Óvissa ríkir um afkomu ferðaþjónustufyrirtækja í haust Aukið sætaframboð í flugi myndi breyta landslagi Íslenskrar ferðaþjónustu, en mikil óvissa ríkir um afkomu fyrirtækja í greininni í haust, að mati formanns Samtaka ferðaþjónustu. Innlent 10. júlí 2019 20:00
Glæsilegar flugvélar á Hellu á nokkurra daga flughátíð Flughátíðin „Allt sem flýgur“ stendur nú yfir á Hellu þar sem sjá má mikið af glæsilegum flugvélum af öllum stærðum og gerðum. Innlent 10. júlí 2019 19:45
Forsvarsmenn WAB air ekkert keypt af þrotabúi WOW air Það er allavega ekki verið að kaupa neinn grunn hjá okkur, segir Sveinn Andri Sveinsson, annar tveggja skiptastjóra í þrotabúi WOW air, um vinnu við stofnun nýs flugfélags WAB air. Viðskipti innlent 10. júlí 2019 14:58
Skúli ekki hluti af „We are back“ air Hópur fjárfesta ásamt tveimur fyrrverandi stjórnendum WOW air vinna að því, í samfloti við írskan fjárfestingarsjóð, sem tengist lággjaldaflugfélaginu Ryanair, að stofna nýtt Íslenskt flugfélag. Viðskipti innlent 10. júlí 2019 13:59
Icelandair breytir flugáætlun vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX Útlit er fyrir að kyrrsetning Boeing 737 MAX flugvéla muni vara lengur en reiknað hafði verið með og hefur Icelandair því uppfært flugáætlun sína til loka október næstkomandi. Viðskipti innlent 10. júlí 2019 10:58
Emirates kannar möguleikann á að fljúga til Íslands Fulltrúar Emirates, ríkisflugfélagsins í Dúbaí sem jafnframt er eitt stærsta flugfélag í heimi, hafa að undanförnu kannað möguleikann á því að fljúga til Íslands. Viðskipti innlent 10. júlí 2019 07:49
Vilja reisa nýtt félag á grunni WOW air Tveir fyrrverandi stjórnendur hjá WOW air vinna að því að stofna nýtt flugfélag á rústum hins gjaldþrota félags. Írskur fjárfestingarsjóður sem tengist Ryanair-fjölskyldunni tekur þátt í verkefninu. Óska eftir fjögurra milljarða króna láni frá íslenskum bönkum. Viðskipti innlent 10. júlí 2019 06:15
Boeing ekki lengur stærstir á markaðnum Flugvélaframleiðandinn Boeing sem hefur verið stærsti framleiðandinn á flugvélamarkaðnum síðastliðin átta ár hafa nú lútið í lægra haldi fyrir samkeppnisaðilanum Airbus sem hafa verið næst stærstir síðast liðin ár. Viðskipti erlent 9. júlí 2019 17:54
Tvær flugvélar rákust saman á Schiphol-flugvelli Einhverjar tafir hafa orðið á Schiphol-flugvelli vegna atviksins. Erlent 9. júlí 2019 12:51
Samdráttur hjá KúKú Campers sem rekja má til falls WOW air Viktor Ólason hjá KúKú Campers segir samdrátt hjá fyrirtækinu nema um 10-13 prósentum miðað við janúar til júlí í fyrra. Júní þessa árs var þó betri en sami mánuður í fyrra. Viðskipti innlent 9. júlí 2019 08:30
Farþegafjöldi Icelandair jókst um 15% milli ára Farþegar flugfélagsins Icelandair í júní mánuði voru 553 þúsund talsins og var sætanýting 88% í mánuðinum. Farþegafjöldi milli ára jókst því um 15% en framboð var aukið um 8%. Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair Group. Viðskipti innlent 8. júlí 2019 18:24
Niðurstöður í kröfur vegna Gaman Ferða væntanlegar með haustinu Enn eru nokkrar vikur þar til að búast má við niðurstöðum í innsendar kröfur vegna rekstrarstöðvunar ferðaskrifstofunnar Gaman Ferða. Viðskipti innlent 8. júlí 2019 17:31
Bombardier hættir smíði farþegavéla Kanadíska fyrirtækið Bombardier hefur ákveðið að hætta smíði farþegaflugvéla og selt frá sér framleiðslueiningarnar. Forstjóri Flugfélags Íslands, sem notar Bombardier-vélar í innanlandsfluginu, býst ekki við að þetta muni trufla þeirra rekstur. Innlent 8. júlí 2019 13:29
Metsekt vegna gagnaleka hjá British Airways Tölvuþrjótar stálu persónuupplýsingum um hálfrar milljónar farþega breska flugfélagsins. Viðskipti erlent 8. júlí 2019 08:36
Falla frá stórri pöntun á Boeing 737 Max vélum Sádí-arabíska lággjaldaflugfélagið Flyadeal, hefur tekið ákvörðun um að draga pöntun sína á þrjátíu Boeing 737 Max vélum til baka. Viðskipti erlent 7. júlí 2019 16:42
Flugfélagið KLM hvetur fólk til þess að fljúga minna KLM biður fólk um að íhuga hvort að það geti frekar tekið lest næst þegar færi gefst. Viðskipti erlent 6. júlí 2019 14:45
Undrast að sjá sovéska hertrukka og Antonov flugvél í Vík í Mýrdal Sovéskir hertrukkar og Antonov-flugvél vekja furðu meðal ferðamanna sem leið eiga um Vík í Mýrdal. Þessi gömlu kaldastríðstól hafa þó ekkert með ferðamennsku að gera. Innlent 5. júlí 2019 21:34
Farþegastyrkir WOW air skiluðu sér aldrei í ár: „Landvernd átti von á nokkrum milljónum“ Styrkir farþega WOW air skiluðu sér aldrei til umhverfisverndarsamtakanna Landverndar fyrir árið 2018 til 2019. Innlent 5. júlí 2019 15:00
Kardashian að kenna að Jón Þór er orðinn þyrluflugmaður Jón Þór Þorleifsson vill hvetja fólk eindregið til að elta drauma sína. Lífið 5. júlí 2019 11:15
Horfa þarf til Hvassahraunsmöguleika Taka þarf mið af mögulegri uppbyggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni í mati á umhverfisáhrifum stækkunar Keflavíkurflugvallar. Þetta kemur fram í ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsáætlun fyrir verkefnið sem birt var á vef stofnunarinnar í gær. Innlent 5. júlí 2019 06:45
Telur vafa leika á lögmæti sektarinnar Annar skiptastjóra WOW air segir óvíst um lögmæti hátt í fjögurra milljarða króna stjórnvaldssektar sem Umhverfisstofnun lagði á búið í dag. Viðskipti innlent 4. júlí 2019 17:06
Sektin á Wow air sögð sýna að viðskiptakerfið virki sem skyldi Umhverfisstofnun sektaði þrotabú Wow air um hátt í fjóra miljarða króna fyrir að gera ekki upp losunarheimildir fyrir síðasta ár. Viðskipti innlent 4. júlí 2019 16:13
Sektar WOW air um fjóra milljarða: „Sá borgar sem mengar“ Umhverfisstofnun hefur lagt stjórnvaldssekt á þrotabú flugfélagsins WOW Air að upphæð 3.798.631.250 króna vegna vanrækslu flugrekanda á að standa skil á losunarheimildum fyrir árið 2018. Viðskipti innlent 4. júlí 2019 14:07
„Mildari áhrif“ og minni fækkun ferðamanna en gert var ráð fyrir Ferðamálastjóri segir nýjar tölur yfir brottfarir erlendra farþega frá Keflavíkurflugvelli í júní sýna minni fækkun en gert hafði verið ráð fyrir í spám. Innlent 4. júlí 2019 13:45
Kona grunuð um stórfelldan innflutning á oxycontin fær ekki að fara úr landi Landsréttur hefur úrskurðað konu, sem handtekin var á Keflavíkurflugvelli í apríl síðastliðnum með um 7000 oxycontin-töflur í fórum sínum, í farbann til 26. júlí næstkomandi, eða þar til dómur gengur í máli hennar. Innlent 4. júlí 2019 13:43
Vigdís hafði lög að mæla um Íslandspóst og Isavia Hinn umdeildi borgarfulltrúi segir engan spámann í sínu föðurlandi. Innlent 4. júlí 2019 13:06
Landsréttur úrskurðar öðru sinni vegna kyrrsettu vélarinnar Landsréttur úrskurðaði í málinu í dag. Viðskipti innlent 3. júlí 2019 18:31
Bjóða 64 flugmönnum Icelandair hálft starf í stað uppsagnar Icelandair mun ekki segja upp flugmönnum fyrir veturinn heldur bjóða á sjöunda tug flugmanna að minnka starfshlutfall sitt í 50 prósent yfir vetrartímann. Viðskipti innlent 3. júlí 2019 12:10
Stefna Isavia og vilja lægri greiðslur Kynnisferðir vilja að greiðslur þeirra til Isavia verði lækkaðar vegna ákvörðunar ríkisfyrirtækisins um að stöðva tímabundið gjaldtöku á fjarstæðum við Keflavíkurflugvöll. Hafi leitt til mismununar og röskunar á samkeppni. Viðskipti innlent 3. júlí 2019 07:00
Könnunin staðfesti stöðug viðhorf um staðsetningu flugvallarins "Stuðningur við að hafa flugvöllinn í Vatnsmýri hefur verið langvarandi og stöðugur,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og annar tveggja formanna Hjartans í Vatnsmýrinni. Innlent 2. júlí 2019 08:15