Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Pogba og Fati mættir til Móna­kó

Paul Pogba og Ansu Fati eru báðir mættir til Mónakó og munu gangast undir læknisskoðun í dag áður en þeir sem við félagið þar í bæ sem leikur í frönsku úrvalsdeildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Sjáðu allan þáttinn um Norðurálsmótið

Gleðin var við völd á Norðurálsmótinu á Akranesi, þar sem strákar og stelpur í 7. og 8. flokki skemmtu sér í fótbolta. Andri Már Eggertsson var á svæðinu og ræddi við krakkana í nýjasta þætti Sumarmótanna sem nú má sjá á Vísi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Beckham á spítala

David Beckham hefur verið lagður inn á spítala af óþekktum ástæðum. Victoria Beckham birti mynd á samfélagsmiðlum af knattspyrnumanninum fyrrverandi í sjúkrarúmi með hægri handlegginn í fatla.

Lífið
Fréttamynd

Albert og Guð­laug saman í fríi á Ibiza

Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson og Guðlaug Elísa Jóhannsdóttir eru stödd saman í fríi ásamt börnum sínum tveimur á spænsku eyjunni Ibiza. Bæði hafa birt myndir frá dvölinni á samfélagsmiðlum.

Lífið
Fréttamynd

Real rústaði Salzburg og vann riðilinn

Real Madrid vann afar öruggan 3-0 sigur gegn RB Salzburg í lokaleik riðlakeppninnar á heimsmeistaramóti félagsliða, endaði þar af leiðandi í efsta sæti H-riðilsins og mætir Juventus í sextán liða úrslitum.

Fótbolti
Fréttamynd

Krafta­verka­kona sem þekkir Ís­land út og inn

Serbneska landsliðið sem Ísland mætir á morgun, í generalprufunni fyrir EM kvenna í fótbolta, leikur undir stjórn „kraftaverkakonu“ sem bjó og starfaði lengi á Íslandi. Liðin mætast í Serbíu klukkan 17 að íslenskum tíma.

Fótbolti
Fréttamynd

Gæti orðið dýrastur í sögu KR

Hinn 15 ára gamli Alexander Rafn Pálmason verður ef að líkum lætur dýrasti leikmaður sem KR hefur selt, þegar að því kemur, en danska knattspyrnufélagið Nordsjælland er sagt líklegast til að landa honum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Birkir gæti hætt: Fékk spennandi starf en svo fór allt í skrúfuna

„Ég er ótrúlega ánægður með það sem ég hef gert og ef ég tek þá ákvörðun að hætta þá væri ég sáttur. Það styttist í að ég ákveði mig,“ segir Birkir Bjarnason, leikjahæsti landsliðsmaður Íslands í fótbolta frá upphafi. Hann liggur undir feldi eftir stormasama lokadaga hjá félagi hans Brescia á Ítalíu.

Fótbolti