„Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, kallar eftir því að leikmenn sínir sýnir meiri hjarta, baráttu og ákefð í varnarleik sínum. Hallgrímur sagði allt þetta hafa vantað þegar lið hans laut í lægra haldi fyrir ÍA í fimmtu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Elkem-vellinum á Akranesi í kvöld. Fótbolti 4. maí 2025 21:01
„Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Jón Þór Hauksson, þjálfari Skagamanna, var sáttur við spilamennsku sinna manna þegar liðið vann góðan 3-0 sigur á móti KA í fimmtu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Elkem-vellinum uppi á Skipaskaga í kvöld. Fótbolti 4. maí 2025 20:56
Lille bjargaði mikilvægu stigi Hákon Arnar Haraldsson var nýfarinn af velli þegar Lille skoraði jöfnunarmarkið í 1-1 jafntefli gegn Marseille. Stigið var mikilvægt fyrir Lille sem er í harðri Meistaradeildarbaráttu. Fótbolti 4. maí 2025 20:54
Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, bað að heilsa Ástu Eir Árnadóttur, fyrirliða liðsins á síðasta tímabili, sem var að þreyta frumraun sína sem sérfræðingur í Bestu mörkunum í gærkvöldi. Íslenski boltinn 4. maí 2025 20:00
Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Hörður Björgvin Magnússon var í leikmannahópi Panathinaikos í fyrsta sinn í tæp tvö ár, en kom ekki við sögu. Sverrir Ingi Ingason stóð vaktina í vörn Panathinaikos, sem vann 1-2 gegn AEK í næstsíðustu umferð grísku úrvalsdeildarinnar. Fótbolti 4. maí 2025 19:01
Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna ÍA fór með 3-0 sigur af hólmi þegar liðið tók á móti KA í fimmtu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Elkem-vellinum á Akranesi í dag. Íslenski boltinn 4. maí 2025 18:56
Bayern varð sófameistari Lið Bayern Munchen sat heima í sófa og horfði á Freiburg tryggja þýska meistaratitilinn fyrir sig með jafntefli gegn Bayer Leverkusen. Fótbolti 4. maí 2025 17:38
Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Logi Tómasson kom Strömsgodset yfir snemma leiks í 1-2 tapi gegn Kristiansund. Stefán Ingi Sigurðarson skoraði eina markið í 0-1 sigri Sandefjord gegn Tromsö. Fótbolti 4. maí 2025 17:10
Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Dagurinn reyndist erfiður fyrir íslensku fótboltamennina sem spila í Svíþjóð. Fótbolti 4. maí 2025 16:35
Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vestramenn gerðu góða ferð til Vestmannaeyja og unnu 0-2 útisigur á ÍBV í fyrsta leik fimmtu umferðar Bestu deildar karla. Leikið var við kjöraðstæður á Þórsvelli í Vestmannaeyjum. Með sigrinum komst Vestri á topp deildarinnar en Breiðablik og Víkingur eiga þó leik til góða. Íslenski boltinn 4. maí 2025 16:00
Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Albert Guðmundsson spilaði síðasta hálftímann fyrir Fiorentina í 1-0 tapi gegn Roma í 35. umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar. Fiorentina missti þar af mikilvægum stigum í Evrópubaráttunni. Fótbolti 4. maí 2025 15:31
Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Chelsea vann Englandsmeistara Liverpool 3-1 í 35. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Meistaraþynnkan var sýnileg hjá gestunum en heimamenn tryggðu sér mikilvæg þrjú stig í baráttunni um topp fimm sætin. Enski boltinn 4. maí 2025 15:03
Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Alexander Isak skoraði jöfnunarmark Newcastle United gegn Brighton þegar ein mínúta var til leiksloka. Lokatölur 1-1. Enski boltinn 4. maí 2025 15:02
Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn West Ham United og Tottenham skildu jöfn, 1-1, í ensku úrvalsdeildinni í dag. Enski boltinn 4. maí 2025 14:55
Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Kevin Schade skoraði tvö mörk þegar Brentford lagði Manchester United að velli, 4-3, í ensku úrvalsdeildinni í dag. Enski boltinn 4. maí 2025 14:55
Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Real Madrid vann 3-2 sigur á Celta Vigo þegar liðin áttust við á Santiago Bernabéu í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Kylian Mbappé skoraði tvívegis fyrir Madrídinga. Fótbolti 4. maí 2025 13:55
Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Danski táningurinn Chido Obi er yngsti leikmaður í sögu Manchester United til að byrja leik í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 4. maí 2025 13:27
Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Eberechi Eze er fleira til lista lagt en að spila fótbolta. Hann er nefnilega naskur skákmaður og vann sér inn rúmlega tvær og hálfa milljón fyrir sigur á móti á netinu á dögunum. Enski boltinn 4. maí 2025 11:01
Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Þrjú lið eru efst og jöfn í Bestu deild kvenna í fótbolta. Ellefu mörk voru skoruð þegar 4. umferðin fór fram í gær. Íslenski boltinn 4. maí 2025 10:00
Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Arsenal tapaði í fyrsta sinn á heimavelli gegn Bournemouth í gær. Tap sem Skytturnar þurfu ekki á að halda fyrir seinni undanúrslitaleikinn gegn PSG í Meistaradeildinni á miðvikudag, en ætla að nýta sér til góðs. Enski boltinn 4. maí 2025 09:01
Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Kevin Müller, markmaður Heidenheim í þýsku úrvalsdeildinni, fékk harkalegt höfuðhögg í leik liðsins gegn VFL Bochum í gær og var fluttur á spítala. Hann fékk heilahristing en er nú á batavegi, óvíst er hversu lengi hann verður frá keppni. Fótbolti 3. maí 2025 23:18
Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Barcelona lenti undir en vann 1-2 endurkomusigur gegn Real Valladolid, neðsta liði spænsku úrvalsdeildarinnar, í 34. umferðinni. Fótbolti 3. maí 2025 21:00
„Við gátum ekki farið mikið neðar“ Stjarnan sigraði Val í dag 1-0 í 4. umferð Bestu deild kvenna. Leikurinn var tíðindalítill en Stjarnan skoraði sigurmarkið með skalla úr föstu leikatriði og það reyndist nóg til þess að sækja stigin þrjú. Jóhannes Karl Sigursteinsson þjálfari liðsins var ánægður með úrslitin eftir leik. Íslenski boltinn 3. maí 2025 19:34
Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Eggert Aron Guðmundsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Brann í 2-4 sigri gegn Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þetta var fimmti sigur Brann í röð eftir tap í fyrstu umferðinni og lærisveinar Freys Alexanderssonar komust upp í efsta sæti deildarinnar. Fótbolti 3. maí 2025 19:24
Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Stjarnan vann 1-0 baráttusigur gegn Val í fjórðu umferð Bestu deildar kvenna. Valskonur voru taplausar fyrir leik og höfðu ekki fengið á sig mark, en Jakobína Hjörvarsdóttir breytti því. Íslenski boltinn 3. maí 2025 19:00
Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Arsenal komst yfir en tapaði 1-2 gegn Bournemouth í 35. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Miðvörðurinn Dean Huijsen jafnaði um miðjan seinni hálfleik og Evanilson skoraði sigurmarkið skömmu síðar. Enski boltinn 3. maí 2025 18:30
FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum FH gerði góða ferð til Akureyrar og vann Þór/KA, 0-3, í Boganum í 4. umferð Bestu deildar kvenna í dag. Með sigrinum jöfnuðu FH-ingar Íslandsmeistara Blika að stigum á toppi deildarinnar. Íslenski boltinn 3. maí 2025 16:40
Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Benóný Breki Andrésson kom inn af varamannabekknum og skoraði jöfnunarmark Stockport í 1-3 sigri gegn Wycombe í lokaumferð League One deildarinnar á Englandi. Með sigrinum tryggði Stockport sér þriðja sæti deildarinnar, framundan er umspil um sæti í Championship deildinni. Enski boltinn 3. maí 2025 16:24
Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Þróttur tók á móti Tindastóli og vann 1-0 í fjórðu umferð Bestu deildar kvenna. Freyja Karín Þorvarðardóttir skoraði eina mark leiksins á fyrstu mínútu. Þróttur fer með sigrinum upp að hlið Breiðabliks og FH í efstu sætum deildarinnar, taplaus með tíu stig. Tindastóll hefur tapað síðustu þremur leikjum eftir sigur í fyrstu umferðinni. Íslenski boltinn 3. maí 2025 16:17
Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Þrátt fyrir að komast tveimur mörkum yfir tókst Everton ekki að vinna fallið lið Ipswich Town. Leicester City vann hins vegar langþráðan sigur þegar Southampton kom í heimsókn. Enski boltinn 3. maí 2025 16:13