Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Jorge Costa látinn

Jorge Costa, fyrrum fyrirliði og yfirmaður knattspyrnumála hjá Porto, er látinn aðeins 53 ára að aldri. Costa lést eftir hjartaáfall.

Fótbolti
Fréttamynd

Gervigreindin fór illa með mót­herja Víkinga

Danskir fjölmiðlar segja frá vandræðalegum liðsfundi fyrir nýja leikmenn Bröndby í fótboltanum en danska félagið er þessa dagana að undirbúa sig fyrir leiki á móti Víkingum í Sambandsdeildinni seinna í þessari viku.

Fótbolti
Fréttamynd

„Margir sem voru til­búnir að koma honum fyrir kattar­nef fyrir mig“

„Ég er svo sem bara búinn að vera bíða eftir þessu. Þetta eru ekki sjokkerandi fréttir. Hann er náttúrulega búinn að vera funheitur. Ég á alveg von á því að þetta verði slegið, hann á það fyllilega skilið,“ segir Tryggvi Guðmundsson um markametið í efstu deild í fótbolta. Patrick Pedersen getur eignað sér metið er Valur sækir ÍA heim í Bestu deild karla í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Frank Mill er látinn

Þýski fótboltaheimurinn syrgir nú einn af leikmönnum sem færðu Þjóðverjum heimsmeistaratitilinn fyrir 35 árum síðan.

Fótbolti
Fréttamynd

Hinn óendan­legi leik­manna­hópur Chelsea

Það virðist ekkert getað stöðvað enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea í að kaupa alla leikmenn Evrópu sem eru 23 ára eða yngri. Að öllu gríni slepptu hefur Chelsea verið virkilega duglegt á leikmannamarkaðinum og er til alls líklegt í vetur.

Enski boltinn
Fréttamynd

„Þeir standa fyrir eitt­hvað annað“

Íslendingalið Malmö tekur á þriðjudag á móti FC Kaupmannahöfn í forkeppni Meistaradeild Evrópu. Það andar köldu á milli nágrannaliðanna og hefur reynsluboltinn Pontus Jansson hellt olíu á eldinn.

Fótbolti
Fréttamynd

„Skemmti­legra þegar vel gengur“

Agla María Albertsdóttir skoraði eitt mark og lagði upp tvö þegar Íslandsmeistarar Breiðabliks fóru létt með Val að Hlíðarenda í uppgjöru tveggja af bestu liðum síðari ára í Bestu deild kvenna í fótbolta. 

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Á­horf­endum vísað út af Anfield

Viðvörunarbjöllur fóru af einhverjum ástæðum í gang á Anfield, heimavelli Liverpool, fyrir æfingaleiki liðsins gegn Athletic Bilbao. Leikvangurinn var rýmdur en óvíst er hvers vegna. 

Enski boltinn
Fréttamynd

Orri Steinn fær portúgalska sam­keppni

Real Sociedad er að ganga frá kaupum á portúgalska framherjanum Goncalo Guedes frá enska úrvalsdeildarliðinu Wolves. Íslenski landsliðsfyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson fær því enn frekari samkeppni um framherjastöðuna hjá spænska félaginu.

Fótbolti
Fréttamynd

Breiða­blik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst

Dregið var í umspil Evrópu- og Sambandsdeildarinnar í höfuðstöðvum UEFA í dag. Breiðablik fer til Sviss eða Hollands ef liðið vinnur næsta einvígi en Moldóvu eða San Marínó ef tap verður niðurstaðan. Víkingur fer til Frakklands ef liðið vinnur sitt einvígi en dettur úr leik ef tap verður niðurstaðan.

Fótbolti