
Salka Valka
Breskur prófessor í geðlækningum, David Sinclair, hélt fyrirlestur í Hannesarholti í vikunni. Hann fjallaði um athuganir sínar á skáldsögum Halldórs Laxness frá sjónarhóli geðlækninga. Sinclair ræddi um alla þrjóskupúkana, Bjart í Sumarhúsum, Jón Hreggviðsson og Steinar undir Steinahlíðum o.fl. og velti fyrir sér undarlegu úthaldi og þoli þessara manna.