Hlegið að nasistum Heiðar Sumarliðason skrifar 8. janúar 2020 12:00 Kvikmyndin Jojo Rabbit fjallar um ævintýri ungs drengs sem þráir ekkert heitar en að verða góður og gildur nasisti. En svo því sé haldið til haga þá gerist hún jú í Þýskalandi síðari heimsstyrjaldarinnar. Líf hans kemst hinsvegar í uppnám þegar hann uppgötvar að móðir hans er að fela unglingsstúlku af gyðingaættum. Það fer ekki vel í hann, ekki frekar en ímyndaða vin hans, Adolf Hitler. Ólíkt svo gott sem öllum kvikmyndum sem gerast á þessu tímabili mannkynssögunnar er Jojo Rabbit kómedía en ekki drama. Höfundur handrits og leikstjóri er hinn ný-sjálenski Taika Waititi en hann er einmitt þekktastur fyrir gamanmyndir sínar What We Do in the Shadows og Hunt for the Wilderpeople, þó hans stærsta verkefni hafi verið að leikstýra Marvel-myndinni Thor: Ragnarok. Jojo Rabbit byggir Waititi á skáldsögunni Caging Skies eftir landa sinn Christine Leunens en bók hennar er alls ekki kómedía, sem kann að koma fólki á óvart, sérstaklega þeim sem hafa þegar séð Jojo Rabbit. Það er reyndar eilítið spaugilegt að skoða lesendadóma um bókina á Amazon.com frá mjög vonsviknum aðdáendum kvikmyndarinnar, sem eru heldur sparir á stjörnurnar en örlátir á fúkyrðin þegar kemur að upplifun þeirra á Caging Skies. Amazon notendur eru ekki aðdáendur bókarinnar sem Jojo Rabbit byggir á. Leikstjórinn tekur aðeins kjarna bókarinnar og gerir söguna að sinni, umbreytir henni algjörlega í sitt eigið. Útkoman er hreinræktuð ærslakómedía. Ég man reyndar ekki hvenær ég hló svona mikið í bíó síðast. Það er orðið alltof sjaldgæft að gamanmyndir sem eru í raun fyndnar rati í kvikmyndahús. Oftast fáum við fölleitar og veiklulegar tilraunir frá Hollywood-blókum, sem er búið að markaðsprófa og gelda áður en þær koma fyrir sjónar almennings. Það er alltof fáheyrt að frumlegar raddir á borð við Waititi fái að leika lausum hala, það ætti að gerast oftar, því einmitt þá gerast töfrarnir. Því miður eru flestar Hollywood-gamanmyndir kokkaðar upp í tilraunastofu og minna mann mest á umleitanir til að láta pandabirni makast í dýragarði. Það er kraftaverk ef það tekst. Ef maður veltir því fyrir sér, þá er hið sanna kraftaverk að mynd á borð við þessa hafi yfirhöfuð orðið til innan Hollywood-kerfisins. Það er þó klárt mál að hefði Waititi ekki verið búinn að gera vinsæla Marvel-mynd væri Jojo Rabbit enn bara hugmynd á blaði. Jojo Rabbit hryggir mig því jafn mikið og hún gleður mig. Það gleður mig að hún hafi ratað á hvíta tjaldið en minnir mig á hve sjaldgæft það er að slík mynd komi fyrir sjónir almennings. Taiki á tökustað Thor: Ragnarok. Það er ekki þar með sagt að Jojo Rabbit sé fullkomin kvikmynd, enda ræðst Waititi ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Það er mjög vandasamt að blanda saman svo alvarlegu málefni við þann gálgahúmor sem hér er á boðstólnum. Vandi myndarinnar felst einmitt í þessu jafnvægi, það er verið að þvinga saman algjörar andstæður, sem krefst ótrúlegrar næmni og innsæis. Það er líklegast fáránlegt að krefjast þess að frábær grínisti eins og Waititi sé jafnfær á báðum vígstöðvum. Þegar svo gott sem allir á tjaldinu er bjánalegir og heimurinn fáránlegur þá liggur það í hlutarins eðli að erfitt verður að samræma það hinum yfirvofandi hörmungum stríðsins. Það er aðeins þetta ójafnvægi í tóni myndarinnar sem dregur hana örlítið niður. Önnur kvikmynd sem beitti meðulum komedíunnar á síðari heimsstyrjöldina er La vita è bella eftir Ítalann Roberto Benigni, sem var verðlaunuð með Óskarnum sem besta erlenda myndin árið 1999. Það sem greinir hana frá Jojo Rabbit er að persóna Benigni var trúður á meðan allt í kringum hann var mun raunsærra. Við áttum ekki að hlæja að Nasistunum í ítölsku Óskarsverðlaunamyndinni, heldur óttast þá. Nasistarnir hans Waititi eru fábjánar, ekkert flóknara en það, því vandast málið þegar hann reynir að gera annað en að kitla hláturtaugarnar og reynir að spila á tilfinningastrengina. Persónlega kippti ég mér ekki upp við það, ég gat alveg leitt hjá mér að hún gengi ekki fullkomlega upp. Nasistarnir í Jojo Rabbit eru upp til hópa fjábjánar. Eitthvað er myndin þó að fara í taugarnar á ansi mörgum erlendum gagnrýnendum, þar sem meðeinkunn myndarinnar á Metacritic.com, sem safnar saman dómum frá helstu fjölmiðlum, er aðeins 5,7. Áhorfendur eru hinsvegar mun hrifnari og er meðaleinkunn hennar hjá Imdb.com 8,0. Svo mikill munur á einkunn gagnrýnenda og áhorfenda sést ekki oft nú til dags, því er þetta mjög áhugavert og í raun rannsóknarefni. Það fyrsta sem mér datt í hug var að myndin hefði stuðað hluta gagnrýnenda en það virðist ekki algilt. Að sjálfsögðu er hægt að finna fjölmiðlarýni um hana þar sem skríbentinn er hreinlega móðgaður yfir myndinni en af þeim gagnrýnendum sem gefa henni hvað lökustu dómana kvarta margir yfir að hún sé of sótthreinsuð. Það má vel færa rök fyrir því að Waititi gangi ekki nægilega langt en svona er listin, krakkar. Það er ekki hægt að gera öllum til geðs. Þetta er sá listamaður sem hann er og sagan sögð með þeirri höfundarrödd sem hann hefur þróað í gegnum árin. Þetta er Waititi-mynd með stóru W, hún er sönn því sem hann stendur fyrir sem listamaður og mér finnst algjör óþarfi að verið sé að henda á hana einni eða tveimur stjörnum af fimm af því hún lifði ekki upp í eitthvað sem gagnrýnandinn var sjálfur búinn að ákveða. Jojo Rabbit er það sem hún er. Hún er hvorki fullkomin né slæm, heldur stundargaman og þegar kemur að kómedíum bið ég ekki um mikið meira. Hægt er að hlusta á umfjöllun Stjörnubíós á X977 um myndina hér að neðan. Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Kvikmyndin Jojo Rabbit fjallar um ævintýri ungs drengs sem þráir ekkert heitar en að verða góður og gildur nasisti. En svo því sé haldið til haga þá gerist hún jú í Þýskalandi síðari heimsstyrjaldarinnar. Líf hans kemst hinsvegar í uppnám þegar hann uppgötvar að móðir hans er að fela unglingsstúlku af gyðingaættum. Það fer ekki vel í hann, ekki frekar en ímyndaða vin hans, Adolf Hitler. Ólíkt svo gott sem öllum kvikmyndum sem gerast á þessu tímabili mannkynssögunnar er Jojo Rabbit kómedía en ekki drama. Höfundur handrits og leikstjóri er hinn ný-sjálenski Taika Waititi en hann er einmitt þekktastur fyrir gamanmyndir sínar What We Do in the Shadows og Hunt for the Wilderpeople, þó hans stærsta verkefni hafi verið að leikstýra Marvel-myndinni Thor: Ragnarok. Jojo Rabbit byggir Waititi á skáldsögunni Caging Skies eftir landa sinn Christine Leunens en bók hennar er alls ekki kómedía, sem kann að koma fólki á óvart, sérstaklega þeim sem hafa þegar séð Jojo Rabbit. Það er reyndar eilítið spaugilegt að skoða lesendadóma um bókina á Amazon.com frá mjög vonsviknum aðdáendum kvikmyndarinnar, sem eru heldur sparir á stjörnurnar en örlátir á fúkyrðin þegar kemur að upplifun þeirra á Caging Skies. Amazon notendur eru ekki aðdáendur bókarinnar sem Jojo Rabbit byggir á. Leikstjórinn tekur aðeins kjarna bókarinnar og gerir söguna að sinni, umbreytir henni algjörlega í sitt eigið. Útkoman er hreinræktuð ærslakómedía. Ég man reyndar ekki hvenær ég hló svona mikið í bíó síðast. Það er orðið alltof sjaldgæft að gamanmyndir sem eru í raun fyndnar rati í kvikmyndahús. Oftast fáum við fölleitar og veiklulegar tilraunir frá Hollywood-blókum, sem er búið að markaðsprófa og gelda áður en þær koma fyrir sjónar almennings. Það er alltof fáheyrt að frumlegar raddir á borð við Waititi fái að leika lausum hala, það ætti að gerast oftar, því einmitt þá gerast töfrarnir. Því miður eru flestar Hollywood-gamanmyndir kokkaðar upp í tilraunastofu og minna mann mest á umleitanir til að láta pandabirni makast í dýragarði. Það er kraftaverk ef það tekst. Ef maður veltir því fyrir sér, þá er hið sanna kraftaverk að mynd á borð við þessa hafi yfirhöfuð orðið til innan Hollywood-kerfisins. Það er þó klárt mál að hefði Waititi ekki verið búinn að gera vinsæla Marvel-mynd væri Jojo Rabbit enn bara hugmynd á blaði. Jojo Rabbit hryggir mig því jafn mikið og hún gleður mig. Það gleður mig að hún hafi ratað á hvíta tjaldið en minnir mig á hve sjaldgæft það er að slík mynd komi fyrir sjónir almennings. Taiki á tökustað Thor: Ragnarok. Það er ekki þar með sagt að Jojo Rabbit sé fullkomin kvikmynd, enda ræðst Waititi ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Það er mjög vandasamt að blanda saman svo alvarlegu málefni við þann gálgahúmor sem hér er á boðstólnum. Vandi myndarinnar felst einmitt í þessu jafnvægi, það er verið að þvinga saman algjörar andstæður, sem krefst ótrúlegrar næmni og innsæis. Það er líklegast fáránlegt að krefjast þess að frábær grínisti eins og Waititi sé jafnfær á báðum vígstöðvum. Þegar svo gott sem allir á tjaldinu er bjánalegir og heimurinn fáránlegur þá liggur það í hlutarins eðli að erfitt verður að samræma það hinum yfirvofandi hörmungum stríðsins. Það er aðeins þetta ójafnvægi í tóni myndarinnar sem dregur hana örlítið niður. Önnur kvikmynd sem beitti meðulum komedíunnar á síðari heimsstyrjöldina er La vita è bella eftir Ítalann Roberto Benigni, sem var verðlaunuð með Óskarnum sem besta erlenda myndin árið 1999. Það sem greinir hana frá Jojo Rabbit er að persóna Benigni var trúður á meðan allt í kringum hann var mun raunsærra. Við áttum ekki að hlæja að Nasistunum í ítölsku Óskarsverðlaunamyndinni, heldur óttast þá. Nasistarnir hans Waititi eru fábjánar, ekkert flóknara en það, því vandast málið þegar hann reynir að gera annað en að kitla hláturtaugarnar og reynir að spila á tilfinningastrengina. Persónlega kippti ég mér ekki upp við það, ég gat alveg leitt hjá mér að hún gengi ekki fullkomlega upp. Nasistarnir í Jojo Rabbit eru upp til hópa fjábjánar. Eitthvað er myndin þó að fara í taugarnar á ansi mörgum erlendum gagnrýnendum, þar sem meðeinkunn myndarinnar á Metacritic.com, sem safnar saman dómum frá helstu fjölmiðlum, er aðeins 5,7. Áhorfendur eru hinsvegar mun hrifnari og er meðaleinkunn hennar hjá Imdb.com 8,0. Svo mikill munur á einkunn gagnrýnenda og áhorfenda sést ekki oft nú til dags, því er þetta mjög áhugavert og í raun rannsóknarefni. Það fyrsta sem mér datt í hug var að myndin hefði stuðað hluta gagnrýnenda en það virðist ekki algilt. Að sjálfsögðu er hægt að finna fjölmiðlarýni um hana þar sem skríbentinn er hreinlega móðgaður yfir myndinni en af þeim gagnrýnendum sem gefa henni hvað lökustu dómana kvarta margir yfir að hún sé of sótthreinsuð. Það má vel færa rök fyrir því að Waititi gangi ekki nægilega langt en svona er listin, krakkar. Það er ekki hægt að gera öllum til geðs. Þetta er sá listamaður sem hann er og sagan sögð með þeirri höfundarrödd sem hann hefur þróað í gegnum árin. Þetta er Waititi-mynd með stóru W, hún er sönn því sem hann stendur fyrir sem listamaður og mér finnst algjör óþarfi að verið sé að henda á hana einni eða tveimur stjörnum af fimm af því hún lifði ekki upp í eitthvað sem gagnrýnandinn var sjálfur búinn að ákveða. Jojo Rabbit er það sem hún er. Hún er hvorki fullkomin né slæm, heldur stundargaman og þegar kemur að kómedíum bið ég ekki um mikið meira. Hægt er að hlusta á umfjöllun Stjörnubíós á X977 um myndina hér að neðan.
Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira