

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.
Enska hljómsveitin Oasis hélt í kvöld fyrstu tónleikana í sextán ár þegar þeir komu fram á Principality leikvanginum í Cardiff í Wales.
„Mér finnst þetta auðvitað mjög gott,“ segir Sveindís Jane Jónsdóttir um það að búa yfir sennilega mesta hraða nokkurs leikmanns á Evrópumótinu í fótbolta. Liðsfélagar hennar í íslenska landsliðinu eru alla vega sammála um að þessi hæfileiki hennar sé eitthvað sem þær myndu vilja hafa.
ÍR-ingar endurheimtu toppsætið í Lengjudeild karla í fótbolta eftir endurkomusigur á Fylki í Árbænum í kvöld. Fjölnismenn komust upp úr fallsæti og sendu Leiknismenn þangað í staðinn.
Brasilíska félagið Fluminense varð í kvöld fyrsta félagið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum á heimsmeistaramóti félagsliða i Bandaríkjunum.
Þýskaland byrjaði Evrópumót kvenna í fótbolta á sigri í Sviss í kvöld en það var þó enginn stórsigur eins og sumir bjuggust við.
Eyjakonur vígðu nýtt gervigras á Hásteinsvelli í kvöld með 5-1 stórsigri á sameiginlegu liði Grindavíkur og Njarðvíkur í Lengjudeild kvenna.
Fótboltaumboðsmaðurinn Jonathan Barnett hefur verið sakaður um að nauðgun í nýju dómsmáli í Bandaríkjunum.
Enski fótboltamaðurinn Marcus Rashford er búinn að missa tíuna hjá Manchester United því það er kominn nýr leikmaður með þetta virta númer hjá félaginu.
Svíþjóð vann 1-0 sigur á Danmörku í nágrannaslag á Evrópumóti kvenna í fótbolta í Sviss í kvöld en þetta var fyrsti leikur liðanna á mótinu.
Sveindís Jane Jónsdóttir gefur lítið fyrir þá ákvörðun hins (áður) virta miðils The Athletic að hafa sett íslensku landsliðstreyjuna í neðsta sæti yfir fallegustu búningana á EM í fótbolta í Sviss.
Knattspyrnusamband Evrópu hefur sektað stórliðin Barcelona og Chelsea um risastórar upphæðir vegna brota þeirra á rekstrarreglum sambandsins.
Katla Tryggvadóttir segir það draum að rætast að hafa spila sinn fyrsta leik á stórmóti fyrir Íslands hönd. Stór áfangi að nást en aukaatriði fyrir Kötlu sem segir liðið allt vera að vinna að sama markmiðinu.
Það mátti heyra á þeim leikmönnum íslenska landsliðsins sem voru til viðtals í dag á hótelsvæði liðsins að morgunverðarheimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, hafi stappað í þær stálinu eftir vonbrigði í fyrsta leik gegn Finnlandi á EM á dögunum.
Thomas Partey, fyrrverandi leikmaður Arsenal á Englandi, hefur verið ákærður af lögregluyfirvöldum í Bretlandi fyrir nauðgun. Ákæruliðirnir eru sex og beinast gegn þremur konum.
Hásteinsvöllur í Vestmannaeyjum er leikfær eftir framkvæmdir við völlinn sem staðið hafa yfir um hríð. Fyrsti leikur á nýlögðu gervigrasi fer fram í kvöld.
Framkvæmdum er ekki enn lokið á Laugardalsvelli þó völlurinn sjálfur sé tilbúinn. Vellinum var hliðrað og því þarf að hliðra ljóskösturum líka, ásamt því að auka birtustigið, sem hefur ekki staðist kröfur í langan tíma.
EM í dag heilsar frá Thun í Sviss þegar nú dregur nær næsta leik Ísland á EM. Næsta leik, djörf hugmynd í stað borgarlínu, heimsókn forseta og rifrildi við morgunverðarborðið bar á góma hjá þeim Aroni Guðmundssyni og Sindra Sverrissyni í dag.
Stuð og stemning var í Vestmannaeyjum um síðustu helgi þegar Orkumótið fór þar fram, eins og sjá má í þætti Sumarmótanna hér á Vísi og Sýn+.
Þeir Ásgeir Helgi Orrason, leikmaður Breiðabliks, og Hrannar Snær Magnússon, leikmaður Aftureldingar, fögnuðu báðir að hætti Diogo Jota í leik liðanna í Bestu deild karla í fótbolta í gær. Jota féll frá aðfaranótt fimmtudags.
Nico Williams hefur hafnað boði um að ganga til liðs við Barcelona og skrifað undir tíu ára langan samning við uppeldisfélagið Athletic Club í spænsku úrvalsdeildinni. Williams var efins um að Barcelona gæti skráð hann í leikmannahópinn.
Átta mánaða sonur Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur, styrktarþjálfara íslenska kvennalandsliðsins, og eiginkonu hennar Erin McLeod er með í för á EM í fótbolta í Sviss sem nú stendur yfir. Gunnhildur er þakklát fyrir það hversu stuðningsrík þjálfarar og leikmenn landsliðsins eru í þessum aðstæðum.
Íslandsmeistarar Breiðabliks misstu niður 2-0 forystu gegn nýliðum Aftureldingar í 2-2 jafntefli liðanna í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld. Heimavöllur Mosfellinga heldur áfram að skila þeim stigum.
Þjálfarar íslenska kvennalandsliðsins hafa ekki áhyggjur af virkni leikmanna á samfélagsmiðlum líkt og heyra mátti gagnrýnda utan herbúða liðsins eftir tapleik gegn Finnlandi á dögunum á EM.
Eftir að hafa verið settur í kælingu, neitað um klefa og bannað að æfa með aðalliðinu virðist Kristian Hlynsson vera að yfirgefa Ajax og ganga frá félagaskiptum til Twente í hollensku úrvalsdeildinni.
Enzo Maresca, þjálfari Chelsea, mun leyfa Portúgalanum Pedro Neto að taka sér frí frá leik liðsins gegn Palmeiras í átta liða úrslitum heimsmeistaramóts félagsliða, ef hann vill, vegna skyndilegs andláts samlanda hans í gær.
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er eitt af sextán landsliðum sem komust alla leið í úrslitakeppni EM í Sviss en blaðamenn The Athletic eru hins vegar á því að ekkert lið spili í ljótari aðalbúningum á mótinu.
Frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, kom í heimsókn til íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta á liðshótelið í Gunten í dag.
Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur bæst í hóp þeirra sem hafa sent frá sér yfirlýsingu eftir fráfall Diogo Jota, sem lést í bílslysi í nótt.
„Ég er alls ekki sáttur með stigið, en miðað við hvernig leikurinn spilaðist þá held ég við eigum ekki meira skilið því miður,“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir svekkjandi 2-2 jafntefli við Aftureldingu í leik þar sem Blikar komust í 0-2.
Njarðvíkingar eru á toppnum í Lengjudeild karla í fótbolta eftir stórsigur á Grindavík í kvöld. Þetta var gott kvöld fyrir Reykjanesbæ því Keflvíkingar unnu líka sinn leik og þar var langþráður sigur á ferðinni.