Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum

Þrír leikir fóru fram í enska deildabikarnum og úrvalsdeildarliðin unnu í öllum tilfellum. Joao Palhinha skoraði úr hjólhestaspyrnu fyrir Tottenham. Phil Foden skoraði og lagði upp fyrir Mancester City. Newcastle lék við hvern sinn fingur gegn Bradford.

Enski boltinn
Fréttamynd

Hefur keypt fast­eignir fyrir rúman milljarð ís­lenskra króna á árinu

Knattspyrnukappinn Albert Guðmundsson hefur fjárfest í fasteignum í gegnum félag sitt Albert ehf. fyrir 1,152 milljarð íslenskra króna undanfarna mánuði, bæði á Íslandi og erlendis. Það má líkja fasteignaviðskiptum Alberts við vel útfært Monopolí þar sem hann hefur keypt íbúðir í mörgum af nýjustu fjölbýlishúsum miðborgarinnar. 

Lífið
Fréttamynd

Ó­heppnin eltir Gavi

Gavi, miðjumaður Spánarmeistara Barcelona, verður frá keppni í allt að fimm mánuði vegna hnémeiðsla.

Fótbolti
Fréttamynd

Sér­fræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael

Sérfræðingar hjá Sameinuðu þjóðunum biðla til Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, og Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, að vísa fótboltaliðum Ísraels tafarlaust úr keppni á þeirra vegum. Það sé nauðsynlegt viðbragð við þjóðarmorði Ísraela á Palestínumönnum.

Fótbolti