Flytja að meðaltali aðeins sautján farþega í hverju innanlandsflugi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. maí 2020 23:30 Staða helstu flugfélaga í Bandaríkjunum er þröng EPA/ Erik S. Lesser Farþegafjöldi í hverju innanlandsflugi bandarískra flugfélaga er að meðaltali aðeins sautján farþegar, 29 ef horft er til alþjóðaflugs sömu flugfélaga. Þetta er á meðal þess sem framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka flugfélaga í Bandaríkjunum mun segja þingmönnum á bandaríska þinginu á morgun. Flugfélögin brenna í gegnum tíu milljarða dollara á mánuði, um 1,500 milljarða króna. New York Times greinir frá en í frétt blaðsins segir að flugumferð í Bandaríkjunum hafi dregist saman um 95 prósent vegna kórónuveirufaraldursins. Um hundrað þúsund starfsmenn bandarískra flugfélaga hafa annað hvort misst vinnuna eða eru komnir í lækkað starfshlutfall. „Flugiðnaðurinn mun gera það sem hann getur til að draga úr og taka á þeuum fjölmörgu áskorunum sem hann stendur fyrir. Það liggur þó alveg ljóst fyrir að bandaríski flugiðnaðurinn mun koma út úr þessari krísu sem skugginn af sjálfu sér sé miðað hvernig staðan var fyrir þremur mánuðum,“ er meðal þess sem Nicholas Calio, framkvæmdastjóri Airlines for America mun segja þingmönnum í viðskiptanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings á morgun. Flugfélög eru á meðal þeirra fyrirtækja sem verst hafa orðið úti vegna kórónuveirufaraldursins og er þar nærtækast að horfa til Icelandair. Félagið gaf það út í gær að kostnaður flugfélagsins vegna kórónuveirufaraldursins væri 23 milljarðar króna á fyrsta ársfjórðungi þess árs. Í gær tilkynnti félagið að það hefði tapað 30 milljörðum á fyrsta ársfjórðungnum. Flugvefurinn Simple Flying greinir frá því að forstjóri bandaríska flugfélagsins United Airlines hafi sent bréf til flugmanna félagsins um hvernig það hygðist draga saman seglin. Staðan væri meðal annars það að í fjórðungi ferða fyrirtækisins væru færri en tíu farþegar. Til að mynda væru fleiri flugmenn í vinnu hjá félaginu en heildarfjöldi farþega dags daglega. Bandaríkin Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Fleiri fréttir Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Sjá meira
Farþegafjöldi í hverju innanlandsflugi bandarískra flugfélaga er að meðaltali aðeins sautján farþegar, 29 ef horft er til alþjóðaflugs sömu flugfélaga. Þetta er á meðal þess sem framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka flugfélaga í Bandaríkjunum mun segja þingmönnum á bandaríska þinginu á morgun. Flugfélögin brenna í gegnum tíu milljarða dollara á mánuði, um 1,500 milljarða króna. New York Times greinir frá en í frétt blaðsins segir að flugumferð í Bandaríkjunum hafi dregist saman um 95 prósent vegna kórónuveirufaraldursins. Um hundrað þúsund starfsmenn bandarískra flugfélaga hafa annað hvort misst vinnuna eða eru komnir í lækkað starfshlutfall. „Flugiðnaðurinn mun gera það sem hann getur til að draga úr og taka á þeuum fjölmörgu áskorunum sem hann stendur fyrir. Það liggur þó alveg ljóst fyrir að bandaríski flugiðnaðurinn mun koma út úr þessari krísu sem skugginn af sjálfu sér sé miðað hvernig staðan var fyrir þremur mánuðum,“ er meðal þess sem Nicholas Calio, framkvæmdastjóri Airlines for America mun segja þingmönnum í viðskiptanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings á morgun. Flugfélög eru á meðal þeirra fyrirtækja sem verst hafa orðið úti vegna kórónuveirufaraldursins og er þar nærtækast að horfa til Icelandair. Félagið gaf það út í gær að kostnaður flugfélagsins vegna kórónuveirufaraldursins væri 23 milljarðar króna á fyrsta ársfjórðungi þess árs. Í gær tilkynnti félagið að það hefði tapað 30 milljörðum á fyrsta ársfjórðungnum. Flugvefurinn Simple Flying greinir frá því að forstjóri bandaríska flugfélagsins United Airlines hafi sent bréf til flugmanna félagsins um hvernig það hygðist draga saman seglin. Staðan væri meðal annars það að í fjórðungi ferða fyrirtækisins væru færri en tíu farþegar. Til að mynda væru fleiri flugmenn í vinnu hjá félaginu en heildarfjöldi farþega dags daglega.
Bandaríkin Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Fleiri fréttir Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Sjá meira