Einbeita sér að áfangastöðum þar sem eftirspurn er sterk Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. september 2021 08:55 Icelandair áætlar 160 ferðir í viku frá Íslandi í vetur. Vísir/Vilhelm Icelandair mun fljúga til 25 áfangastaða í vetraráætlun flugfélagsins sem nær frá 1. október til 31. mars. Félagið gerir hlé á flugi áfangastaða á borð við Helsinki og Glasgow þar sem eftirspurn hefur ekki náð sér á strik. Með þessu hyggst félagið einbeita sér að því að fljúga til áfangastaða þar sem eftirspurn er sterk, að því er fram kemur í fréttatilkynningu Icelandair um vetraráætlunina. Eftirspurn eftir flugi aðeins minni en reiknað var með Alls flýgur Icelandair til 23 áfangastaða frá Keflavíkuflugvelli, fimmtán í Evrópu og átta í Norður-Ameríku. Við þetta bætast tveir áfangastaðir í Grænlandi en flogið er frá Reykjavíkurflugvelli þangað. Alls er stefnt á um 160 ferðir í viku frá Íslandi í vetur. „Staða heimsfaraldursins gerir það að verkum að eftirspurn eftir flugi er lítið eitt minni en gert var ráð fyrir þegar uppgjör annars ársfjórðungs Icelandair Group var kynnt. Þá gerði félagið ráð fyrir að flugframboð í vetraráætlun 2021-2022 gæti náð um það bil 70-80% af framboði sama tímabils árið 2019, síðasta heila rekstrarárs fyrir heimsfaraldur,“ að því er segir í fréttatilkynningunni. Nú reiknar félagið með að framboðið frá október til desember verði 65 prósent af framboði sömu mánaða árið 2019 og í janúar til mars á næsta ári verði hlutfallið 75 prósent. Framboðið í ágúst var fimmtíu prósent af framboðinu í ágúst 2019. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Vísir/Egill „Með þessum breytingum vill Icelandair einbeita sér að því að halda uppi öflugri áætlun á áfangastaði með sterka eftirspurn. Vetrarhlé verður gert á flugi til áfangastaða þar sem eftirspurnin hefur ekki náð sér jafn vel á strik, til að mynda Helsinki, Glasgow, London Gatwick, Minneapolis og Portland. Haft verður samband við þá farþega sem eiga bókað flug á þessa staði og þeim boðnar aðrar leiðir til að komast á áfangastað.“ Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, að félagið muni nýta sér sveigjanleika félagsins til þess að aðlaga vetraráætlunina að þörfum hverju sinni. „Við höfum verið í stöðugri uppbyggingu og aukið flugið jafnt og þétt undanfarnar vikur og höldum ótrauð áfram á þeirri vegferð, þó við þurfum nú að draga örlítið úr í takt við breytingar á eftirspurn,„ er haft eftir Boga Nils í tilkynningunni. Fréttir af flugi Icelandair Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Icelandair hættir flugi til Vestmannaeyja Icelandair hættir flugi til Vestmannaeyja nú í lok ágústmánaðar og lýkur sumaráætlun mánuði fyrr en ráðgert var. Þetta er vegna dræmrar eftirspurnar og er óvíst hvort félagið taki upp þráðinn að nýju næsta sumar. 29. ágúst 2021 06:45 Icelandair eykur flug og bætir við áfangastað Icelandair hefur ákveðið að bæta við flugi til þriggja áfangastaða í vetur. Fleiri ferðir verða farnar til Orlando í Flórída og Tenerife á Kanaríeyjum. Þá bætist við nýr áfangastaður, skíðaborgin Salzburg í Austurríki. 18. ágúst 2021 18:06 Yfir 200 þúsund flugu með Icelandair í júlí Farþegum Icelandair fjölgaði verulega í júlí í millilanda- og innanlandsflugi, bæði frá júnímánuði og miðað við sama tíma í fyrra. Þá hefur farþegum í tengiflugi yfir hafið fjölgað töluvert og hafa þeir ekki verið fleiri frá því áður en faraldurinn hófst. 6. ágúst 2021 09:52 Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Með þessu hyggst félagið einbeita sér að því að fljúga til áfangastaða þar sem eftirspurn er sterk, að því er fram kemur í fréttatilkynningu Icelandair um vetraráætlunina. Eftirspurn eftir flugi aðeins minni en reiknað var með Alls flýgur Icelandair til 23 áfangastaða frá Keflavíkuflugvelli, fimmtán í Evrópu og átta í Norður-Ameríku. Við þetta bætast tveir áfangastaðir í Grænlandi en flogið er frá Reykjavíkurflugvelli þangað. Alls er stefnt á um 160 ferðir í viku frá Íslandi í vetur. „Staða heimsfaraldursins gerir það að verkum að eftirspurn eftir flugi er lítið eitt minni en gert var ráð fyrir þegar uppgjör annars ársfjórðungs Icelandair Group var kynnt. Þá gerði félagið ráð fyrir að flugframboð í vetraráætlun 2021-2022 gæti náð um það bil 70-80% af framboði sama tímabils árið 2019, síðasta heila rekstrarárs fyrir heimsfaraldur,“ að því er segir í fréttatilkynningunni. Nú reiknar félagið með að framboðið frá október til desember verði 65 prósent af framboði sömu mánaða árið 2019 og í janúar til mars á næsta ári verði hlutfallið 75 prósent. Framboðið í ágúst var fimmtíu prósent af framboðinu í ágúst 2019. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Vísir/Egill „Með þessum breytingum vill Icelandair einbeita sér að því að halda uppi öflugri áætlun á áfangastaði með sterka eftirspurn. Vetrarhlé verður gert á flugi til áfangastaða þar sem eftirspurnin hefur ekki náð sér jafn vel á strik, til að mynda Helsinki, Glasgow, London Gatwick, Minneapolis og Portland. Haft verður samband við þá farþega sem eiga bókað flug á þessa staði og þeim boðnar aðrar leiðir til að komast á áfangastað.“ Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, að félagið muni nýta sér sveigjanleika félagsins til þess að aðlaga vetraráætlunina að þörfum hverju sinni. „Við höfum verið í stöðugri uppbyggingu og aukið flugið jafnt og þétt undanfarnar vikur og höldum ótrauð áfram á þeirri vegferð, þó við þurfum nú að draga örlítið úr í takt við breytingar á eftirspurn,„ er haft eftir Boga Nils í tilkynningunni.
Fréttir af flugi Icelandair Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Icelandair hættir flugi til Vestmannaeyja Icelandair hættir flugi til Vestmannaeyja nú í lok ágústmánaðar og lýkur sumaráætlun mánuði fyrr en ráðgert var. Þetta er vegna dræmrar eftirspurnar og er óvíst hvort félagið taki upp þráðinn að nýju næsta sumar. 29. ágúst 2021 06:45 Icelandair eykur flug og bætir við áfangastað Icelandair hefur ákveðið að bæta við flugi til þriggja áfangastaða í vetur. Fleiri ferðir verða farnar til Orlando í Flórída og Tenerife á Kanaríeyjum. Þá bætist við nýr áfangastaður, skíðaborgin Salzburg í Austurríki. 18. ágúst 2021 18:06 Yfir 200 þúsund flugu með Icelandair í júlí Farþegum Icelandair fjölgaði verulega í júlí í millilanda- og innanlandsflugi, bæði frá júnímánuði og miðað við sama tíma í fyrra. Þá hefur farþegum í tengiflugi yfir hafið fjölgað töluvert og hafa þeir ekki verið fleiri frá því áður en faraldurinn hófst. 6. ágúst 2021 09:52 Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Icelandair hættir flugi til Vestmannaeyja Icelandair hættir flugi til Vestmannaeyja nú í lok ágústmánaðar og lýkur sumaráætlun mánuði fyrr en ráðgert var. Þetta er vegna dræmrar eftirspurnar og er óvíst hvort félagið taki upp þráðinn að nýju næsta sumar. 29. ágúst 2021 06:45
Icelandair eykur flug og bætir við áfangastað Icelandair hefur ákveðið að bæta við flugi til þriggja áfangastaða í vetur. Fleiri ferðir verða farnar til Orlando í Flórída og Tenerife á Kanaríeyjum. Þá bætist við nýr áfangastaður, skíðaborgin Salzburg í Austurríki. 18. ágúst 2021 18:06
Yfir 200 þúsund flugu með Icelandair í júlí Farþegum Icelandair fjölgaði verulega í júlí í millilanda- og innanlandsflugi, bæði frá júnímánuði og miðað við sama tíma í fyrra. Þá hefur farþegum í tengiflugi yfir hafið fjölgað töluvert og hafa þeir ekki verið fleiri frá því áður en faraldurinn hófst. 6. ágúst 2021 09:52
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur