Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“

Heimir Guðjónsson þjálfari FH í Bestu deild karla gat leyft sér að vera ánægður með margt í leik hans manna í dag þegar þeir rúlluðu upp KA 5-0. Hann gat líka leyft sér að brýna það að ekkert er í hendi þó að liðið hafi slitið sig örlítið frá botnpakkanum í dag.

Fótbolti

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðnings­menn

Fjölmiðlamaðurinn og fyrrum knattspyrnumaðurinn Rio Ferdinand er allt annað en sáttur með stuðningsmenn Arsenal. Allar líkur eru á því að Noni Madueke gangi til liðs við félagið frá Chelsea fyrir rúmlega 50 milljónir punda en hluti stuðningsmanna Arsenal hafa mótmælt því mikið.

Enski boltinn
Fréttamynd

Messi slær enn eitt metið

Lionel Messi sló enn eitt metið í nótt þegar Inter Miami vann Nashville 2-1 í MLS deildinni. Hann er sá eini í deildinni til að skora meira en eitt mark í fimm leikjum í röð.

Fótbolti
Fréttamynd

Enginn sá tölvu­póstinn frá UEFA

Steve Parish, formaður Crystal Palace, segir að þeir hafi misst af frestinum að selja hluta í félaginu, vegna þess að skilaboðin frá UEFA voru send á almenna tölvupóstinn.

Sport
Fréttamynd

Hákon skoraði tvö í vin­áttu­leik

Hákon Arnar Haraldsson og félagar í Lille hafa byrjað undirbúninginn sinn fyrir komandi tímabil. Þeir mættu Amiens í dag og unnu leikinn sannfærandi 5-0 og Hákon skoraði tvö.

Sport
Fréttamynd

Þór fer upp í umspilssæti

Þór tók á móti Leikni í dag í Lengjudeild karla. Akureyrar-liðið vann 2-0 þar sem bæði mörkin komu í fyrri hálfleik.

Sport