Markaðsbrestur á okkar kostnað Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. apríl 2015 09:00 Þrír bankar, Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn, eru samanlagt með 90 prósent markaðshlutdeild á íslenskum fjármálamarkaði. Fákeppnismarkaður eins og hinn íslenski er í eðli sínu markaðsbrestur (e. „market failure“) af því tagi sem Joseph Stiglitz, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, og fleiri hafa skrifað um. Íslenskir neytendur bera í raun tjónið af þessari fákeppni í formi rentusóknar (e. „rent seeking“) sem þessir bankar hirða til sín af almenningi. Þannig verður bein tilfærsla auðs frá almenningi til bankanna, oft í formi gjalda langt yfir raunverulegu kostnaðarverði, án þess að það eigi sér stað einhver verðmætasköpun í millitíðinni. Í krafti fákeppni og yfirburða á sér stað óeðlileg tilfærsla fjár frá almenningi til fjármálafyrirtækja. Í þessu felst markaðsbresturinn. Af samanlögðum hagnaði stóru bankanna þriggja í fyrra námu þjónustugjöld af einhverju tagi alls 30 milljörðum króna eða um 40 prósentum af 80 milljarða króna samanlögðum hagnaði bankanna. Það getur varla verið tilviljun að hlutfall þjónustugjalda í hagnaði var minnst hjá ríkisbankanum. Joseph Stiglitz segir í bók sinni The Price of Inequality að rentusókn af þessu tagi eigi sér margar birtingarmyndir. Ein þeirra sé slök framfylgni samkeppnislöggjafar og ákvæði sem heimila fyrirtækjum að hagnast óeðlilega á kostnað annarra eða færa kostnað af starfsemi sinni yfir á almenning. Ef það væri eðlileg samkeppni á íslenskum bankamarkaði þá gætu bankarnir ekki rukkað viðskiptavini sína með þessum hætti, það væri eðlileg kostnaðarmyndun fyrir „vörur“ bankanna. Þeir myndu ekki græða svona mikið á vaxtamun á kostnað almennings og þeir myndu skila hóflegum hagnaði. Það fæli eðlilega í sér bættan hag heimilanna. Staðan á íslenskum fjármálamarkaði er alvarlegt áhyggjuefni vegna fákeppninnar. Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, segir að eðlilegt sé að hætta við áform um einkavæðingu hluta Landsbankans af þessum sökum og hafa bankann einfaldlega áfram í ríkiseigu. „Ríkið ætti að eiga einn banka og fela honum það verkefni að skila hóflegri arðsemi og hvetja til aukinnar samkeppni á bankamarkaði. Ég held að það væri langskynsamlegast og best fyrir þjóðina,“ sagði Frosti í fréttum Stöðvar 2 um málið. Frosti vill raunar að ríkið eigi 100% í bankanum og kaupi það rúmlega eitt prósent sem er í eigu starfsmanna. En gæti ekki einhver með sömu rökum haldið því fram að ríkið ætti líka að reka flugfélag eða fyrirtæki í öðrum atvinnugreinum? Það er ákveðin einföldun að ræða hlutina í þessu samhengi. Straumur fjármagns liggur frá bönkum og þessi straumur er oft á tíðum lífæð fyrirtækjanna í landinu. Það er ekki hægt að bera þetta saman. Í því virka fákeppnisumhverfi sem nú ríkir á bankamarkaði er æskilegt að ríkisbanki stígi á bremsuna til að hafa taumhald á hinum bönkunum og stuðla að virkri samkeppni. Á Íslandi búa 340.000 manns. Hvað kallar á það að fámennur hópur fjárfesta fái að kaupa stóran hlut í Landsbankanum og hvaða tilgangi þjónar það? Á að einkavæða þennan banka „af því bara“ svo fjárfestar geti grætt nógu mikið á honum? Landsbankinn hefur þegar greitt eiganda sínum, íslenska ríkinu, 54,5 milljarða króna í arð vegna síðustu þriggja rekstrarára. Ef Landsbankinn er vel rekinn banki, með það fyrir augum að fyrirbyggja ríkisvætt tap, og rekinn af hæfu fólki eftir sömu lögmálum og slíkur banki í eigu einkaaðila, hvað kallar á einkavæðingu hans?Höfundur er lögfræðingur og starfar sem fréttamaður. Pistillinn birtist í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Þrír bankar, Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn, eru samanlagt með 90 prósent markaðshlutdeild á íslenskum fjármálamarkaði. Fákeppnismarkaður eins og hinn íslenski er í eðli sínu markaðsbrestur (e. „market failure“) af því tagi sem Joseph Stiglitz, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, og fleiri hafa skrifað um. Íslenskir neytendur bera í raun tjónið af þessari fákeppni í formi rentusóknar (e. „rent seeking“) sem þessir bankar hirða til sín af almenningi. Þannig verður bein tilfærsla auðs frá almenningi til bankanna, oft í formi gjalda langt yfir raunverulegu kostnaðarverði, án þess að það eigi sér stað einhver verðmætasköpun í millitíðinni. Í krafti fákeppni og yfirburða á sér stað óeðlileg tilfærsla fjár frá almenningi til fjármálafyrirtækja. Í þessu felst markaðsbresturinn. Af samanlögðum hagnaði stóru bankanna þriggja í fyrra námu þjónustugjöld af einhverju tagi alls 30 milljörðum króna eða um 40 prósentum af 80 milljarða króna samanlögðum hagnaði bankanna. Það getur varla verið tilviljun að hlutfall þjónustugjalda í hagnaði var minnst hjá ríkisbankanum. Joseph Stiglitz segir í bók sinni The Price of Inequality að rentusókn af þessu tagi eigi sér margar birtingarmyndir. Ein þeirra sé slök framfylgni samkeppnislöggjafar og ákvæði sem heimila fyrirtækjum að hagnast óeðlilega á kostnað annarra eða færa kostnað af starfsemi sinni yfir á almenning. Ef það væri eðlileg samkeppni á íslenskum bankamarkaði þá gætu bankarnir ekki rukkað viðskiptavini sína með þessum hætti, það væri eðlileg kostnaðarmyndun fyrir „vörur“ bankanna. Þeir myndu ekki græða svona mikið á vaxtamun á kostnað almennings og þeir myndu skila hóflegum hagnaði. Það fæli eðlilega í sér bættan hag heimilanna. Staðan á íslenskum fjármálamarkaði er alvarlegt áhyggjuefni vegna fákeppninnar. Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, segir að eðlilegt sé að hætta við áform um einkavæðingu hluta Landsbankans af þessum sökum og hafa bankann einfaldlega áfram í ríkiseigu. „Ríkið ætti að eiga einn banka og fela honum það verkefni að skila hóflegri arðsemi og hvetja til aukinnar samkeppni á bankamarkaði. Ég held að það væri langskynsamlegast og best fyrir þjóðina,“ sagði Frosti í fréttum Stöðvar 2 um málið. Frosti vill raunar að ríkið eigi 100% í bankanum og kaupi það rúmlega eitt prósent sem er í eigu starfsmanna. En gæti ekki einhver með sömu rökum haldið því fram að ríkið ætti líka að reka flugfélag eða fyrirtæki í öðrum atvinnugreinum? Það er ákveðin einföldun að ræða hlutina í þessu samhengi. Straumur fjármagns liggur frá bönkum og þessi straumur er oft á tíðum lífæð fyrirtækjanna í landinu. Það er ekki hægt að bera þetta saman. Í því virka fákeppnisumhverfi sem nú ríkir á bankamarkaði er æskilegt að ríkisbanki stígi á bremsuna til að hafa taumhald á hinum bönkunum og stuðla að virkri samkeppni. Á Íslandi búa 340.000 manns. Hvað kallar á það að fámennur hópur fjárfesta fái að kaupa stóran hlut í Landsbankanum og hvaða tilgangi þjónar það? Á að einkavæða þennan banka „af því bara“ svo fjárfestar geti grætt nógu mikið á honum? Landsbankinn hefur þegar greitt eiganda sínum, íslenska ríkinu, 54,5 milljarða króna í arð vegna síðustu þriggja rekstrarára. Ef Landsbankinn er vel rekinn banki, með það fyrir augum að fyrirbyggja ríkisvætt tap, og rekinn af hæfu fólki eftir sömu lögmálum og slíkur banki í eigu einkaaðila, hvað kallar á einkavæðingu hans?Höfundur er lögfræðingur og starfar sem fréttamaður. Pistillinn birtist í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun