
Uppsagnir 68 flugmanna Icelandair taka gildi um áramótin
Uppsagnir tæplega sjötíu flugmanna hjá Icelandair taka gildi um áramótin og verða þær ekki dregnar til baka. Aðeins 71 flugmaður verður á launaskrá Icelandair frá og með 1. janúar næstkomandi. Þetta kemur fram í frétt túristi.is.