Hrunið og Tortóla Frosti Logason skrifar 3. nóvember 2016 07:00 Íslensk stjórnmál eru skrýtin stjórnmál. Fyrr á þessu ári þyrptist fólk niður á Austurvöll til að taka þátt í kröftugum mótmælum gegn ríkisstjórn sem þá var fyrir löngu búinn að missa traust fólksins í landinu. Nú höfum við kosið og 29% þjóðarinnar ákvað að aflandsreikningar kjörinna fulltrúa sé ekki vandamál. Breytingar eru óþarfar. Aðalmálið er að hafa traustan mann í brúnni. Við þrömmum því áfram stollt á vegi hagsældar og ójafnaðar. Hækkum laun þingmanna og ráðherra og látum hvergi staðar numið í veislunni. Árangur áfram ekkert stopp. Gerir ekkert til þó einn Panama ráðherra hafi farið fyrir borð. Við eigum nefnilega þrjá, og að sjálfsögðu tekur sá næsti við keflinu. Þeir erlendu blaðamenn sem hingað komu til að fylgjast með umbótabyltingu geta staðið úti og nagað þröskuldinn. Haldið bara áfram. Hér er ekkert að frétta. Nú þurfum við ekki lengur að hafa áhyggjur yfir því að álver og útgerðargrey verði neydd til að borga meira til samfélagsins. Það væri auðvitað hryllilegt. Eða að stjórnarskránni verði umturnað af skríl anarkista. Okkur hefur líka með naumindum verið forðað frá því að þjóðin fái eitthvað að segja um hug sinn til Evrópusambandsins. Ég fæ mig ekki til að hugsa þá hugsun til enda hvernig það hefði farið. Sem betur fer eru þeir stjórnmálamenn margir sem reiðubúnir eru til að selja hugsjónir sínar fyrir þægilega stóla í ríkisstjórn. Ef þeir væru ekki til fengi ránfuglinn sennilega lítið eða ekkert að borða. Og við værum enn að velta okkur upp úr ómerkilegum hlutum eins og hruninu og Tortóla.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frosti Logason Mest lesið Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Íslensk stjórnmál eru skrýtin stjórnmál. Fyrr á þessu ári þyrptist fólk niður á Austurvöll til að taka þátt í kröftugum mótmælum gegn ríkisstjórn sem þá var fyrir löngu búinn að missa traust fólksins í landinu. Nú höfum við kosið og 29% þjóðarinnar ákvað að aflandsreikningar kjörinna fulltrúa sé ekki vandamál. Breytingar eru óþarfar. Aðalmálið er að hafa traustan mann í brúnni. Við þrömmum því áfram stollt á vegi hagsældar og ójafnaðar. Hækkum laun þingmanna og ráðherra og látum hvergi staðar numið í veislunni. Árangur áfram ekkert stopp. Gerir ekkert til þó einn Panama ráðherra hafi farið fyrir borð. Við eigum nefnilega þrjá, og að sjálfsögðu tekur sá næsti við keflinu. Þeir erlendu blaðamenn sem hingað komu til að fylgjast með umbótabyltingu geta staðið úti og nagað þröskuldinn. Haldið bara áfram. Hér er ekkert að frétta. Nú þurfum við ekki lengur að hafa áhyggjur yfir því að álver og útgerðargrey verði neydd til að borga meira til samfélagsins. Það væri auðvitað hryllilegt. Eða að stjórnarskránni verði umturnað af skríl anarkista. Okkur hefur líka með naumindum verið forðað frá því að þjóðin fái eitthvað að segja um hug sinn til Evrópusambandsins. Ég fæ mig ekki til að hugsa þá hugsun til enda hvernig það hefði farið. Sem betur fer eru þeir stjórnmálamenn margir sem reiðubúnir eru til að selja hugsjónir sínar fyrir þægilega stóla í ríkisstjórn. Ef þeir væru ekki til fengi ránfuglinn sennilega lítið eða ekkert að borða. Og við værum enn að velta okkur upp úr ómerkilegum hlutum eins og hruninu og Tortóla.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun