Ferðamennska á Íslandi

Ferðamennska á Íslandi

Fréttir af ýmsum málum tengdum ferðamennsku á Íslandi.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Feta ein­stigi milli metnaðar og raun­sæis í lofts­lags­mark­miði

Markmið íslenskra stjórnvalda um samdrátt í losun er krefjandi en þau reyna að finna jafnvægi á milli raunsæis og metnaðar, að sögn loftslagsráðherra. Samningamenn Íslands á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna hafi farið að heiman með þau skilaboð að krefjast afgerandi samdráttar í losun.

Innlent
Fréttamynd

Ferðaþjónusturisar stefna á sam­einingu

Stjórnir Arctic Adventures hf. og Kynnisferða hf. (Icelandia) hafa undirritað samkomulag um helstu skilmála vegna áforma um sameiningu félaganna. Samkomulagið er gert með fyrirvara um áreiðanleikakönnun á báðum félögum, samþykki Samkeppniseftirlitsins og samþykki hluthafafunda félaganna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum

Þegar hin bandaríska Nicole Zodhi fór í tíu daga ferðalag til Íslands árið 2010 átti hún allra síst von á að verða ástfangin af landinu, fólkinu og, óvænt, af íslenska leiðsögumanninum sínum, Einari Þór Jóhannssyni. Hún sneri lífi sínu á hvolf, sagði skilið við lífið sem viðskiptafræðingur í Washington-borg og elti ástina alla leið til Íslands. Í dag, fjórum árum síðar, er hún orðin hestabóndi á Suðurlandi og hefur slegið í gegn á samfélagsmiðlum.

Lífið
Fréttamynd

Far­þegum fjölgaði um 14 prósent í október

Icelandair flutti alls 464 þúsund farþega í október sem er aukning um 14 prósenta milli ára. Vöxturinn var mikill á markaðnum til Íslands, þar sem farþegafjöldi jókst um 20 prósent milli ára, og á markaðnum frá Íslandi þar sem aukningin var 31 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Engin u-beygja vegna pillu for­stjóra Icelandair

Atvinnuvegaráðherra deilir áhyggjum áhrifafólks í ferðaþjónustunni af stöðu greinarinnar. Þrátt fyrir erfiðleika til skemmri tíma sé þó bjart fram undan og bæta þurfi í markaðssetningu. Forstjóri Icelandair hvatti stjórnvöld til þess að taka U-beygju í áformum sínum um skattheimtu á greinina í kjölfar uppsagna og afkomuviðvörunar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lög­reglan inn­siglaði Flóka

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu innsiglaði í dag gistiheimilið Flóka á horni Flókagötu og Snorrabrautar í miðborg Reykjavíkur. Gistiheimilið var ekki með rekstrarleyfi.

Innlent
Fréttamynd

Segja Tango Travel verða að fara í gjald­þrot

Ferðamálastofa segir farþega eiga að beina kröfum sínum að ferðaskrifstofunni Tango Travel hafi ferðum þeirra verið aflýst enda sé ferðaskristofan starfandi og ekki gjaldþrota. Tango Travel segir Ferðamálastofu afbaka lögin og fara fram með meiðandi hætti.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Farþegagjald ó­lög­mætt og höfnin skuldar tugi milljóna

Hvalaskoðunarfyrirtækið Gentle giants á Húsavík hefur haft betur í áralangri deilu við Hafnasjóð Norðurþings um lögmæti farþegagjalds sem hafnasjóðurinn innheimtir. Hafnasjóðurinn hefur verið dæmdur til að greiða fyrirtækinu rúmar 36 milljónir króna auk vaxta. Deilur um gjöldin ná allt aftur til ársins 2008.

Innlent
Fréttamynd

Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundar­firði

Áform eru uppi um að reisa nýja aðstöðu til sjó- og gufubaða í landi Þórustaða í Holtsfjöru í Önundarfirði undir heitinu Hvítisandur. Kostnaður við framkvæmdina er áætlaður 1,5 milljarðar króna. Verkefnið er í höndum Hvítasands ehf. sem hyggst senda deiliskipulagstillögu til Ísafjarðarbæjar í nóvember. Ef samþykki fæst gætu framkvæmdir hafist næsta sumar, eftir varptíma æðarfugls.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skatta­ferða­landið Ís­land

Í síðustu viku var Ferðaþjónustudagur Samtaka Ferðaþjónustunnar haldinn í Hörpunni. Þangað mættu um 300 manns sem öll höfðu það sameiginlega markmið að efla enn frekar gæði og tekjur af íslenskri ferðaþjónustu.

Skoðun
Fréttamynd

„Al­vöru“ jóla­sveinn gisti á Hótel Rangá

Starfsfólki á Hótel Rangá var nokkuð brugðið í þegar fullskapaður jólasveinn mætti á hótelið í sínum skrúða til að dvelja þar í nokkrar nætur. Um er að ræða jólasvein frá Bandaríkjunum, sem er með milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum. Fagnaðar fundur urðu þegar Kjötkrókur hitti þann ameríska.

Lífið
Fréttamynd

Kláfur á Ísa­firði fari í opin­bera kynningu

Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar samþykkti á fundi sínum í síðustu viku að leggja til við bæjarstjórn að nauðsynlegar skipulagsbreytingar vegna kláfs upp á Eyrarfjall ofan bæjarins fari í opinbera kynningu. Tillaga að nýju skipulagi var unnin af verkfræðistofunni Eflu fyrir Eyrarkláf ehf.

Innlent
Fréttamynd

Hærri skattar á ferða­menn draga úr tekjum ríkis­sjóðs

Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur virðist staðföst í áformum um að hækka skatta á ferðamenn með nýjum álögum án þess að gera sér grein fyrir raunverulegum áhrifum ferðaþjónustunnar á íslenskt efnahagslíf. Erlendir ferðamenn greiða þegar gífurlegar fjárhæðir í ríkissjóð í formi virðisaukaskatts, án þess að fá þjónustu á móti.

Skoðun
Fréttamynd

Næstum öllum sagt upp hjá dóttur­fé­lagi Play

Öllu starfsfólki Play Europe hefur verið sagt upp nema nokkrum á Möltu sem þurfa að vera á staðnum vegna flugrekstrarleyfis í landinu. Enn er vonast til þess að leiguflug geti hafist þar á ný. Skiptastjóri þrotabús Play segir í skoðun hvort búið muni gera kröfu í dótturfélagið.

Innlent
Fréttamynd

Þriðja barnið er æðis­legur íshellir

„Já mamma er algjör nagli,“ segir Birgitta Björg Jónsdóttir kát. Sjálf eflaust ekkert síðri nagli því Birgitta er framkvæmdastjóri Into the Glacier, snjóbrettakappi, gift tveggja barna móðir sem hjólar í vinnuna allan ársins hring: Frá Hafnarfirði í Klettagarða við Sæbraut!

Atvinnulíf