Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Nýir þjálfarar drepi alla sköpun

Frakkinn Raphael Varane, sem nýlega lagði knattspyrnuskóna á hilluna, segir nýja kynslóð knattspyrnuþjálfara drepa sköpunargleði leikmanna. Ítalinn Carlo Ancelotti, sem þjálfaði Varane hjá Real Madrid, sé einn fárra sem leyfi leikmönnum að njóta sín.

Fótbolti
Fréttamynd

Ræddu við tíu en fáir kannast við sím­tal

Eddie Howe og Sean Dyche segjast hvorugur hafa fengið símtal frá enska knattspyrnusambandinu vegna landsliðsþjálfarastarfs Englands. Sambandið kveðst hafa rætt við tíu aðila áður en það réði Thomas Tuchel til starfa.

Enski boltinn
Fréttamynd

Tvær breytingar á Bandaríkjahópnum

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, hefur neyðst til að gera tvær breytingar á landsliðshópnum sem tekst á við Bandaríkin í tveimur æfingaleikjum síðar í mánuðinum.

Fótbolti
Fréttamynd

Fót­­boltinn þurfi að njóta vafans hjá Val: „Er mjólkur­kýr fé­lagsins“

Eftir tuttugu og eins árs feril í em­bætti formanns knatt­spyrnu­deildar Vals hefur Börkur Ed­vards­son á­kveðið að láta staðar numið og mun hann ekki bjóða sig fram til formanns sé stjórnar­setu á komandi haust­fundi fé­lagsins. Börkur vill að byggt verði meira á fót­boltanum hjá Val í fram­tíðinni. Honum leyft að njóta vafans. Fót­boltinn sé mjólkur­kýr félagsins.

Íslenski boltinn