Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Ten Hag ekki sáttur með tapið en sá þó margt jákvætt

Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, var heldur súr þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir tap sinna manna gegn Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liðið hafði leikið 31 leik í röð án þess að tapa á Old Trafford fyrir daginn í dag. Hann telur lið sitt geta komist aftur í hæstu hæðir.

Enski boltinn
Fréttamynd

Ó­trú­leg endur­koma Totten­ham

Gott gengi Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu heldur áfram en liðið vann 2-1 heimasigur á nýliðum Sheffield United í dag. Aston Villa og Fulham náðu einnig í þrjú stig í dag.

Enski boltinn
Fréttamynd

Orri Steinn skoraði í toppslagnum

Danmerkurmeistarar FC Kaupmannahafnar gerðu 2-2 jafntefli við Nordsjælland á útivelli í dönsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Orri Steinn Óskarsson skoraði fyrsta mark leiksins.

Fótbolti
Fréttamynd

Fót­bolta­heimurinn nötrar vegna Sáda

Opinber fjárfestingasjóður Sádi-Arabíu hefur rutt sér til rúms í íþróttaheiminum með gífurlegum fjárútlátum síðustu mánuði. Í fótboltanum er bitið til baka, á fleiri en einum vettvangi.

Fótbolti
Fréttamynd

Man United sótti fjórar á glugga­degi

Það var nóg um að vera á skrifstofu kvennaliðs Manchester United en silfurliðið frá síðustu leiktíð í ensku úrvalsdeildar kvenna í knattspyrnu samdi við fjóra leikmenn í gær en glugginn til þess að sækja leikmenn er nú lokaður.

Enski boltinn
Fréttamynd

Nice lagði PSG í París

Frakklandsmeistarar París Saint-Germain töpuðu 2-3 fyrir Nice á heimavelli í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Beiðni um nálgunar­bann á Ru­bi­a­­les sam­þykkt

Beiðni sak­sóknara­em­bættisins á Spáni, þess efnis að nálgunarbann yrði sett á Luis Ru­bi­a­les, fyrrum for­seta spænska knatt­spyrnu­sam­bandsins til þess að koma í veg fyrir að hann hafi sam­band við Jenni Her­mos­o, leik­mann spænska kvenna­lands­liðsins, hefur verið samþykkt

Fótbolti
Fréttamynd

Valur mætir austurrísku meisturunum

Íslandsmeistarar Vals mæta St. Pölten frá Austurríki í 2. umferð Meistaradeildar kvenna í fótbolta. Sigurvegarinn í einvíginu kemst í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Fótbolti