Ekkert ferðamannagos Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. apríl 2024 21:31 Enn er stöðug virkni í eldgosinu eins og sjá má á þessari mynd sem tekin var í dag. Vísir/Björn Steinbekk Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að ferðamönnum verði ekki hleypt að gosstöðvunum við Sundhnúk á næstunni. Nokkur áhugi er meðal ferðamanna að komast að gosinu. Þeir hafa bókað til þess þyrluferðir og verið snúið við þegar þeir hafa reynt að komast inn á lokað svæði. Nú þegar átján dagar síðan að eldgosið hófst á milli Hagafells og Stóra Skógfells er virknin enn stöðug og lítið sem bendir til þess að eldgosinu ljúki í bráð. Fáir hafa getað séð gosið þar sem svæðið í kring hefur að mestu leyti verið lokað. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að nokkur bið geti orðið á að fólk fái að fara að gosstöðvunum. „Eins og staðan er í augnablikinu þá getum við ekki bætt á okkur verkefnum. Þannig að það er eitthvað sem bíður eitthvað inn í vorið.“ Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir ekki tímabært að hleypa ferðamönnum að gosstöðvunum við Sundhnúk.Vísir/Einar Hann segir nálægð gossins við Grindavíkurbæ hafa sitt að segja. „Verkefnið hingað til hefur verið, má segja, að verja bæinn og halda óviðkomandi frá bænum. Þannig ef við förum að hleypa fólki að þessu gosi þá ertu kominn með almenning svo til inn í Grindavík. Þannig að það er svona í mörg horn að líta þannig að eins og staðan er akkúrat í augnablikinu þá er þetta eitthvað sem bíður.“ Nokkuð er um að þyrlur hafi flogið yfir gosstöðvarnar undanfarið með ferðamenn en ferðirnar eru þó ekki jafn margar og þegar eldgosið var í Fagradalsfjalli. Þá er líka eitthvað um að ferðamönnum, sem hafa viljað sjá gosið, hafi verið snúið við við lokunarpósta. Úlfar segir reynt að tryggja að enginn komist inn á svæðið sem hefur ekki tilskilin leyfi. „Það eru starfsmenn frá Öryggismiðstöðinni sem sjá um lokunarpósta bara í góðu samstarfi við aðra viðbragðsaðila.“ Hann á von að að áhugi á að komast að gosstöðvunum komi til með að aukast. „Með svona betra veðri þá held ég að ásókn á þennan stað komi til með að aukast ef þetta breytist ekki. Það virðist vera tiltölulega stöðugt eins og gosið lítur út í dag. Ég er nú að bíða eftir því að því ljúki. Það myndi hjálpa okkur.“ Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Grindavík Tengdar fréttir Virkni enn stöðug og fátt bendir til gosloka Virkni eldgossins við Sundhnúk er enn nokkuð stöðug og segir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands engin merki um að gosinu sé að ljúka þó slokknað hafi í einum af gígunum þremur. 2. apríl 2024 12:01 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Nú þegar átján dagar síðan að eldgosið hófst á milli Hagafells og Stóra Skógfells er virknin enn stöðug og lítið sem bendir til þess að eldgosinu ljúki í bráð. Fáir hafa getað séð gosið þar sem svæðið í kring hefur að mestu leyti verið lokað. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að nokkur bið geti orðið á að fólk fái að fara að gosstöðvunum. „Eins og staðan er í augnablikinu þá getum við ekki bætt á okkur verkefnum. Þannig að það er eitthvað sem bíður eitthvað inn í vorið.“ Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir ekki tímabært að hleypa ferðamönnum að gosstöðvunum við Sundhnúk.Vísir/Einar Hann segir nálægð gossins við Grindavíkurbæ hafa sitt að segja. „Verkefnið hingað til hefur verið, má segja, að verja bæinn og halda óviðkomandi frá bænum. Þannig ef við förum að hleypa fólki að þessu gosi þá ertu kominn með almenning svo til inn í Grindavík. Þannig að það er svona í mörg horn að líta þannig að eins og staðan er akkúrat í augnablikinu þá er þetta eitthvað sem bíður.“ Nokkuð er um að þyrlur hafi flogið yfir gosstöðvarnar undanfarið með ferðamenn en ferðirnar eru þó ekki jafn margar og þegar eldgosið var í Fagradalsfjalli. Þá er líka eitthvað um að ferðamönnum, sem hafa viljað sjá gosið, hafi verið snúið við við lokunarpósta. Úlfar segir reynt að tryggja að enginn komist inn á svæðið sem hefur ekki tilskilin leyfi. „Það eru starfsmenn frá Öryggismiðstöðinni sem sjá um lokunarpósta bara í góðu samstarfi við aðra viðbragðsaðila.“ Hann á von að að áhugi á að komast að gosstöðvunum komi til með að aukast. „Með svona betra veðri þá held ég að ásókn á þennan stað komi til með að aukast ef þetta breytist ekki. Það virðist vera tiltölulega stöðugt eins og gosið lítur út í dag. Ég er nú að bíða eftir því að því ljúki. Það myndi hjálpa okkur.“
Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Grindavík Tengdar fréttir Virkni enn stöðug og fátt bendir til gosloka Virkni eldgossins við Sundhnúk er enn nokkuð stöðug og segir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands engin merki um að gosinu sé að ljúka þó slokknað hafi í einum af gígunum þremur. 2. apríl 2024 12:01 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Virkni enn stöðug og fátt bendir til gosloka Virkni eldgossins við Sundhnúk er enn nokkuð stöðug og segir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands engin merki um að gosinu sé að ljúka þó slokknað hafi í einum af gígunum þremur. 2. apríl 2024 12:01