Hin dásamlega Matthildur Söngleikurinn Matthildur er að slá í gegn í Borgarleikhúsinu og vekur verðskuldaða athygli á yndislegri bók eins besta barnabókahöfundar sem heimurinn hefur átt. Bókin var nýlega endurútgefin hér á landi vegna sýninga á söngleiknum. Gagnrýni 2. apríl 2019 15:36
Full af töfrandi söng og ómótstæðilegum litum Nemendur í tónmennt í skóla í Bandaríkjunum voru einu sinni fengnir til að fara á óperuna La Traviata eftir Verdi og gera um hana stutt verkefni. Menning 14. mars 2019 16:30
Blaðað í fortíðinni Fyrir rúmum áratug keypti Friðgeir Einarsson þrjú myndaalbúm á flóamarkaði í Belgíu, nánar tiltekið í Brussel, á afmælisdegi sínum. Menning 14. mars 2019 12:30
Allt í meðallagi Glæpasaga sem nær aldrei almennilega flugi og er of ofbeldisfull. Gagnrýni 13. mars 2019 20:00
Hörpuleikarar með vígtennur Ég hef heyrt að eina leiðin til að fá tvo gítarleikara til að spila hreint sé að skjóta annan þeirra. Ekki er ljóst hvort þetta á jafnframt við um tvo hörpuleikara sem líka plokka strengi. Gagnrýni 8. mars 2019 15:30
Klisjukennt en líka innblásið Ég velti því stundum fyrir mér hvað Mozart myndi finnast um tónlist nútímans ef hægt væri að ferðast um tímann. Gagnrýni 7. mars 2019 11:30
Týnd í skógi Shakespeares Um síðustu helgi frumsýndi Þjóðleikhúsið Jónsmessunæturdraum eftir William Shakespeare, í nýrri þýðingu Þórarins Eldjárns, á stóra sviðinu. Gagnrýni 1. mars 2019 11:45
Hún náði kjöri Það var rosalega góð stemming í Tjarnarbíói fimmtudagskvöldið 21. febrúar þegar Unnur Elísabet Gunnarsdóttir bauð til listahátíðarinnar Ég býð mig fram, sería II. Gagnrýni 1. mars 2019 11:00
Ruddaskapur og villimennska á Sinfóníutónleikum Ég fylgdist aðeins með Eurovision undankeppninni. Þar var athyglisvert að upplifa að lög sem höfðu komið ágætlega út í stúdíóútgáfu hljómuðu miklu verr í lifandi flutningi. Hljóðið hjá RÚV var afleitt en ekki bara það; flytjendur voru sumir hverjir ekki upp á sitt besta. Gagnrýni 25. febrúar 2019 21:30
Í skugga fjölbýlis Föstudaginn síðastliðinn frumsýndi sjálfstæði sviðslistahópurinn Smartílab Það sem við gerum í einrúmi eftir Heiðar Sumarliðason og Söru Martí Guðmundsdóttur í Tjarnarbíói, en sú síðarnefnda leikstýrir einnig sýningunni. Gagnrýni 12. febrúar 2019 11:30
Raunsæi og glæpir Norski glæpasagnahöfundurinn Jørn Lier Horst er einn þekktasti glæpasagnahöfundur Norðmanna. Gagnrýni 11. febrúar 2019 11:00
Hrollvekjandi satíra um vonda hvíta karla Það er eitthvað skemmtilega geggjað við að Adam McKay er orðinn einn beittasti samfélagsrýnirinn í Hollywood eftir að hafa haslað sér þar völl með galsafengnum gamanmyndum á borð við Anchorman, Talladega Nights, Step Brothers og The Other Guys. Gagnrýni 7. febrúar 2019 13:00
Fögur laglína og engin leið að hætta Alltaf ber til tíðinda þegar nýr einleikskonsert er frumfluttur. Á fimmtudagskvöldið var í fyrsta sinn leikinn flautukonsert eftir Jón Ásgeirsson, en það var á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu. Gagnrýni 1. febrúar 2019 16:00
Ísköld eru kvennaráð Óskarsverðlaunin eru síður en svo óskeikull mælikvarði á gæði kvikmynda. Gagnrýni 31. janúar 2019 11:45
Frækilegt og fjörugt ferðalag um ævintýraskóga Besta sýning Lottu til þessa. Góð ævintýri eru aldrei of oft kveðin. Gagnrýni 19. janúar 2019 22:00
Dásamlega djöfullegar vélanir og djarft leikhús Ríkharður þriðji var frumsýndur í Borgarleikhúsinu 29. desember. Gagnrýni 3. janúar 2019 10:00
Umkomulausir töffarar Í Krýsuvík, nýrri spennusögu Stefáns Mána, koma austurevrópsk mafía og höfuðlaus lík mjög við sögu. Gagnrýni 20. desember 2018 11:00
Reimleikar og rómantík í Reykjavík Stundum eru titlar á bókum mjög gagnsæir og búa strax í fyrsta kafla til tengingu við söguna og söguheiminn, eitthvert reipi, vísbendingu eða vegvísi sem hægt er að halda sér í fyrstu skrefin gegnum bókina. Gagnrýni 20. desember 2018 10:30
Eldvörp tíma og tilvistar Þessi fimmta skáldsaga Ófeigs Sigurðssonar (f. 1975) er á sinn hátt upprunaleit – nokkurs konar ættfræði. Gagnrýni 20. desember 2018 08:30
Bíóupplifun ársins framlengd í Paradís Þeir sem hafa séð Roma, nýjustu mynd mexíkóska leikstjórans Alfonso Cuarón, halda vart vatni af hrifningu. Netflix byrjar að sýna myndina á föstudaginn en enn er tækifæri til þess að sjá hana í bíó. Bíó og sjónvarp 13. desember 2018 09:00
Kjarnakona í krísu Þrátt fyrir nokkra vankanta er Rejúníon eftirtektarverð sýning um gríðarlega mikilvægt málefni, þá sérstaklega út af frábærum leik aðalleikkonunnar. Frammistaða Sólveigar Guðmundsdóttur er algjörlega miðakaupanna virði. Gagnrýni 4. desember 2018 21:00
Tómlát leit að tilgangi Insomnia vekur upp fáar spurningar, fyrir utan kannski af hverju þessu verkefni var ýtt úr vör til að byrja með, og enn færri svör. Gagnrýni 29. nóvember 2018 16:00
Höfundur þjóðsöngs í óstuði Halldór Laxness fann þjóðsöng Íslendinga allt til foráttu í grein sem hann skrifaði í Þjóðviljann á lýðveldisárinu 1944. Hann kvartaði m.a. yfir tónsviðinu sem spannar hvorki meira né minna en þrettán tónbil. Gagnrýni 22. nóvember 2018 13:00
Rauði djöfullinn lyftir Marvel aftur á hærra plan Alvöru nördar allra landa sameinuðust í sorg í byrjun síðustu viku þegar einn þeirra allra heilagasti andi, myndasöguhöfundurinn Stan Lee, kvaddi þennan heim væntanlega og vonandi saddur lífdaga, 95 ára að aldri. Gagnrýni 22. nóvember 2018 12:00
Hárfínn línudans við fortíðardrauga Það er síður en svo að ástæðulausu að Arnaldur Indriðason hefur gnæft yfir íslenskum glæpabókmenntum í rúma tvo áratugi og ekki þarf að fjölyrða um það tröllatak sem hann hefur náð á forminu. Gagnrýni 22. nóvember 2018 11:00
Hömlulaus og hamflett í Tvískinnungi Hrá leikhúsupplifun frá nýju og fersku leikskáldi. Nýjar raddir koma alltof sjaldan fram í íslensku leikhúsi en síðustu og komandi mánuðir boða gott. Tvískinnungur er augljóslega ekki gallalaust verk en ber með sér marga góða kosti og persónulegan tón skáldsins, eitthvað sem hann mun vonandi þróa betur og koma í fastara form á komandi árum. Gagnrýni 15. nóvember 2018 16:15
Skyldulesning allra kynslóða Sögur Tove Jansson um múmínálfana hafa notið gríðarlegra vinsælda víða um heim. Gagnrýni 15. nóvember 2018 11:00
Lafði Macbeth í Hvíta húsinu House of Cards-þættirnir mörkuðu upphafið að velgengni efnisveitunnar Netflix enda frábærir þættir sem fóru gríðarlega vel af stað Gagnrýni 15. nóvember 2018 09:00
Galdraglóðir á köldum ströndum Saga Galdra-Möngu er tímalaust umhugsunarefni, ekki síst vegna þess að þjóðsögurnar báru manneskjunni og afdrifum hennar allt annað vitni en málskjölin gera. Með því að sniðganga þjóðsöguna en halda sig við heimildirnar tekst Tapio Koivukari að rétta hlut Margrétar Þórðardóttur. Gagnrýni 1. nóvember 2018 05:00
Fingraför á sálinni Bubbi sendir frá sér sársaukafulla, fallega og mikilvæga ljóðabók, einlægt innlegg í eitt brýnasta málefni samtímans. Gagnrýni 25. október 2018 15:00