Verðhjöðnunargildran er að fjarlægjast hagkerfi heimsins Lars Christensen skrifar 2. nóvember 2016 09:00 Síðan heimskreppan skall á 2008 hefur hnattræna hagkerfið í rauninni verið í verðhjöðnunargildru og í mörgum þróuðum hagkerfum höfum við á síðustu tveimur árum séð afdráttarlausa verðhjöðnun og í flestum löndum hefur verðbólgan stöðugt verið undir opinberum verðbólgumarkmiðum (oft 2%). Ég hef verið mjög gagnrýninn á peningamálastefnuna í flestum þróuðum hagkerfum heimsins síðan 2008 og öfugt við algenga gagnrýni á seðlabanka þá tel ég að þeir hafi ekki gert nóg til að draga úr verðhjöðnunarþrýstingi. Seðlabankar og álitsgjafar telja gjarnan að losað hafi verið mikið um peningastefnuna. En þetta er strangt til tekið ekki rétt. Í fyrsta lagi eru vextir mjög slæmur mælikvarði á stefnuviðhorf í peningamálum. Við ættum frekar að hugsa um stefnuviðhorfin með hliðsjón af peningaframboði miðað við peningaeftirspurn. Þótt til dæmis seðlabanki Bandaríkjanna hafi aukið grunnféð þá hefur eftirspurn eftir fé einnig aukist. Þetta stafar af því að neytendur og fjárfestar óttast verðhjöðnun og halda þess vegna meiri peningum í bönkunum en þeir hefðu gert ef þeir hefðu búist við að seðlabankar stæðu við verðbólgumarkmið sín í stað þess að fara undir þau. Auk þess neyða strangar fjármálareglur nú um stundir banka og lífeyrissjóði til að hafa meira handbært fé og svokallaðar öruggar eignir en fyrir kreppuna. Þetta veldur verðhjöðnun þar sem það veldur tilbúinni peningaeftirspurn. Þegar allt kemur til alls hafa peningamarkaðsskilyrði EKKI verið verðbólguvaldandi í heiminum síðan 2008 og þess vegna höfum við séð verðhjöðnunarþrýsting byggjast upp. En nú eru merki um að við séum loksins að byrja að fjarlægjast verðhjöðnunargildruna. Verðbólga er enn undir tveimur prósentum í flestum stóru þróuðu hagkerfunum í heiminum, en síðustu tvo mánuði höfum við séð hægfara aukningu bæði á raunverulegri verðbólgu og, það sem meira máli skiptir, í verðbólguvæntingum – sem þýðir að fjárfestar og neytendur gætu verið farnir að halda að seðlabankar geti komið verðbólgunni upp í væntingastig sitt. Mikið af þessu getur reyndar verið heppni og heppnin felst í því að flestir mikilvægustu seðlabankarnir í heiminum – það sem ég kalla peningastórveldin – hafa linað tökin á peningamálastefnunni á þessu ári. Þannig heldur seðlabanki Evrópu áfram með magnbundna íhlutun sína og Brexit-atkvæðagreiðslan í Bretlandi hræddi seðlabanka Englands til að losa um peningastefnu sína, og í Bandaríkjunum hefur seðlabanki Bandaríkjanna, eftir óróann á mörkuðunum í upphafi árs, dregið verulega úr áætlun sinni um að hækka stýrivexti fjórum sinnum á þessu ári. Enn fremur hefur seðlabanki Japans ítrekað loforð sitt um að ná tveggja prósenta verðbólgumarkmiði sínu. Og loks, og það sem er kannski mikilvægast, hefur alþýðubankinn í Kína síðasta árið tekið upp stefnu sem felur í sér „skríðandi gengissig“ renminbi sem hefur greinilega dregið úr verðhjöðnunarþrýstingi í Kína. Sú staðreynd að nú virðist draga úr verðhjöðnunarþrýstingi er sennilega líka ástæðan fyrir því að síðustu vikur höfum við séð ávöxtun skuldabréfa á heimsmarkaði fara hækkandi. Að því sögðu er engin ástæða til að ætla að verðbólga fari úr böndunum á næstunni og við ættum að minnast þess að flestir stóru seðlabankarnir í heiminum eru nú undir verðbólgumarkmiðum sínum og verðbólguvæntingar eru enn mjög lágar í sögulegu samhengi. Þess vegna er það mikilvægt að til dæmis seðlabanki Evrópu og seðlabanki Bandaríkjanna verði ekki of spenntir yfir þessari smávægilegu hækkun á verðbólguvæntingum og grípi ekki til ótímabærra aðgerða til að herða peningamarkaðsskilyrði. Það er því persónuleg skoðun mín að seðlabanki Bandaríkjanna ætti ekki að hækka stýrivexti í desember eins og nú eru merki um. Ótímabær stýrivaxtahækkun gæti vakið verðhjöðnunardrauginn aftur til lífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brexit Lars Christensen Mest lesið Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir Skoðun Traustur vinur getur gert voðaverk! Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Halldór 01.03.2025 Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Skoðun Traustur vinur getur gert voðaverk! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hrós getur skipt sköpum Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson skrifar Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson skrifar Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar Skoðun Halldór 01.03.2025 skrifar Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Sjá meira
Síðan heimskreppan skall á 2008 hefur hnattræna hagkerfið í rauninni verið í verðhjöðnunargildru og í mörgum þróuðum hagkerfum höfum við á síðustu tveimur árum séð afdráttarlausa verðhjöðnun og í flestum löndum hefur verðbólgan stöðugt verið undir opinberum verðbólgumarkmiðum (oft 2%). Ég hef verið mjög gagnrýninn á peningamálastefnuna í flestum þróuðum hagkerfum heimsins síðan 2008 og öfugt við algenga gagnrýni á seðlabanka þá tel ég að þeir hafi ekki gert nóg til að draga úr verðhjöðnunarþrýstingi. Seðlabankar og álitsgjafar telja gjarnan að losað hafi verið mikið um peningastefnuna. En þetta er strangt til tekið ekki rétt. Í fyrsta lagi eru vextir mjög slæmur mælikvarði á stefnuviðhorf í peningamálum. Við ættum frekar að hugsa um stefnuviðhorfin með hliðsjón af peningaframboði miðað við peningaeftirspurn. Þótt til dæmis seðlabanki Bandaríkjanna hafi aukið grunnféð þá hefur eftirspurn eftir fé einnig aukist. Þetta stafar af því að neytendur og fjárfestar óttast verðhjöðnun og halda þess vegna meiri peningum í bönkunum en þeir hefðu gert ef þeir hefðu búist við að seðlabankar stæðu við verðbólgumarkmið sín í stað þess að fara undir þau. Auk þess neyða strangar fjármálareglur nú um stundir banka og lífeyrissjóði til að hafa meira handbært fé og svokallaðar öruggar eignir en fyrir kreppuna. Þetta veldur verðhjöðnun þar sem það veldur tilbúinni peningaeftirspurn. Þegar allt kemur til alls hafa peningamarkaðsskilyrði EKKI verið verðbólguvaldandi í heiminum síðan 2008 og þess vegna höfum við séð verðhjöðnunarþrýsting byggjast upp. En nú eru merki um að við séum loksins að byrja að fjarlægjast verðhjöðnunargildruna. Verðbólga er enn undir tveimur prósentum í flestum stóru þróuðu hagkerfunum í heiminum, en síðustu tvo mánuði höfum við séð hægfara aukningu bæði á raunverulegri verðbólgu og, það sem meira máli skiptir, í verðbólguvæntingum – sem þýðir að fjárfestar og neytendur gætu verið farnir að halda að seðlabankar geti komið verðbólgunni upp í væntingastig sitt. Mikið af þessu getur reyndar verið heppni og heppnin felst í því að flestir mikilvægustu seðlabankarnir í heiminum – það sem ég kalla peningastórveldin – hafa linað tökin á peningamálastefnunni á þessu ári. Þannig heldur seðlabanki Evrópu áfram með magnbundna íhlutun sína og Brexit-atkvæðagreiðslan í Bretlandi hræddi seðlabanka Englands til að losa um peningastefnu sína, og í Bandaríkjunum hefur seðlabanki Bandaríkjanna, eftir óróann á mörkuðunum í upphafi árs, dregið verulega úr áætlun sinni um að hækka stýrivexti fjórum sinnum á þessu ári. Enn fremur hefur seðlabanki Japans ítrekað loforð sitt um að ná tveggja prósenta verðbólgumarkmiði sínu. Og loks, og það sem er kannski mikilvægast, hefur alþýðubankinn í Kína síðasta árið tekið upp stefnu sem felur í sér „skríðandi gengissig“ renminbi sem hefur greinilega dregið úr verðhjöðnunarþrýstingi í Kína. Sú staðreynd að nú virðist draga úr verðhjöðnunarþrýstingi er sennilega líka ástæðan fyrir því að síðustu vikur höfum við séð ávöxtun skuldabréfa á heimsmarkaði fara hækkandi. Að því sögðu er engin ástæða til að ætla að verðbólga fari úr böndunum á næstunni og við ættum að minnast þess að flestir stóru seðlabankarnir í heiminum eru nú undir verðbólgumarkmiðum sínum og verðbólguvæntingar eru enn mjög lágar í sögulegu samhengi. Þess vegna er það mikilvægt að til dæmis seðlabanki Evrópu og seðlabanki Bandaríkjanna verði ekki of spenntir yfir þessari smávægilegu hækkun á verðbólguvæntingum og grípi ekki til ótímabærra aðgerða til að herða peningamarkaðsskilyrði. Það er því persónuleg skoðun mín að seðlabanki Bandaríkjanna ætti ekki að hækka stýrivexti í desember eins og nú eru merki um. Ótímabær stýrivaxtahækkun gæti vakið verðhjöðnunardrauginn aftur til lífsins.
Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir Skoðun
Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar
Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar
Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir Skoðun
Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun