Fótbolti

Sara Björk skoraði á móti toppliðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sara Björk Gunnarsdóttir hefur skorað fimm mörk í síðustu fimm leikjum sínum.
Sara Björk Gunnarsdóttir hefur skorað fimm mörk í síðustu fimm leikjum sínum. Al Qadsiah

Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði fyrir lið sitt í sádi-arabíska fótboltanum í kvöld en það dugði þó ekki til.

Sara Björk og félagar hennar í Al Qadsiah mættu þarna toppliði Al Nassr á útivelli og urðu að sætta sig við 3-1 tap.

Al Nassr hefur unnið alla ellefu leiki sína á tímabilinu og markatala liðsins er 34 mörk í plús.

Sara Björk skoraði mark Al Qadsiah þegar hún minnkaði muninn í 3-1 á 83. mínútu.

Markið skoraði Sara úr vítaspyrnu. Þetta var sjötta deildarmark hennar á tímabilinu en hún hefur skorað fimm mörk í síðustu fimm leikjum sínum í öllum keppnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×