Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

„Óskar seldi mér bara hug­myndina sína“

Knattspyrnumaðurinn Galdur Guðmundsson segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara KR, hafa sannfært hann um að skrifa undir samning við Vesturbæjarliðið. Galdur er snúinn aftur hingað heim til að spila meira en stefnir á að komast aftur út í atvinnumennsku.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Isak utan vallar en þó í for­grunni

Sænski framherjinn Alexander Isak mun engan þátt taka í leik kvöldsins milli Newcastle og Liverpool á St. James‘ Park en fáir hafa þó meiri áhrif á leikinn. Stuðningsmenn Newcastle eru sárir út í Svíann og má búast við rafmögnuðu andrúmslofti.

Enski boltinn
Fréttamynd

Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið

Wayne Rooney segir að Max Dowman hafi komið sér á kortið með innkomu sinni í 5-0 sigri Arsenal á Leeds United í gær. Dowman er næstyngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, aðeins fimmtán ára og 234 daga gamall.

Enski boltinn
Fréttamynd

Fáni stuðnings­manna Palace til rann­sóknar

Enska knattspyrnusambandið hefur tekið framferði stuðningsmanna Crystal Palace til athugunar eftir leik Palace og Nottingham Forest í dag en risastór fáni sem gerði rætið grín að Evangelos Marinakis, eiganda Forest, vakti mikla athygli í stúkunni.

Fótbolti
Fréttamynd

„Hefði viljað þriðja markið“

“Ég er virkilega ánægður. Mjög ánægður með fyrri hálfleikinn þar sem mér fannst við spila mjög vel, skorum tvö mörk og hefðum jafnvel geta gert fleiri held ég,“ sagði Hallgrímur Jónasson þjálfari KA eftir 2-0 sigur á Fram í dag.

Sport
Fréttamynd

„Við vorum skít­hræddir“

„Þetta var skelfileg frammistaða, fyrri hálfleikur var sérstaklega skelfilegur en við vorum skárri í þeim seinni en það breytir því ekki að við áttum ekkert skilið í dag,“ sagði svekktur Rúnar Kristinsson eftir 2-0 á móti KA á Akureyri í dag.

Sport
Fréttamynd

Mbappé af­greiddi Real Ovi­edo

Real Madrid er með fullt hús stiga og hefur ekki fengið á sig mark eftir tvær fyrstu umferðirnar í spænsku úrvalsdeildinni en liðið lagði Real Ovi­edo á útivelli í kvöld 0-3.

Fótbolti
Fréttamynd

Albert lagði upp mark Fiorentina

Albert Guðmundsson og félagar í Fiorentina byrjuðu tímabilið í Seríu A á 1-1 jafntefli gegn Cagliari í kvöld en heimamenn í Cagliari jöfnuðu metin í blálokin.

Fótbolti
Fréttamynd

Sjáðu mark Júlíusar í Sví­þjóð

Júlíus Magnússon skoraði fyrir Elfsborg í dag í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta en liðið varð samt að sætta sig við svekkjandi tap á heimavelli, 2-1, gegn einu af neðstu liðunum, Halmstad. Fleiri Íslendingar voru á ferðinni í Svíþjóð.

Fótbolti
Fréttamynd

Vest­firðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“

Bikarmeisturum Vestra verður vel fagnað á Silfurtorgi á Ísafirði í kvöld þar sem til stendur að heiðra liðið sem tryggði sér titilinn með sigri á Valsmönnum á Laugardalsvelli á föstudaginn. Sigurinn er sögulegur fyrir félagið en Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri á Ísafirði, hvetur alla sem geta til að fjölmenna á Silfutorg á eftir.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfs­mark skráð á Elías sem fagnaði sigri

Elías Rafn Ólafsson heldur áfram að verja mark Midtjylland en eftir þrjá leiki í röð án þess að hafa fengið á sig mark, þar af tvo í Evrópudeildinni, varð hann fyrir því óláni að skora sjálfsmark í dag.

Fótbolti