

Fastir pennar

Skipulagsráðherra ríkisins
Forsætisráðherra ákvað á dögunum að sýna þjóðinni í verki af hverju honum tókst ekki að ljúka námi sínu í skipulagsfræðum við Oxford á sínum tíma.

Geta Píratar smalað köttum?
Þangað til nýlega var hann þekktastur fyrir að vera lausgirtur sjónvarpskynnir sem var rekinn af MTV fyrir að mæta í vinnuna klæddur eins og Osama bin Laden daginn eftir árásina á tvíburaturnana í New York með dópsalann sinn upp á arminn.

Fleiri ferðamenn – öflugri löggæsla
Löggæsla er grunnhlutverk ríkisvaldsins.

Frelsið er yndislegt
Ég er einn af þeim sem hafa alltaf verið frekar vísindalega þenkjandi um leið og ég hef ekki átt mikla samleið með hugmyndum sem byggjast á blindri trú á hið yfirnáttúrulega. Það hefur þó ekki þýtt að ég afneiti öllum andlegum málum

Bandaríska stjórnarskráin og Ísland
Stjórnarskrá Bandaríkjanna var umdeild frá byrjun eins og við var að búast. Hana sömdu 55 karlar, flestir lögfræðingar og eignamenn og sumir þrælahaldarar, t.d. George Washington, Thomas Jefferson og James Madison, sem allir urðu síðan forsetar Bandaríkjanna.

Enn er ríkið dregið fyrir dóm
Ellefu sinnum frá því að ríkisstjórnin samþykkti Evrópustefnu sína fyrir rúmu ári hefur Íslandi verið stefnt fyrir EFTA-dómstólinn fyrir að hafa brugðist skyldum sínum í að innleiða hér á landi í tíma reglur Evrópska efnahagssvæðisins.

Gjafir okkar til þeirra
Það er með ólíkindum að Ísland hafi ekki tekið fleiri framfaraskref við afnám tolla á innfluttar landbúnaðarafurðir því þeir valda neytendum og þar með öllum almenningi gríðarlegu tjóni á hverju ári.

Staðið í vegi fyrir réttarbótum
Tillaga að stofnun millidómstigs er fagnaðarefni.

Hvað ungur nemur gamall semur
Það voru örugglega einhverjir foreldrar sem svitnuðu þegar barnið þeirra dró upp málsháttinn úr páskaegginu og vildi fá góða skýringu á skilaboðunum.

Slagurinn er öllum kostnaðarsamur
Allt bendir til þess að í hönd fari einhverjar hörðustu kjaradeilur sem plagað hafa landsmenn í háa herrans tíð.

Ímynd Íslands
Flestir stjórnmálamenn virðast halda að hryggjarstykkið í íslenskri menningu sé lambahryggurinn og ekkert geti talist almennilega íslenskt nema hægt sé að éta það.

Kaldhæðnisleg örlög Krists
Ég bið "fyrir alla muni, Súlli minn, ekki líta niður“. En ég sé það á þjáningunni í svip hans að hann er löngu búinn að komast að því hverjir halda á honum.

Satt eða ósatt?
Sérkennileg staða í dómsmáli.

Viðhorf lúsera
Vika er liðin frá því að byltingin hófst og við erum búin að sjá þingmann og borgarfulltrúa taka þátt í átakinu, geirvartan var frelsuð í Hraðfréttum í Ríkissjónvarpinu og fjölmiðlar víða um heim hafa fjallað um byltinguna á Íslandi sem hófst Verzlunarskóla Íslands.

Ímynduð samfélög fornminja
Marga rak í rogastans þegar þeir sáu forsíðu Fréttablaðsins í gær og þeir voru margir sem tóku aðalfréttinni sem aprílgabbi. "Nýtt Alþingishús eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar,“ var fyrirsögnin.

Bandaríska stjórnarskráin: Er hún úrelt?
Margir líta svo á, að styrkur Bandaríkjanna sem stórveldis á flestum sviðum vitni um traustar stjórnskipulegar undirstöður.

Ég á mig sjálf
Skýr löggjöf um hefndarklám er nauðsynleg.

Skilaboð að handan
Í gegnum tíðina hef ég reglulega freistað þess að komast í samband við aðra heima með því að borga miðlum fyrir upplýsingar að handan.

Markaðsbrestur á okkar kostnað
Þrír bankar, Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn, eru samanlagt með 90 prósent markaðshlutdeild á íslenskum fjármálamarkaði.

Framtíðin er hér
Á unglingsárunum stundaði ég nám á ferðabraut Menntaskólans í Kópavogi. Brautin, ekki ólíkt iðngreininni sjálfri, var þá tiltölulega ný og hugnaðist mér vel,

Enn er látið reka á reiðanum
Vísbendingar eru um að vöxtur ferðaþjónustunnar sé að baki nær allri fjölgun starfandi fólks á síðasta ári, og skýri 2.700 af 2.800 nýju störfum sem urðu til. Í blaðinu í gær er haft eftir Edward H. Huijbens, prófessor við Háskólann á Akureyri og sérfræðingi við Rannsóknamiðstöð ferðamála, að fjölgi gestum áfram eins og spár segi til um, sem hann segir allt benda til, þá þurfi að flytja inn töluvert af vinnuafli til að mæta aukningunni.

Hvað felst í nafni?
Fyrst hugsar maður: Af hverju endar íslensk mannréttindabarátta alltaf í einhverju þvargi um að fá að nota nafn sem enginn bannar þér að nota? Fyrst Þorgeir með þetta óskiljanlega eina s í föðurnafninu; og núna Jón Gnarr

Þak yfir höfuðið
Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra hefur boðað komu frumvarpa inn í þingið sem snúa að húsnæðismarkaðnum. Um er að ræða fjögur frumvörp; um stofnstyrki, breytingu á lögum um húsnæðissamvinnufélög, húsnæðisbætur og breytingu á húsaleigulögum.

Með byltinguna í brjóstinu
Ég beraði á mér brjóstið í vikunni. Þeir sem þekkja mig vita að ég fer helst ekki í sund af feimni.

Eitruð lög
Síðasta vika var ansi söguleg í mínu lífi. Þar sem ég er nú með bandaríska kennitölu ákvað ég að láta á það reyna að sækja um nafnabreytingu fyrir dómstólum hér í Húston. Fyrir mánuði útvegaði ég mér nauðsynleg gögn og hóf málið.

Kjarkmikill utanríkisráðherra
Staða mála í Austurlöndum nær er snúin. Stundum virðist ómögulegt að henda reiður á þeim grimmdarlega veruleika sem þjóðir í þessum heimshluta búa við. Stöku sinnum birtast þó fréttir, sem vekja vonir um að þeir ógeðfelldu hagsmunir sem oft virðast ráða ferð, séu látnir víkja fyrir heilbrigðri skynsemi.

Til hamingju með nýju geitina þína
Það sem meira er, Jesús hlýtur að vera mikill stuðningsmaður gjafa á borð við þessar.

Ég var hér
Við Leistikowstraße 1 í Potsdam í Þýskalandi stendur bygging sem lítur út eins og afturganga. Málning flagnar af veggjum, flakandi minnisvarði um uppgjöf fegurðarinnar fyrir skuggahliðum tilverunnar. Gluggarnir snúa út í veröldina eins og tómar augntóftir.

Harmleikur í háloftunum
Þegar 150 manns farast með farþegaþotu í hefðbundnu millilandaflugi í Evrópu, líkt og gerðist í Frönsku ölpunum á þriðjudag, verður fólk sem notar þennan ferðamáta eðlilega slegið og skelkað. Fá orð ná svo utan um harminn sem nístir þá sem atburðurinn snertir beint.

Minnimáttarkenndin og rokið
Um fátt er rætt á kaffistofum annað en veðrið nýverið. Þá vakna spurningar um hvort það sé yfirhöfuð þess virði að búa á þessu skeri og verður mér þá hugsað um marga ókosti þess.