegis verið valin handknattleikskona ársins. Þegar hún tók sér tímabundið leyfi vegna barnsburðar var hún fyrirliði Íslands. „Það er mjög flott uppbygging í gangi á Ásvöllum sem mig langar að taka þátt í. Þær eru með spennandi lið með ungum og efnilegum leikmönnum. Þetta eru metnaðarfullar stelpur sem hafa staðið sig mjög vel og ég sé að þær geta náð enn lengra. Umgjörðin í kringum liðið er mjög góð og ég finn að það er mikill metnaður fyrir kvennaboltanum í Haukum. Einnig eru þær með frábært þjálfarateymi sem ég hlakka til að vinna með,“ sagði Rut við undirskriftina. Handbolti Olís-deild kvenna Haukar Mest lesið Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sjá meira
Hin 33 ára gamla Rut samdi við silfurlið Olís-deildarinnar til tveggja ára en Haukar töpuðu úrslitaeinvíginu gegn Val í vor. Koma Rutar í lið Hauka gerir liðið þó til alls líklegt á næstu leiktíð. Rut er eins og áður sagði þaulreynd. Hún er uppalin í HK en í tilkynningu Hauka kemur fram að Rut hafi stigið sín fyrstu skref í meistaraflokki undirstjórn Díönu Guðjónsdóttur sem er í dag þjálfari Hauka ásamt Stefáni Arnarsyni. Frá 2008 til 2014 lék Rut með Holstero og varð EHF-bikarmeistari árið 2013. Frá 2014 til 2016 lék hún með Randers og varð danskur bikarmeistari. Frá 2017 til 2020 lék hún með Esbjerg og varð tvívegis danskur meistari. Hún samdi við KA/Þór árið 2020 og varð þrefaldur meistari með liðinu árið 2021. Alls hefur Rut leikið 115 A-landsleik og skorað í þeim 244 mörk. Þá hún að baki þrjú stórmót með íslenska landsliðinu og hefur tvívegis verið valin handknattleikskona ársins. Þegar hún tók sér tímabundið leyfi vegna barnsburðar var hún fyrirliði Íslands. „Það er mjög flott uppbygging í gangi á Ásvöllum sem mig langar að taka þátt í. Þær eru með spennandi lið með ungum og efnilegum leikmönnum. Þetta eru metnaðarfullar stelpur sem hafa staðið sig mjög vel og ég sé að þær geta náð enn lengra. Umgjörðin í kringum liðið er mjög góð og ég finn að það er mikill metnaður fyrir kvennaboltanum í Haukum. Einnig eru þær með frábært þjálfarateymi sem ég hlakka til að vinna með,“ sagði Rut við undirskriftina.
Handbolti Olís-deild kvenna Haukar Mest lesið Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sjá meira