„Aldrei teflt í tvísýnu með öryggi gesta eða starfsfólks“ Árni Sæberg skrifar 6. apríl 2024 13:23 Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa Lónsins. Vísir/Einar Fyrstu gestirnir í þrjár vikur dýfðu tánum í Bláa lónið klukkan tólf á hádegi. Framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu fagnar opnuninni og segir fyllsta öryggis gætt. Bláa lónið var rýmt þann 16. mars síðastliðinn þegar eldgos hófst á Sundhnúksgígaröðinni og hefur verið lokað síðan. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu- markaðs og vöruþróunarsviðs Bláa lónsins, fagnar því að geta opnað lónið. „Tilfinningin er góð, að geta opnað og tekið á móti ferðamönnum.“ Ákvörðun tekin í góðu samráði við yfirvöld Í tilkynningu frá Úlfari Lúðvíkssyni, Lögreglustjóranum á Suðurnesjum í gær sagði að það væri enn mat hans að ógn geti stafað af hraunrennsli og gasmengun í Grindavík og inn í Svartsengi við núverandi aðstæður. Það hafi verið ákvörðun Bláa lónsins, í samráði við Lögreglustjóra, að opna á ný. „Við höfum farið vel yfir áhættumatið sem hefur verið útbúið og farið yfir þær öryggisráðstafanir og viðbragðsáætlanir sem liggja til grundvallar. Við höfum unnið þetta vel með utanaðkomandi sérfræðingum og hann eins og aðrir að fullu upplýstir um það hvernig við höfum undirbúið opnunina og veitt leyfi til þess. Ég hef ekki fundið fyrir öðru en góðu samráði og góðu samtali og góðum skilningi líka fyrir mikilvægi þess að geta haldið starfseminni opinni,“ segir Helga. Fara hægt og rólega af stað Helga segist gera ráð fyrir því að opnunin fari rólega af stað, enda hafi verið lokað í heilar þrjár vikur. Gestum fari vonandi fjölgandi eftir því sem líður á vorið. „Það er okkar markmið að lifa með jarðhræringunum í okkar nærumhverfi. Það kallar á það að við þurfum að geta aðlagað starfsemina og opnunartíma eftir gas- og vindaspám á hverjum degi. Þannig að við erum auðvitað að vinna að og rýna það gríðarlega vel á hverjum degi. Markmiðið okkar er að sjálfsögðu að það verði aldrei teflt í tvísýnu með öryggi gesta eða starfsfólks.“ Ferðamennska á Íslandi Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Bláa lónið var rýmt þann 16. mars síðastliðinn þegar eldgos hófst á Sundhnúksgígaröðinni og hefur verið lokað síðan. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu- markaðs og vöruþróunarsviðs Bláa lónsins, fagnar því að geta opnað lónið. „Tilfinningin er góð, að geta opnað og tekið á móti ferðamönnum.“ Ákvörðun tekin í góðu samráði við yfirvöld Í tilkynningu frá Úlfari Lúðvíkssyni, Lögreglustjóranum á Suðurnesjum í gær sagði að það væri enn mat hans að ógn geti stafað af hraunrennsli og gasmengun í Grindavík og inn í Svartsengi við núverandi aðstæður. Það hafi verið ákvörðun Bláa lónsins, í samráði við Lögreglustjóra, að opna á ný. „Við höfum farið vel yfir áhættumatið sem hefur verið útbúið og farið yfir þær öryggisráðstafanir og viðbragðsáætlanir sem liggja til grundvallar. Við höfum unnið þetta vel með utanaðkomandi sérfræðingum og hann eins og aðrir að fullu upplýstir um það hvernig við höfum undirbúið opnunina og veitt leyfi til þess. Ég hef ekki fundið fyrir öðru en góðu samráði og góðu samtali og góðum skilningi líka fyrir mikilvægi þess að geta haldið starfseminni opinni,“ segir Helga. Fara hægt og rólega af stað Helga segist gera ráð fyrir því að opnunin fari rólega af stað, enda hafi verið lokað í heilar þrjár vikur. Gestum fari vonandi fjölgandi eftir því sem líður á vorið. „Það er okkar markmið að lifa með jarðhræringunum í okkar nærumhverfi. Það kallar á það að við þurfum að geta aðlagað starfsemina og opnunartíma eftir gas- og vindaspám á hverjum degi. Þannig að við erum auðvitað að vinna að og rýna það gríðarlega vel á hverjum degi. Markmiðið okkar er að sjálfsögðu að það verði aldrei teflt í tvísýnu með öryggi gesta eða starfsfólks.“
Ferðamennska á Íslandi Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira