Little Fires Everywhere: Bandarískt samfélag í björtu báli Heiðar Sumarliðason skrifar 28. júní 2020 10:19 Reese Witherspoon og Kerry Washington leika aðalhlutverkin í Little Fires Everywhere. Sjónvarpsþáttaröðin Little Fires Everywhere var frumsýnd í Bandaríkjunum á streymisveitunni Hulu í mars síðastliðnum, en þar sem Hulu næst ekki á Íslandi var ekkert víst að hún næði okkar ströndum, þar sem það er eilítið happa glappa hvaða Hulu-þætti íslensku stöðvarnar taka til sýningar. Þáttaröðin birtist hins vegar óvænt á Amazon Prime (sem hefur almennt ekki lagt það í vana sinn að sýna Hulu-þáttaraðir), því geta Íslendingar séð hana eftir löglegum leiðum. Little Fires Everywhere byggir á samnefndri metsölubók Celeste Ng, frá árinu 2017, og gerist í fyrirmyndarúthverfinu Shaker Heights í Ohio. Hún fjallar um það þegar Elena Richardson (Reese Witherspoon), hvít yfirstéttarkona, ákveður að leigja Miu Warren (Kerry Washington), fátækri svartri listakonu og dóttur hennar Pearl (Lexi Underwood), hús sem hún á í hinum enda bæjarins. Mæðgurnar smjúga svo hægt og rólega inn í líf yfirstéttarfjölskyldunnar og áður en yfir lýkur stendur hús þeirra, sem og öll þeirra tilvera, í ljósum logum (þetta er ekki spillir, heldur gerist þetta strax í fyrsta þætti). Meira viðeigandi en við frumsýningu #BLM Það hefur sjálfsagt ekki farið fram hjá neinum að mikil ólga og kynþáttaspenna er nú í Bandaríkjunum í kjölfar dauða George Floyds. Ekki það að mikið hafi þurft til, enda hafa atburðir á borð óeirðir síðustu vikna margoft átt sér stað í sögu þessarar ungu þjóðar. Þessir nýlegu atburðir gera Little Fires Everywhere enn meira viðeigandi en þegar þeir voru frumsýndir í Bandaríkjunum, því kynþáttaspennan er svo mikil þessa dagana að við finnum næstum brunalyktina af núningnum yfir hafið. Sjálfsagt er nafn skáldsögunnar metafóra fyrir ástandið í Bandaríkjunum á þeim tíma sem hún er skrifuð, að litlir eldar haturs, tortryggni og reiði, logi glatt um landið allt. Þeir eru nú orðnir að stóru báli. Sektarkennd hvíta mannsins Kerry Washington, Celeste Ng og Reese WItherspoon. Þegar ég var u.þ.b. hálfnaður með áhorfið fór ég að velta fyrir mér höfundi bókarinnar, af hvaða uppruna hún væri, hvort hún sé svört, eða hvít? Því út frá hvernig hún fjallar um eldfimt efni sögunnar er engin leið til að giska af hvaða uppruna hún er. Svo þetta nafn, Celeste Ng, það er ekki einu sinni sérhljóði í eftirnafninu. Helst datt mér í hug að það væri afrískt, því mér varð hugsað til nafns leikkonunnar Lupita Nyong'o, sem er ættuð frá Kenýa. Það kom mér því í opna skjöldu að Ng er hvorki Bandaríkjamaður af evrópskum né afrískum uppruna, heldur er hún asísk. Foreldrar hennar fluttu til Bandaríkjanna frá Hong Kong á sjöunda áratugi síðustu aldar og tíu ára gömul flutti hún í þessa úthverfaútópíu, Shaker Heights, þar sem þátturinn gerist. Þegar öllu er á botninn hvolft þarf ekki að koma á óvart að manneskja sem skrifar um kynþáttaspennu milli svartra og hvítra, af því hlutleysi og yfirvegun sem raun ber vitni, sé hvorki hvít né svört. Hún er í fullkominni stöðu til að fylgjast með þessum átökum og spennu. Það mætti því segja að einskonar staðgengill höfundar í sögunni sé hin kínverska Bebe Chow (Lu Huang), sem lendir á milli Miu og Elenu. Úrvinnslan á aðalpersónunum tveimur er óvægin, gallar þeirra eru augljósir og engin tilraun gerð til að fá áhorfandann til að líka vel við þær. Hér er verið að vinna með fordóma, í fleiri en einni birtingarmynd. Þó svo að kynþáttafordómar, og óttinn við þá, sé allt umlykjandi, þá er unnið skýrt með hina raunverulegu merkingu orðsins. Það að dæma fólk fyrir fram, út frá litlum upplýsingum. Stór hluti sögunnar sprettur upp úr væntingum og órum persónanna um hverja aðra, og afleiðingar þess. Hér er verið að fjalla um samfélag þar sem allir eru á varðbergi, hvort sem það er gagnvart illum hug náungans, sem og gagnvart því að vera ekki dæmdur stimplaður rasisti. Í Shaker Heights er gengið á eggjaskurn og yfirborðsmennskan algjör, allt bælt niður, vandamál husnuð og bæld niður, þar til þrýstingurinn er orðinn svo mikill að sprenging er óumflýjanleg. Witherspoon sannarlega fundið sér týpu Reese Witherspoon í hlutverki sínu í Big Little Lies, þar sem hún leikur einnig úthverfadrottningu. Það má með sanni segja að Reese Witherspoon hafi fundið fjölina sína í hlutverkum efnaðra yfirborðslegra úthverfakvenna, sem eru svo með allt niður um sig þegar á hólminn er komið. Persóna hennar hér fellur svo sannarlega í þann flokki, og Reese því essinu sínu. Kerry Washington er þekktust fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Scandal, sem ég verð að játa að ég hef ekki séð. Hér leikur hún aðkomukonuna Miu Warren og skapar persónu sem maður ætti að skiptast á að hafa samúð með eða hata. Ég hefði þó kosið að túlkun hennar hefði á stundum verið eilítið mýkri. Kannski buðu skrifin ekki upp á það, en á einhverjum stað í sköpunarferlinu hefði mátt gera hana aðeins meira aðlaðandi. Sennilega er hlutverk Reese skrifað á sama máta og hlutverk Kerry, en einhvern veginn nær Resse til áhorfandans á máta sem Kerry tekst ekki. Ég giska á að þetta hafi með það að gera sem Frakkar kalla je ne sais quoi; þetta eitthvað, sem ekki er alveg hægt að setja fingur á. Eða eins og Hera Björk söng í Eurovision árið 2010: Je ne sais quoi, I know you have a special something. Je ne sais quoi, oh, something I just can't explain. And when I see your face I wanna follow my emotions. Reese er með þetta je ne sais quoi algjörlega í höndum sér og útkoman eftir því. Kannski hefur Kerry þetta je ne sais quoi, en hún nær a.m.k. ekki að láta það skína í gegn hér, hverju sem um er að kenna. Börnin hjálpa Joshua Jackson sem Pacey í Dawson´s Creek. Börn kvennanna eru í stórum hlutverkum hér og bæta fyrir þann kulda sem mæður þeirra sýna. Með því að gefa áhorfendum hlé frá vandamálum hinna fullorðnu skapast ákveðið jafnvægi í sögunni og ná persónur barnanna allar að skapa samhygð. Sennilega er munurinn á þeim og mæðrunum hve valdalaus þau eru, en ein besta leiðin til að skapa samhygð með persónum er að láta þær vera fórnarlömb óréttlætis. Þátturinn breytist hins vegar ávallt í einhverskonar Dawson´s Creek þegar unglingavandamálin taka yfir. Persónulega þótti mér það ángæjulegt, enda horfði ég ávallt á Joshua Jackson leika Pacey Whitter á fimmtudagskvöldum á Stöð 2. Talandi um Joshua Jackson þá leikur hann hér eiginmann Reese Witherspoon. Þegar hann birtist fyrst á skjánum var ég tímabundið gjörsamlega slitinn úr öllu sambandi við raunveruleika þáttarins: „Joshua Jackson á ekki að vera fullorðinn. Hvað er hann að gera þarna?“ Nærvera hans í hlutverki manns með ábyrgð, háskólamenntun, vinnu og börn vandist þó furðu vel og áður en yfir leið var ég búinn að gleyma viðnámi mínu gagnvart viðurvist hans. Áhugaverð rannsókn Systurnar Lexie og Izzy. Little Fires Everywhere er áhugaverð rannsókn á eðli fordóma og forréttinda. Það gæti verið erfitt fyrir Íslendinga að tengja við þetta jafn sterkt og Bandaríkjamenn, þar sem við erum ekki þjóð með þessa sögu kynþáttaátaka og þrælahalds. Það má hins vegar virða Little Fires Everwhere fyrir sér sem metafóru um fordóma í stærra samhengi, því við Íslendingar erum sannarlega ekki laus við fordóma. Þá er ég ekki tala um rasisma (þó svo við vitum að hann þrífist sannarlega hér á landi), heldur hvernig við dæmum fólk. Við skellum einskonar virði á náungann út frá litlum upplýsingum. Við dæmum hann út frá því hverslags fötum hann klæðist, hvernig vaxtarlag hans er, menntun hans, hvar hann býr, hversu myndarlegur hann er, o.s.frv. o.s.frv. Því slíkar for-dæmingar, eru einmitt það sem orðið for-dómar þýðir. Reyndar er mjög áhugaverð vangavelta tengd þessu og hvernig bandarískt samfélag hefur breyst, í sögulínunni um hvernig elsta dóttirin Lexie kemst inn í Harvard. Hún stelur reynslusögu frá hinni hörundsdökku Pearl, varðandi hvernig henni var mismunað, notar hana í inngönguritgerð, og er þar með komin með sterkan gjaldmiðil til inngöngu. Það að vera utanveltu er skyndilega orðið gjaldmiðill á mun hærri gengi en að vera sæt hvít stelpa af yfirstétt. Þannig er innganga í Harvard nú orðinn háð því hver hefur lent í mestum raunum, frekar en forréttindum þeirra, líkt og hefur verið í gegnum tíðina. Höfundurinn tekur ekki siðferðislega afstöðu til þessa atburðar, né annarra. Hún leggur fram atvik og kringumstæður sem eru hlaðnar spennu, þar sem má segja að báðir aðilar hafi rétt fyrir sér, en hafi á sama tíma einnig rangt fyrir sér. Þetta er eitt af grunngildum góðra dramatískra skrifa, og á höfundurinn Ng hrós skilið fyrir að skapa persónur með svo mörgum lögum, í kringumstæðum svo hlöðnum spennu. Niðurstaða: Fjórar stjörnur Með Little Fires Everywhere hefur tekist að skapa dramaseríu sem heldur áhorfandanum við efnið, á meðan hann er settur í þá stöðu að þurfa að taka afstöðu til atvika og persóna, sem allar eru á einhverskonar siðferðislegri grensu. Hér að neðan er hægt að hlýða á Heiðar Sumarliðason ræða við Hrafnkel Stefánsson, frá Kvikmyndaskóla Ísland, um þættina. Stjörnubíó er nú kominn á Apple Podcasts og Spotify. Stjörnubíó Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Sjónvarpsþáttaröðin Little Fires Everywhere var frumsýnd í Bandaríkjunum á streymisveitunni Hulu í mars síðastliðnum, en þar sem Hulu næst ekki á Íslandi var ekkert víst að hún næði okkar ströndum, þar sem það er eilítið happa glappa hvaða Hulu-þætti íslensku stöðvarnar taka til sýningar. Þáttaröðin birtist hins vegar óvænt á Amazon Prime (sem hefur almennt ekki lagt það í vana sinn að sýna Hulu-þáttaraðir), því geta Íslendingar séð hana eftir löglegum leiðum. Little Fires Everywhere byggir á samnefndri metsölubók Celeste Ng, frá árinu 2017, og gerist í fyrirmyndarúthverfinu Shaker Heights í Ohio. Hún fjallar um það þegar Elena Richardson (Reese Witherspoon), hvít yfirstéttarkona, ákveður að leigja Miu Warren (Kerry Washington), fátækri svartri listakonu og dóttur hennar Pearl (Lexi Underwood), hús sem hún á í hinum enda bæjarins. Mæðgurnar smjúga svo hægt og rólega inn í líf yfirstéttarfjölskyldunnar og áður en yfir lýkur stendur hús þeirra, sem og öll þeirra tilvera, í ljósum logum (þetta er ekki spillir, heldur gerist þetta strax í fyrsta þætti). Meira viðeigandi en við frumsýningu #BLM Það hefur sjálfsagt ekki farið fram hjá neinum að mikil ólga og kynþáttaspenna er nú í Bandaríkjunum í kjölfar dauða George Floyds. Ekki það að mikið hafi þurft til, enda hafa atburðir á borð óeirðir síðustu vikna margoft átt sér stað í sögu þessarar ungu þjóðar. Þessir nýlegu atburðir gera Little Fires Everywhere enn meira viðeigandi en þegar þeir voru frumsýndir í Bandaríkjunum, því kynþáttaspennan er svo mikil þessa dagana að við finnum næstum brunalyktina af núningnum yfir hafið. Sjálfsagt er nafn skáldsögunnar metafóra fyrir ástandið í Bandaríkjunum á þeim tíma sem hún er skrifuð, að litlir eldar haturs, tortryggni og reiði, logi glatt um landið allt. Þeir eru nú orðnir að stóru báli. Sektarkennd hvíta mannsins Kerry Washington, Celeste Ng og Reese WItherspoon. Þegar ég var u.þ.b. hálfnaður með áhorfið fór ég að velta fyrir mér höfundi bókarinnar, af hvaða uppruna hún væri, hvort hún sé svört, eða hvít? Því út frá hvernig hún fjallar um eldfimt efni sögunnar er engin leið til að giska af hvaða uppruna hún er. Svo þetta nafn, Celeste Ng, það er ekki einu sinni sérhljóði í eftirnafninu. Helst datt mér í hug að það væri afrískt, því mér varð hugsað til nafns leikkonunnar Lupita Nyong'o, sem er ættuð frá Kenýa. Það kom mér því í opna skjöldu að Ng er hvorki Bandaríkjamaður af evrópskum né afrískum uppruna, heldur er hún asísk. Foreldrar hennar fluttu til Bandaríkjanna frá Hong Kong á sjöunda áratugi síðustu aldar og tíu ára gömul flutti hún í þessa úthverfaútópíu, Shaker Heights, þar sem þátturinn gerist. Þegar öllu er á botninn hvolft þarf ekki að koma á óvart að manneskja sem skrifar um kynþáttaspennu milli svartra og hvítra, af því hlutleysi og yfirvegun sem raun ber vitni, sé hvorki hvít né svört. Hún er í fullkominni stöðu til að fylgjast með þessum átökum og spennu. Það mætti því segja að einskonar staðgengill höfundar í sögunni sé hin kínverska Bebe Chow (Lu Huang), sem lendir á milli Miu og Elenu. Úrvinnslan á aðalpersónunum tveimur er óvægin, gallar þeirra eru augljósir og engin tilraun gerð til að fá áhorfandann til að líka vel við þær. Hér er verið að vinna með fordóma, í fleiri en einni birtingarmynd. Þó svo að kynþáttafordómar, og óttinn við þá, sé allt umlykjandi, þá er unnið skýrt með hina raunverulegu merkingu orðsins. Það að dæma fólk fyrir fram, út frá litlum upplýsingum. Stór hluti sögunnar sprettur upp úr væntingum og órum persónanna um hverja aðra, og afleiðingar þess. Hér er verið að fjalla um samfélag þar sem allir eru á varðbergi, hvort sem það er gagnvart illum hug náungans, sem og gagnvart því að vera ekki dæmdur stimplaður rasisti. Í Shaker Heights er gengið á eggjaskurn og yfirborðsmennskan algjör, allt bælt niður, vandamál husnuð og bæld niður, þar til þrýstingurinn er orðinn svo mikill að sprenging er óumflýjanleg. Witherspoon sannarlega fundið sér týpu Reese Witherspoon í hlutverki sínu í Big Little Lies, þar sem hún leikur einnig úthverfadrottningu. Það má með sanni segja að Reese Witherspoon hafi fundið fjölina sína í hlutverkum efnaðra yfirborðslegra úthverfakvenna, sem eru svo með allt niður um sig þegar á hólminn er komið. Persóna hennar hér fellur svo sannarlega í þann flokki, og Reese því essinu sínu. Kerry Washington er þekktust fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Scandal, sem ég verð að játa að ég hef ekki séð. Hér leikur hún aðkomukonuna Miu Warren og skapar persónu sem maður ætti að skiptast á að hafa samúð með eða hata. Ég hefði þó kosið að túlkun hennar hefði á stundum verið eilítið mýkri. Kannski buðu skrifin ekki upp á það, en á einhverjum stað í sköpunarferlinu hefði mátt gera hana aðeins meira aðlaðandi. Sennilega er hlutverk Reese skrifað á sama máta og hlutverk Kerry, en einhvern veginn nær Resse til áhorfandans á máta sem Kerry tekst ekki. Ég giska á að þetta hafi með það að gera sem Frakkar kalla je ne sais quoi; þetta eitthvað, sem ekki er alveg hægt að setja fingur á. Eða eins og Hera Björk söng í Eurovision árið 2010: Je ne sais quoi, I know you have a special something. Je ne sais quoi, oh, something I just can't explain. And when I see your face I wanna follow my emotions. Reese er með þetta je ne sais quoi algjörlega í höndum sér og útkoman eftir því. Kannski hefur Kerry þetta je ne sais quoi, en hún nær a.m.k. ekki að láta það skína í gegn hér, hverju sem um er að kenna. Börnin hjálpa Joshua Jackson sem Pacey í Dawson´s Creek. Börn kvennanna eru í stórum hlutverkum hér og bæta fyrir þann kulda sem mæður þeirra sýna. Með því að gefa áhorfendum hlé frá vandamálum hinna fullorðnu skapast ákveðið jafnvægi í sögunni og ná persónur barnanna allar að skapa samhygð. Sennilega er munurinn á þeim og mæðrunum hve valdalaus þau eru, en ein besta leiðin til að skapa samhygð með persónum er að láta þær vera fórnarlömb óréttlætis. Þátturinn breytist hins vegar ávallt í einhverskonar Dawson´s Creek þegar unglingavandamálin taka yfir. Persónulega þótti mér það ángæjulegt, enda horfði ég ávallt á Joshua Jackson leika Pacey Whitter á fimmtudagskvöldum á Stöð 2. Talandi um Joshua Jackson þá leikur hann hér eiginmann Reese Witherspoon. Þegar hann birtist fyrst á skjánum var ég tímabundið gjörsamlega slitinn úr öllu sambandi við raunveruleika þáttarins: „Joshua Jackson á ekki að vera fullorðinn. Hvað er hann að gera þarna?“ Nærvera hans í hlutverki manns með ábyrgð, háskólamenntun, vinnu og börn vandist þó furðu vel og áður en yfir leið var ég búinn að gleyma viðnámi mínu gagnvart viðurvist hans. Áhugaverð rannsókn Systurnar Lexie og Izzy. Little Fires Everywhere er áhugaverð rannsókn á eðli fordóma og forréttinda. Það gæti verið erfitt fyrir Íslendinga að tengja við þetta jafn sterkt og Bandaríkjamenn, þar sem við erum ekki þjóð með þessa sögu kynþáttaátaka og þrælahalds. Það má hins vegar virða Little Fires Everwhere fyrir sér sem metafóru um fordóma í stærra samhengi, því við Íslendingar erum sannarlega ekki laus við fordóma. Þá er ég ekki tala um rasisma (þó svo við vitum að hann þrífist sannarlega hér á landi), heldur hvernig við dæmum fólk. Við skellum einskonar virði á náungann út frá litlum upplýsingum. Við dæmum hann út frá því hverslags fötum hann klæðist, hvernig vaxtarlag hans er, menntun hans, hvar hann býr, hversu myndarlegur hann er, o.s.frv. o.s.frv. Því slíkar for-dæmingar, eru einmitt það sem orðið for-dómar þýðir. Reyndar er mjög áhugaverð vangavelta tengd þessu og hvernig bandarískt samfélag hefur breyst, í sögulínunni um hvernig elsta dóttirin Lexie kemst inn í Harvard. Hún stelur reynslusögu frá hinni hörundsdökku Pearl, varðandi hvernig henni var mismunað, notar hana í inngönguritgerð, og er þar með komin með sterkan gjaldmiðil til inngöngu. Það að vera utanveltu er skyndilega orðið gjaldmiðill á mun hærri gengi en að vera sæt hvít stelpa af yfirstétt. Þannig er innganga í Harvard nú orðinn háð því hver hefur lent í mestum raunum, frekar en forréttindum þeirra, líkt og hefur verið í gegnum tíðina. Höfundurinn tekur ekki siðferðislega afstöðu til þessa atburðar, né annarra. Hún leggur fram atvik og kringumstæður sem eru hlaðnar spennu, þar sem má segja að báðir aðilar hafi rétt fyrir sér, en hafi á sama tíma einnig rangt fyrir sér. Þetta er eitt af grunngildum góðra dramatískra skrifa, og á höfundurinn Ng hrós skilið fyrir að skapa persónur með svo mörgum lögum, í kringumstæðum svo hlöðnum spennu. Niðurstaða: Fjórar stjörnur Með Little Fires Everywhere hefur tekist að skapa dramaseríu sem heldur áhorfandanum við efnið, á meðan hann er settur í þá stöðu að þurfa að taka afstöðu til atvika og persóna, sem allar eru á einhverskonar siðferðislegri grensu. Hér að neðan er hægt að hlýða á Heiðar Sumarliðason ræða við Hrafnkel Stefánsson, frá Kvikmyndaskóla Ísland, um þættina. Stjörnubíó er nú kominn á Apple Podcasts og Spotify.
Stjörnubíó Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira