Ekkert ferðamannagos Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. apríl 2024 21:31 Enn er stöðug virkni í eldgosinu eins og sjá má á þessari mynd sem tekin var í dag. Vísir/Björn Steinbekk Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að ferðamönnum verði ekki hleypt að gosstöðvunum við Sundhnúk á næstunni. Nokkur áhugi er meðal ferðamanna að komast að gosinu. Þeir hafa bókað til þess þyrluferðir og verið snúið við þegar þeir hafa reynt að komast inn á lokað svæði. Nú þegar átján dagar síðan að eldgosið hófst á milli Hagafells og Stóra Skógfells er virknin enn stöðug og lítið sem bendir til þess að eldgosinu ljúki í bráð. Fáir hafa getað séð gosið þar sem svæðið í kring hefur að mestu leyti verið lokað. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að nokkur bið geti orðið á að fólk fái að fara að gosstöðvunum. „Eins og staðan er í augnablikinu þá getum við ekki bætt á okkur verkefnum. Þannig að það er eitthvað sem bíður eitthvað inn í vorið.“ Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir ekki tímabært að hleypa ferðamönnum að gosstöðvunum við Sundhnúk.Vísir/Einar Hann segir nálægð gossins við Grindavíkurbæ hafa sitt að segja. „Verkefnið hingað til hefur verið, má segja, að verja bæinn og halda óviðkomandi frá bænum. Þannig ef við förum að hleypa fólki að þessu gosi þá ertu kominn með almenning svo til inn í Grindavík. Þannig að það er svona í mörg horn að líta þannig að eins og staðan er akkúrat í augnablikinu þá er þetta eitthvað sem bíður.“ Nokkuð er um að þyrlur hafi flogið yfir gosstöðvarnar undanfarið með ferðamenn en ferðirnar eru þó ekki jafn margar og þegar eldgosið var í Fagradalsfjalli. Þá er líka eitthvað um að ferðamönnum, sem hafa viljað sjá gosið, hafi verið snúið við við lokunarpósta. Úlfar segir reynt að tryggja að enginn komist inn á svæðið sem hefur ekki tilskilin leyfi. „Það eru starfsmenn frá Öryggismiðstöðinni sem sjá um lokunarpósta bara í góðu samstarfi við aðra viðbragðsaðila.“ Hann á von að að áhugi á að komast að gosstöðvunum komi til með að aukast. „Með svona betra veðri þá held ég að ásókn á þennan stað komi til með að aukast ef þetta breytist ekki. Það virðist vera tiltölulega stöðugt eins og gosið lítur út í dag. Ég er nú að bíða eftir því að því ljúki. Það myndi hjálpa okkur.“ Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Grindavík Tengdar fréttir Virkni enn stöðug og fátt bendir til gosloka Virkni eldgossins við Sundhnúk er enn nokkuð stöðug og segir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands engin merki um að gosinu sé að ljúka þó slokknað hafi í einum af gígunum þremur. 2. apríl 2024 12:01 Mest lesið „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Hlýnandi veður Veður Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Fleiri fréttir Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Sjá meira
Nú þegar átján dagar síðan að eldgosið hófst á milli Hagafells og Stóra Skógfells er virknin enn stöðug og lítið sem bendir til þess að eldgosinu ljúki í bráð. Fáir hafa getað séð gosið þar sem svæðið í kring hefur að mestu leyti verið lokað. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að nokkur bið geti orðið á að fólk fái að fara að gosstöðvunum. „Eins og staðan er í augnablikinu þá getum við ekki bætt á okkur verkefnum. Þannig að það er eitthvað sem bíður eitthvað inn í vorið.“ Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir ekki tímabært að hleypa ferðamönnum að gosstöðvunum við Sundhnúk.Vísir/Einar Hann segir nálægð gossins við Grindavíkurbæ hafa sitt að segja. „Verkefnið hingað til hefur verið, má segja, að verja bæinn og halda óviðkomandi frá bænum. Þannig ef við förum að hleypa fólki að þessu gosi þá ertu kominn með almenning svo til inn í Grindavík. Þannig að það er svona í mörg horn að líta þannig að eins og staðan er akkúrat í augnablikinu þá er þetta eitthvað sem bíður.“ Nokkuð er um að þyrlur hafi flogið yfir gosstöðvarnar undanfarið með ferðamenn en ferðirnar eru þó ekki jafn margar og þegar eldgosið var í Fagradalsfjalli. Þá er líka eitthvað um að ferðamönnum, sem hafa viljað sjá gosið, hafi verið snúið við við lokunarpósta. Úlfar segir reynt að tryggja að enginn komist inn á svæðið sem hefur ekki tilskilin leyfi. „Það eru starfsmenn frá Öryggismiðstöðinni sem sjá um lokunarpósta bara í góðu samstarfi við aðra viðbragðsaðila.“ Hann á von að að áhugi á að komast að gosstöðvunum komi til með að aukast. „Með svona betra veðri þá held ég að ásókn á þennan stað komi til með að aukast ef þetta breytist ekki. Það virðist vera tiltölulega stöðugt eins og gosið lítur út í dag. Ég er nú að bíða eftir því að því ljúki. Það myndi hjálpa okkur.“
Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Grindavík Tengdar fréttir Virkni enn stöðug og fátt bendir til gosloka Virkni eldgossins við Sundhnúk er enn nokkuð stöðug og segir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands engin merki um að gosinu sé að ljúka þó slokknað hafi í einum af gígunum þremur. 2. apríl 2024 12:01 Mest lesið „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Hlýnandi veður Veður Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Fleiri fréttir Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Sjá meira
Virkni enn stöðug og fátt bendir til gosloka Virkni eldgossins við Sundhnúk er enn nokkuð stöðug og segir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands engin merki um að gosinu sé að ljúka þó slokknað hafi í einum af gígunum þremur. 2. apríl 2024 12:01