Bjóða upp á flug milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar Icelandair ætlar að bjóða upp á flug á milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar í tengslum við millilandaflug sitt frá 15. október til 30. nóvember. Flogið verður þrisvar í viku. Viðskipti innlent 25. maí 2023 14:21
EasyJet flýgur frá Akureyri til London í vetur Opnað hefur verið fyrir bókanir í flugferðir með easyJet á milli London og Akureyrar í vetur. Fyrsta flugferðin verður 31. október en flogið verður tvisvar í viku, á þriðjudögum og laugardögum, út mars 2024. Viðskipti innlent 25. maí 2023 11:31
Fjársjóður í ferðaþjónustu Um land allt starfa metnaðarfull ferðaþjónustufyrirtæki sem eru ávallt að leita nýrra leiða til að veita gestum sínum framúrskarandi þjónustu. Skoðun 25. maí 2023 11:01
Aflýsa flugi en björgunarsveitir ekki farið í útköll Fjöldi flugferða á Keflavíkurflugvelli hefur verið aflýst vegna óveðurs. Björgunarsveitir hafa ekki farið í nein útköll sem stendur. Innlent 23. maí 2023 16:58
Þurfa að aflýsa einhverju flugi vegna hvassviðrisins Lægðin sem gengur nú yfir landið mun hafa áhrif á flugáætlun Icelandair seinni partinn í dag. Bæði þarf að seinka einhverjum brottförum og þá þarf í einhverjum tilfellum að aflýsa flugi. Innlent 23. maí 2023 13:20
Reynisfjara sögð áttunda besta strönd heims Reynisfjara hefur verið valin á lista yfir fimmtíu bestu strandir á jörðinni. Fjaran er sögð áttunda besta ströndin samkvæmt nýjum lista, The World‘s 50 Best Beaches. Lífið 22. maí 2023 14:29
Rándýr samloka á Hvolsvelli Dýrtíðin á ferðamannaslóð er farin að segja til sín. Teitur Þorkelsson leiðsögumanni brá í brún þegar hann fékk til sín strimilinn eftir að hafa greitt fyrir samloku og komst að því að hún kostaði 1.045 krónur. Neytendur 22. maí 2023 10:56
Bílaleigan Blue Car með metafkomu eftir að veltan nærri tvöfaldaðist Hraður uppgangur ferðaþjónustunnar eftir faraldurinn, sem birtist meðal annars í skorti á bílaleigubílum síðasta sumar, skilaði sér í metafkomu einnar stærstu bílaleigu landsins sem hagnaðist um 1.700 milljónir á árinu 2022, jafn mikið og nemur uppsöfnuðum hagnaði fyrirtækisins frá stofnum fyrir meira en áratug. Mikill afkomubati hefur þýtt að Blue Car Rental hefur greitt eigendum sínum 1,8 milljarð króna í arð fyrir síðustu tvö rekstrarár. Innherji 22. maí 2023 10:44
Minnkandi lundastofn hræðir ferðaþjónustuna Íslenski lundastofninn er í miklum vandræðum og hefur dregist saman um sjötíu prósent á síðustu þrjátíu árum. Þetta kemur ekki síst illa við ferðaþjónustuna sem hefur markaðssett lundann sem einkennisfulg landsins. Innlent 21. maí 2023 23:40
Skammaðist sín fyrir að vera Íslendingur Hundrað og sjötíu farþegar sátu fastir á flugvellinum í Glasgow í hátt í fjörutíu tíma, á meðan þeir biðu þess að komast um borð í vél til Íslands. Vélin lenti á Keflavíkurflugvelli upp úr klukkan tvö í nótt. Ástæða seinkunarinnar var bilun í vélinni. Þegar varahlutur barst reyndist hann síðan ónothæfur. Einn farþega segist hafa skammast sín fyrir að vera Íslendingur. Neytendur 20. maí 2023 23:21
Fyrst og fremst vonbrigði fyrir Norðurland Bæjarstjóri Akureyrar segir mikil vonbrigði fyrir íbúa Norðurlands að félagið Niceair sé farið í þrot. Of litlum markaði fyrir utanlandsflug frá Akureyri sé ekki um að kenna, heldur öðrum þáttum. Gjafabréf sem fólk á inni hjá félaginu eru líklegast ónýt, að sögn formanns Neytendasamtakanna. Viðskipti innlent 20. maí 2023 12:02
Skógræktarstjóri segir fullyrðingar VÍN ekki standast skoðun Skógræktarstjóri segir að fullyrðingar samtakanna VÍN og fyrrverandi landgræðslustjóra um skógrækt standist ekki skoðun. Ferðamenn sæki í skóginn og að hann auki öryggi við vegi. Innlent 20. maí 2023 07:00
„Skelfileg upplifun“ farþega eftir 38 klukkutíma seinkun Farþegar sem setið hafa fastir á flugvelli í Glasgow í Skotlandi vegna tafa hjá Icelandair segja ástandið óþolandi. 170 manns áttu að fljúga með vélinni, sem bilaði, og loks þegar varahlutur barst reyndist hann ónothæfur. Innlent 19. maí 2023 22:32
„Þessum kafla er lokið hjá mér“ Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Niceair, segist hafa lagt líf og sál í flugfélagið. Fall þess megi helst rekja til „sviksamlegra viðskipta erlends samstarfsaðila.“ Þessum kafla sé nú lokið. Innlent 19. maí 2023 21:12
Niceair gjaldþrota Stjórn flugfélagsins Niceair ætlar að gefa félagið upp til gjaldþrotaskipta. Stjórnin harmar aðstæðurnar en segir að allar kröfur muni fara í lögformlegan farveg. Innlent 19. maí 2023 20:00
Ráðin nýir framkvæmdastjórar hjá Kynnisferðum Hilmar Stefánsson, Þóra Eggertsdóttir og Ófeigur Friðriksson hafa öll verið ráðin nýir framkvæmdastjórar hjá Kynnisferðum. Viðskipti innlent 19. maí 2023 13:19
Reisa nýja útsýnispalla og lengja göngustíg við Dynjanda Í sumar verður göngustígur upp að Dynjanda í Arnarfirði lengdur og þremur nýjum útsýnispöllum komið fyrir. Auglýst er eftir framkvæmdaaðila til að annast framkvæmdirnar. Innlent 18. maí 2023 09:29
Flogið frá Akureyri til Sviss í vetur Svissneska ferðaskrifstofan Kontiki hefur ákveðið að bjóða upp á vetrarferðir til Norðurlands næsta vetur, í beinu flugi frá Zürich. Þetta er í fyrsta sinn sem ferðaskrifstofan býður ferðir beint til Norðurlands, en hún hefur töluverða reynslu af því að selja ferðir til Íslands allt árið um kring. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Markaðsstofu Norðurlands. Viðskipti innlent 16. maí 2023 11:27
Ingólfur og Lijing til Íslandshótela Ingólfur Haraldsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fasteigna hjá Íslandshótelum og Lijing Zhou sem sérfræðingur í sjálfbærni hjá sama fyrirtæki. Viðskipti innlent 16. maí 2023 10:19
Giftu sig í fjórða sinn á Íslandi „Þegar ég lagði af stað í þetta óhefðbundna ævintýralíf þá hafði ég síst af öllu ímyndað mér að ég ætti eftir að gifta mig- hvað þá að ég ætti eftir gera það í lítilli kirkju á Íslandi, af öllum stöðum.“ Lífið 14. maí 2023 21:01
Skógrækt muni draga úr ferðamannastraumnum Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri, segir að há tré séu byrjuð að byrgja fólki sýn að náttúruperlum. Sveitarstjórnir þurfi að standast þrýsting skógræktarfólks og skipuleggja svæði vel til að forðast frekari slys. Innlent 13. maí 2023 09:31
Næturgisting í kirkju í boði á Blönduósi Hótel Blönduós verður opnað með pompi og prakt eftir glænýjar endurbætur um helgina. Stórri svítu hefur verið bætt við í sjálfri gömlu kirkjunni á Blönduósi og gefst gestum og gangandi kostur á að skoða nýjan hluta af hótelinu um helgina, þó það opni ekki formlega fyrr en á mánudag. Myndasyrpu frá Blönduósi má skoða neðst í fréttinni. Lífið 13. maí 2023 08:00
Steinboginn yfir Flögufossi hrundi Heimamenn í Breiðdalsvík tóku eftir því að steinboginn yfir Flögufoss er hruninn. Boginn var talinn afar fallegur og vinsæll hjá ferðamönnum. Innlent 11. maí 2023 14:55
Gréta María segir upp störfum hjá Arctic Adventures Stjórn Arctic Adventures hefur ráðið Ásgeir Baldurs í starf forstjóra Arctic Adventures hf. Gréta María Grétarsdóttir, sem gegnt hefur starfi forstjóra Arctic Adventures hefur sagt upp störfum. Hún hefur stýrt félaginu frá árslokum 2021 en starfaði þar áður hjá Brimi og Krónunni. Viðskipti innlent 11. maí 2023 09:52
Slasaðist þegar hann féll niður bratta við Hvítserk Ferðamaður slasaðist nokkuð þegar hann féll niður bratta brekku niður í fjöru við Hvítserk í dag. Maðurinn var með meðvitund þegar björgunarfólk kom á staðinn. Til stóð að flytja hann á sjúkrahús í Reykjavík. Innlent 10. maí 2023 20:06
Tveggja daga pásukvöð brot á reglum EES Sú staðreynd að erlend rútufyrirtæki innan geta ekki boðið upp á lengri en tíu daga samfelldar rútuferðir er brot á EES-reglum. Reglurnar takmarki markaðsaðgengi erlendra rútufyrirtækja. Viðskipti innlent 10. maí 2023 15:27
Bíður eftir tillögum frá samráðshópi um sjúkraflug á Suðurlandi Heilbrigðisráðherra segist hafa fullan skilning á áhyggjum ferðaþjónustu- og viðbragðsaðila af fjölgun ferðamanna og skorti á bráðaviðbragði á ferðamannastöðum. Hann segist nú bíða eftir niðurstöðum starfshóps um sjúkraflug. Lykilatriði sé að styrkja viðbragðsþjónustu um land allt. Innlent 9. maí 2023 14:01
Spyr hvort vandamálið séu ferðamenn sem borga ekki til að skoða Gullfoss Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar spyr þingmann Sjálfstæðisflokksins hvort hann vilji meina að vandamálið við skort á neyðarþjónustu á ferðamannastöðum sé að ferðamenn borgi ekki þúsund krónur til að skoða Gullfoss. Innlent 9. maí 2023 11:45
Eigi að „drullast“ til að rukka ferðamenn til að koma upp neyðarþjónustu Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Þingvallanefndar ætlar að þrýsta á að tilraunaverkefni um sjúkraþyrlu á Suðurlandi fari af stað að nýju. Verkefnið var sett á ís í Covid en þingmaðurinn segir nú kominn tíma til að hefja það að nýju, þegar von er á miklum fjölda ferðamanna til landsins. Innlent 9. maí 2023 07:01
Metsætanýting hjá Icelandair í apríl Metsætanýting var hjá Icelandair í apríl en heildarfjöldi farþega var um 296 þúsund og um 22 prósent fleiri en í sama mánuði í fyrra þegar farþegar voru 242 þúsund. Sætaframboð í apríl jókst um 17 prósent miðað við fyrra ár. Viðskipti innlent 8. maí 2023 20:29