
Jules Bianchi ekki lengur haldið sofandi
Jules Bianchi er ekki lengur haldið sofandi, hann hefur verið fluttur heim til Frakklands. Hann er þó enn meðvitundarlaus og ástand hans er enn alvarlegt.
Fréttir af þekktasta kappakstri í heimi.
Jules Bianchi er ekki lengur haldið sofandi, hann hefur verið fluttur heim til Frakklands. Hann er þó enn meðvitundarlaus og ástand hans er enn alvarlegt.
McLaren hefur ítrekað frestað því að staðfesta ökumenn næsta árs. Tilkynningar var að vænta næstu helgi en hefur nú verið frestað enn frekar.
Bréf frá aðstoðarliðsstjóra Force India, Bob Fernley til Bernie Ecclestone eiganda sjónvarpsréttar af Formúlu 1 hefur verið lekið.
Damon Hill sem varð heimsmeistari í Formúlu 1 árið 1996, segir að Abú Dabí verði erfiðari keppni fyrir Lewis Hamilton en Nico Rosberg.
Mercedes liðið í Formúlu 1 segir að forgangsatriði liðsins í Abú Dabí verði að tryggja að báðir ökumenn eigi sanngjarna möguleika á heimsmeistaratitlinum.
McLaren liðið mun mæta á Silverstone brautina á morgun til að prufukeyra nýja Hondu vél fyrir bíl næsta árs. Slíkt er heimilt undir því yfirskyni að um upptökur á auglýsingum sé að ræða. Aka má 100 kílómetra.
Næst síðasta keppni tímabilsins er búin. Lewis Hamilton leiðir enn þrátt fyrir að Nico Rosberg hafi unnið í Brasilíu. Hvað þarf að gerast til að Rosberg verði meistari, hver sagði hvað um framtíð Formúlu 1 og hver ætlar að hjálpa hverjum að verða heimsmeistari?
Nico Rosberg á Mercedes varð fyrstur í Brasilíu, liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar og heimamaðurinn, Felipe Massa á Williams varð þriðji.
Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól fyrir brasilíksa kappaksturinn. Liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar og heimamaðurinn Felipe Massa á Williams varð þriðji.
Nico Rosberg var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir Brasilíukappaksturinn. Nokkrir ökumenn glímdu vandamál tengd nýju slitlagi á Interlagos brautinni.
Caterham undirbýr nú endurkomu til keppni í Formúlu 1. Eftir að hafa misst af keppninni í Texas mun liðið einnig missa af keppninni í Brasilíu um helgina. Caterham ætlar að koma til Abú Dabí sem er lokakeppni tímabilsins.
Keppnin í Austin Texas var afar spennandi, Lewis Hamilton vann og er kominn með 24 stiga forskot á liðsfélaga sinn hjá Mercedes, Nico Rosberg þegar aðeins tvær keppnir eru eftir.
Lewis Hamilton á Mercedes vann bandaríska kappaksturinn, liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Daniel Ricciardo varð þriðji.
Sænski ökuþórinn Marcus Ericsson hefur samið við Sauber liðið í Formúlu 1. Hann ók áður fyrir Caterham liðið sem nýlega lýsti yfir gjaldþroti.
Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól eftir gríðar skemmtilega tímatöku í Austin, Texas. Liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar og Valtteri Bottas á Williams varð þriðji.
Lewis Hamilton náði hraðasta tímanum á báðum föstudagsæfingunum. Bretinn var þremur tíundu á undan Nico Rosberg á fyrri æfingunni en aðeins þrem þúsundustu á þeirri seinni.
Færri bílar kölluðu á breytingar á fyrirkomulagi tímatökunnar í Texas annars hefðu tveir bílar dottið út í fyrstu lotu og því að litlu að keppa. Breytingarnar eru nauðsynlegar vegna fjarveru Caterham og Marussia.
Sebastian Vettel, fjórfaldur og ríkjandi heimsmeistari í Formúlu 1 segir að líklega muni hann sleppa tímatökunni. Tilgangurinn er að spara nýja vél sem sett verður í bílinn.
Bresk-indverskir bræður, Baljinder Sohi og Sonny Kaushal eru nú í samningaviðræðum við forsvarsmenn Marussia. Þeim virðist vera full alvara í að reyna að bjarga liðinu.
Bernie Ecclestone segir að samningur sem gerður hefur verið við stærri liðin í Formúlu 1 gæti leitt til þess að þau skaffi minni liðunum bíla. Þetta gæti komið til ef allt stefnir í mikla fækkun keppnisliða.
Bernie Ecclestone, einráður formúlu 1 hefur staðfest að Marussia muni, ásamt Caterham liðinu missa af bandaríska kappakstrinum næstu helgi.
Bernie Ecclestone er tilbúinn að leyfa Caterham liðinu að sleppa tveimur næstu keppnum til að einbeita sér að því að finna kaupendur.
Gene Haas segir að fyrstu fimm árin hjá nýju formúlu 1 liði hans muni snúast um að komast af. Hann ætlar að læra af mistökum annarra nýrra liða í gegnum tíðina.
Ökuþórinn hefur tekið "einhverjum framförum“ síðustu mánuðina.
Ron Dennis, framkvæmdastjóri McLaren telur ómögulegt fyrir formúlu 1 lið að vinna heimsmeistaratitla ef það hannar ekki vélina sjálft.
Nico Hulkenberg verður áfram ökumaður Force India liðsins í formúlu 1 á næsta tímabili. Staðfesting kom frá liðinu og ökumanninum í gær.
Nýr framkvæmdastjóri Ferrari, Sergio Marchionne segir að Ferrari þurfi að taka áhættur og standa sig til að komast aftur á toppinn.
Felipe Massa, ökumaður Williams liðsins í formúlu 1 sagði dekkjaval Pirelli fyrir brasilíska kappaksturinn "hættulegt, mjög hættulegt,“ og "óásættanlegt.“
Eric Boullier, keppnisstjóri McLaren segir að liðið muni mæta til keppni í Abú Dabí með mikið uppfærðan bíl.
Tvöfaldi heimsmeistarinn Fernando Alonso hefur ekkert viljað staðfesta hvar hann muni aka á næsta ári. Hann hefur nú útilokað að taka sér frí í eitt ár.