

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.
Þór/KA vann 5-0 stórsigur á Tindastóli í bestu deild kvenna fyrr í kvöld eftir að hafa leitt með fjórum mörkum í hálfleik. Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, var mjög ánægður með leik síns liðs og þá sérstaklega spilamennskuna í fyrri hálfleik sem lagði grunninn að sigrinum.
Íslenska landsliðskonan Alexandra Jóhannsdóttir og félagar hennar í Fiorentona voru í kvöld grátlega nálægt því að vinna ítalska bikarmeistaratitilinn en urðu að sætta sig við tap í vítakeppni. Alexandra lagði upp mark í bikarúrslitaleiknum.
Þrír ungilngsstrákar heimsóttu 160 battavelli um allt land fyrir lokaverkefni sitt úr grunnskóla. Þeir segjast hafa verið í um fjóra mánuði að undirbúa verkefnið og ferðalagið hafa tekið átta daga.
Girona endaði langbesta tímabilið í sögu félagsins með því að vinna stórsigur á Granada í lokaumferðinni.
Blikakonur er einar með fullt hús á toppnum eftir 2-1 sigur á Íslandsmeisturum Vals í toppslag Bestu deildar kvenna. Valskonur komust yfir en Blikar tryggðu sér sigur með tveimur mörkum í seinni hálfleiknum.
Valur tapaði gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli í toppslag 6. umferðar Bestu deildar kvenna 2-1. Pétur Pétursson, þjálfari Vals, var svekktur eftir leik.
Genoa vann 2-0 sigur á Bologna í kvöld í lokaleik sínum í ítölsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Þetta er mögulega síðasti leikur Alberts með félaginu.
Breiðablik vann 2-1 sigur gegn Val í toppslag Bestu deildar kvenna. Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, var afar ánægður með seinni hálfleik liðsins sem skilaði tveimur mörkum.
Venezia er komið í úrslitaeinvígið um laust sæti í Seríu A eftir sigur á Palermo í seinni undanúrslitaleik liðanna.
Stjörnukonur skoruðu tvö mörk í fyrri hálfeik og unnu 2-1 sigur á nýliðum Fylkis í Bestu deild kvenna. Þetta var annar deildarsigur liðsins í röð og Stjörnukonur eru að komast í gang eftir erfiða byrjun.
Andri Fannar Baldursson og félagar í Elfsborg lönduðu 2-0 sigri á móti Halmstad í Íslendingaslag í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
Arnar Gunnlaugsson og Óskar Hrafn Þorvaldsson hafa barist um stóru titlana í íslenska fótboltanum undanfarin ár. Nú bíður þeirra nýtt hlutverk hlið við hlið.
Aurélien Tchouaméni, leikmaður Real Madrid, missir af úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu um þarnæstu helgi vegna meiðsla.
Ríkissaksóknari hefur fellt ákvörðun héraðssaksóknara í máli Alberts Guðmundssonar, leikmanns Genóa í knattspyrnu, úr gildi og lagt fyrir héraðssaksóknara að höfða sakamál á hendur honum. Hann verður því ákærður fyrir kynferðisbrot.
Juventus hefur mótmælt niðurstöðu gerðardóms ítalska knattspyrnusambandsins sem sagði félagið skulda Cristiano Ronaldo 9,8 milljónir evra í vangoldin laun.
Breiðablik hagnaðist mest árið 2023 af félögum á Íslandi. Þetta kemur fram í fótboltaskýrslu Deloitte og KSÍ sem var gefin út í dag.
Helena Ólafsdóttir fékk til sín keppnisgesti til að hita upp fyrir 6. umferð Bestu deildar kvenna. Rakel Logadóttir, fyrrum leikmaður Vals og Ásthildur Helgadóttir, fyrrum leikmaður Breiðabliks, settust í settið ásamt sérfræðingnum Mist Rúnarsdóttur.
Samkvæmt heimildum the Guardian verður Erik ten Hag rekinn sem knattspyrnustjóri Manchester United, sama hvernig bikarúrslitaleikurinn gegn Manchester City á morgun fer.
Stefano Pioli hefur verið sagt upp störfum sem þjálfari AC Milan. Leit að eftirmanni hans er þegar hafin og líklegt þykir að Paulo Fonseca, þjálfari Hákons Arnars og félaga í Lille, taki við.
Agla María Albertsdóttir er klár í slaginn fyrir stórleik kvöldsins í Bestu deild kvenna. Ósigruð topplið Breiðabliks og Vals mætast á Kópavogsvelli klukkan 18:00.
Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, segist ekki vilja yfirgefa félagið í pistli sem birtist á The Players' Tribune.
Barcelona hefur ákveðið að reka Xavi Hernández, þjálfara liðsins og goðsögn félagsins.
Þrátt fyrir hræðilegt gengi Birmingham City undir stjórn Waynes Rooney gæti gamli landsliðsfyrirliði Englands fengið nýtt stjórastarf.
Sauðárkróksvöllur, heimavöllur Tindastóls í Bestu deild kvenna, hefur munað fífil sinn fegurri. Miklar skemmdir urðu á vellinum vegna snjóþyngdar í vor en viðgerðarstarf gengur furðuvel.
Einn af stærstu leikjum sumarsins í Bestu deild kvenna í fótbolta fer fram á Kópavogsvelli í kvöld og er að sjálfsögðu sýndur beint á sportinu. Það verður líka hægt að sjá NBA, Seríu A, pílu og formúlu á sportstöðvunum í dag.
KA-menn hafa unnið tvo síðustu leiki sína í fótboltanum eftir erfiða byrjun á sumrinu. KA-menn sögðu frá því á miðlum sínum í dag að þeir fengu góðan liðstyrk á dögunum. Það er þó ekki leikmaður.
Nicolo Fagioli á möguleika á að fara með ítalska landsliðinu á Evrópumótið í fótbolta í sumar þrátt fyrir að hafa misst úr sjö mánuði á leiktíðinni.
Ísak Bergmann Jóhannesson og félagar í Fortuna Düsseldorf eru í frábærum málum eftir fyrri leikinn í umspili um sæti í þýsku Bundesligunni.
Fjölnir komst í kvöld á toppinn í Lengjudeild karla í fótbolta eftir 3-1 heimasigur á Þrótti en spilað var í Egilshöllinni. Þetta var fyrsti leikur fjórðu umferðar.
Horft var til eldra fordæmis þegar tekin var ákvörðun um að ekki væri heimilt að velja Albert Guðmundsson, leikmann Genóa í knattspyrnu, í næsta landsliðverkefni. Ríkissaksóknari á eftir að taka endanlega ákvörðun í máli hans. Ekki er deilt um túlkun reglna innan stjórnar en ljóst er að skýra verði reglurnar.