Verðhjöðnunargildran er að fjarlægjast hagkerfi heimsins Lars Christensen skrifar 2. nóvember 2016 09:00 Síðan heimskreppan skall á 2008 hefur hnattræna hagkerfið í rauninni verið í verðhjöðnunargildru og í mörgum þróuðum hagkerfum höfum við á síðustu tveimur árum séð afdráttarlausa verðhjöðnun og í flestum löndum hefur verðbólgan stöðugt verið undir opinberum verðbólgumarkmiðum (oft 2%). Ég hef verið mjög gagnrýninn á peningamálastefnuna í flestum þróuðum hagkerfum heimsins síðan 2008 og öfugt við algenga gagnrýni á seðlabanka þá tel ég að þeir hafi ekki gert nóg til að draga úr verðhjöðnunarþrýstingi. Seðlabankar og álitsgjafar telja gjarnan að losað hafi verið mikið um peningastefnuna. En þetta er strangt til tekið ekki rétt. Í fyrsta lagi eru vextir mjög slæmur mælikvarði á stefnuviðhorf í peningamálum. Við ættum frekar að hugsa um stefnuviðhorfin með hliðsjón af peningaframboði miðað við peningaeftirspurn. Þótt til dæmis seðlabanki Bandaríkjanna hafi aukið grunnféð þá hefur eftirspurn eftir fé einnig aukist. Þetta stafar af því að neytendur og fjárfestar óttast verðhjöðnun og halda þess vegna meiri peningum í bönkunum en þeir hefðu gert ef þeir hefðu búist við að seðlabankar stæðu við verðbólgumarkmið sín í stað þess að fara undir þau. Auk þess neyða strangar fjármálareglur nú um stundir banka og lífeyrissjóði til að hafa meira handbært fé og svokallaðar öruggar eignir en fyrir kreppuna. Þetta veldur verðhjöðnun þar sem það veldur tilbúinni peningaeftirspurn. Þegar allt kemur til alls hafa peningamarkaðsskilyrði EKKI verið verðbólguvaldandi í heiminum síðan 2008 og þess vegna höfum við séð verðhjöðnunarþrýsting byggjast upp. En nú eru merki um að við séum loksins að byrja að fjarlægjast verðhjöðnunargildruna. Verðbólga er enn undir tveimur prósentum í flestum stóru þróuðu hagkerfunum í heiminum, en síðustu tvo mánuði höfum við séð hægfara aukningu bæði á raunverulegri verðbólgu og, það sem meira máli skiptir, í verðbólguvæntingum – sem þýðir að fjárfestar og neytendur gætu verið farnir að halda að seðlabankar geti komið verðbólgunni upp í væntingastig sitt. Mikið af þessu getur reyndar verið heppni og heppnin felst í því að flestir mikilvægustu seðlabankarnir í heiminum – það sem ég kalla peningastórveldin – hafa linað tökin á peningamálastefnunni á þessu ári. Þannig heldur seðlabanki Evrópu áfram með magnbundna íhlutun sína og Brexit-atkvæðagreiðslan í Bretlandi hræddi seðlabanka Englands til að losa um peningastefnu sína, og í Bandaríkjunum hefur seðlabanki Bandaríkjanna, eftir óróann á mörkuðunum í upphafi árs, dregið verulega úr áætlun sinni um að hækka stýrivexti fjórum sinnum á þessu ári. Enn fremur hefur seðlabanki Japans ítrekað loforð sitt um að ná tveggja prósenta verðbólgumarkmiði sínu. Og loks, og það sem er kannski mikilvægast, hefur alþýðubankinn í Kína síðasta árið tekið upp stefnu sem felur í sér „skríðandi gengissig“ renminbi sem hefur greinilega dregið úr verðhjöðnunarþrýstingi í Kína. Sú staðreynd að nú virðist draga úr verðhjöðnunarþrýstingi er sennilega líka ástæðan fyrir því að síðustu vikur höfum við séð ávöxtun skuldabréfa á heimsmarkaði fara hækkandi. Að því sögðu er engin ástæða til að ætla að verðbólga fari úr böndunum á næstunni og við ættum að minnast þess að flestir stóru seðlabankarnir í heiminum eru nú undir verðbólgumarkmiðum sínum og verðbólguvæntingar eru enn mjög lágar í sögulegu samhengi. Þess vegna er það mikilvægt að til dæmis seðlabanki Evrópu og seðlabanki Bandaríkjanna verði ekki of spenntir yfir þessari smávægilegu hækkun á verðbólguvæntingum og grípi ekki til ótímabærra aðgerða til að herða peningamarkaðsskilyrði. Það er því persónuleg skoðun mín að seðlabanki Bandaríkjanna ætti ekki að hækka stýrivexti í desember eins og nú eru merki um. Ótímabær stýrivaxtahækkun gæti vakið verðhjöðnunardrauginn aftur til lífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brexit Lars Christensen Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Síðan heimskreppan skall á 2008 hefur hnattræna hagkerfið í rauninni verið í verðhjöðnunargildru og í mörgum þróuðum hagkerfum höfum við á síðustu tveimur árum séð afdráttarlausa verðhjöðnun og í flestum löndum hefur verðbólgan stöðugt verið undir opinberum verðbólgumarkmiðum (oft 2%). Ég hef verið mjög gagnrýninn á peningamálastefnuna í flestum þróuðum hagkerfum heimsins síðan 2008 og öfugt við algenga gagnrýni á seðlabanka þá tel ég að þeir hafi ekki gert nóg til að draga úr verðhjöðnunarþrýstingi. Seðlabankar og álitsgjafar telja gjarnan að losað hafi verið mikið um peningastefnuna. En þetta er strangt til tekið ekki rétt. Í fyrsta lagi eru vextir mjög slæmur mælikvarði á stefnuviðhorf í peningamálum. Við ættum frekar að hugsa um stefnuviðhorfin með hliðsjón af peningaframboði miðað við peningaeftirspurn. Þótt til dæmis seðlabanki Bandaríkjanna hafi aukið grunnféð þá hefur eftirspurn eftir fé einnig aukist. Þetta stafar af því að neytendur og fjárfestar óttast verðhjöðnun og halda þess vegna meiri peningum í bönkunum en þeir hefðu gert ef þeir hefðu búist við að seðlabankar stæðu við verðbólgumarkmið sín í stað þess að fara undir þau. Auk þess neyða strangar fjármálareglur nú um stundir banka og lífeyrissjóði til að hafa meira handbært fé og svokallaðar öruggar eignir en fyrir kreppuna. Þetta veldur verðhjöðnun þar sem það veldur tilbúinni peningaeftirspurn. Þegar allt kemur til alls hafa peningamarkaðsskilyrði EKKI verið verðbólguvaldandi í heiminum síðan 2008 og þess vegna höfum við séð verðhjöðnunarþrýsting byggjast upp. En nú eru merki um að við séum loksins að byrja að fjarlægjast verðhjöðnunargildruna. Verðbólga er enn undir tveimur prósentum í flestum stóru þróuðu hagkerfunum í heiminum, en síðustu tvo mánuði höfum við séð hægfara aukningu bæði á raunverulegri verðbólgu og, það sem meira máli skiptir, í verðbólguvæntingum – sem þýðir að fjárfestar og neytendur gætu verið farnir að halda að seðlabankar geti komið verðbólgunni upp í væntingastig sitt. Mikið af þessu getur reyndar verið heppni og heppnin felst í því að flestir mikilvægustu seðlabankarnir í heiminum – það sem ég kalla peningastórveldin – hafa linað tökin á peningamálastefnunni á þessu ári. Þannig heldur seðlabanki Evrópu áfram með magnbundna íhlutun sína og Brexit-atkvæðagreiðslan í Bretlandi hræddi seðlabanka Englands til að losa um peningastefnu sína, og í Bandaríkjunum hefur seðlabanki Bandaríkjanna, eftir óróann á mörkuðunum í upphafi árs, dregið verulega úr áætlun sinni um að hækka stýrivexti fjórum sinnum á þessu ári. Enn fremur hefur seðlabanki Japans ítrekað loforð sitt um að ná tveggja prósenta verðbólgumarkmiði sínu. Og loks, og það sem er kannski mikilvægast, hefur alþýðubankinn í Kína síðasta árið tekið upp stefnu sem felur í sér „skríðandi gengissig“ renminbi sem hefur greinilega dregið úr verðhjöðnunarþrýstingi í Kína. Sú staðreynd að nú virðist draga úr verðhjöðnunarþrýstingi er sennilega líka ástæðan fyrir því að síðustu vikur höfum við séð ávöxtun skuldabréfa á heimsmarkaði fara hækkandi. Að því sögðu er engin ástæða til að ætla að verðbólga fari úr böndunum á næstunni og við ættum að minnast þess að flestir stóru seðlabankarnir í heiminum eru nú undir verðbólgumarkmiðum sínum og verðbólguvæntingar eru enn mjög lágar í sögulegu samhengi. Þess vegna er það mikilvægt að til dæmis seðlabanki Evrópu og seðlabanki Bandaríkjanna verði ekki of spenntir yfir þessari smávægilegu hækkun á verðbólguvæntingum og grípi ekki til ótímabærra aðgerða til að herða peningamarkaðsskilyrði. Það er því persónuleg skoðun mín að seðlabanki Bandaríkjanna ætti ekki að hækka stýrivexti í desember eins og nú eru merki um. Ótímabær stýrivaxtahækkun gæti vakið verðhjöðnunardrauginn aftur til lífsins.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun