Fokk kjararáð, gljáð jólabráð Sif Sigmarsdóttir skrifar 5. nóvember 2016 07:00 Í dag eru sjö vikur til jóla. Hverjum er ekki sama hvaða jólasveinn verður forsætisráðherra? Tortóla hvað? Málið er jóla hvað? Fokk kjararáð, gljáð jólabráð. Kosningafirra, reykelsi og myrra. Emm ess, jólastress. Pólitísk spilling, kalkúnafylling. Bjarni Ben, amen. Tökum saman lagið, burt með allt jagið. Allir saman nú:Nú skal segja, nú skal segjahvernig litlar telpur gera:Vagga brúðu, vagga brúðu-og svo snúa þær sér í hring.Nú skal segja, nú skal segjahvernig litlir þingmenn gera:Gefa Borgun, gleymt á morgun-og svo snúa þeir sér í hring.Nú skal segja, nú skal segjahvernig ráðherrar aur sinn geyma:Í skjóli skatta, en ekkert fatta-og svo snúa þeir sér í hring.Nú skal segja, nú skal segjahvernig kvótakóngar gera:Hirða aflann og kaupa Moggann-og svo snúa þeir sér í hring.Nú skal segja, nú skal segjahvernig mafían landsmenn mjólkar:Engan valkost, bara brauðost-og svo snýr hún sér í hring.Nú skal segja, nú skal segjahvernig leiðir landar gera:Berj' í potta, ver' ei motta-og svo snúa þeir sér í hring.Nú skal segja, nú skal segjahvernig svipular sálir gera:Öllu gleyma, hætt' að veina-og svo snúa þær sér í hring.Nú skal segja, nú skal segjahvernig þekkir þegnar kjósa:Sama gamla má brjóta og bramla-og svo snúa þeir sér í hring.Nú skal segja, nú skal segjahvernig spilltir valdsmenn gera:Koma aftur, kló og kjaftur-og svo snúa þeir sér í hring.Nú skal segja, nú skal segjahvernig kjarahvuttar gera:Þeir sig hneigja, bukt' og beygja-og svo snúa þeir sér í hring.Nú skal segja, nú skal segjahvernig gamlir þingmenn gera:Biðj' um bitling, fyrir helling-og svo snúa þeir sér í hring.Nú skal segja, nú skal segjahvernig þingmenn við þjóð gera:Taka í nefið, taka í nefið-og svo snúa þeir sér í hring.AAATSJÚ!Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen Skoðun
Í dag eru sjö vikur til jóla. Hverjum er ekki sama hvaða jólasveinn verður forsætisráðherra? Tortóla hvað? Málið er jóla hvað? Fokk kjararáð, gljáð jólabráð. Kosningafirra, reykelsi og myrra. Emm ess, jólastress. Pólitísk spilling, kalkúnafylling. Bjarni Ben, amen. Tökum saman lagið, burt með allt jagið. Allir saman nú:Nú skal segja, nú skal segjahvernig litlar telpur gera:Vagga brúðu, vagga brúðu-og svo snúa þær sér í hring.Nú skal segja, nú skal segjahvernig litlir þingmenn gera:Gefa Borgun, gleymt á morgun-og svo snúa þeir sér í hring.Nú skal segja, nú skal segjahvernig ráðherrar aur sinn geyma:Í skjóli skatta, en ekkert fatta-og svo snúa þeir sér í hring.Nú skal segja, nú skal segjahvernig kvótakóngar gera:Hirða aflann og kaupa Moggann-og svo snúa þeir sér í hring.Nú skal segja, nú skal segjahvernig mafían landsmenn mjólkar:Engan valkost, bara brauðost-og svo snýr hún sér í hring.Nú skal segja, nú skal segjahvernig leiðir landar gera:Berj' í potta, ver' ei motta-og svo snúa þeir sér í hring.Nú skal segja, nú skal segjahvernig svipular sálir gera:Öllu gleyma, hætt' að veina-og svo snúa þær sér í hring.Nú skal segja, nú skal segjahvernig þekkir þegnar kjósa:Sama gamla má brjóta og bramla-og svo snúa þeir sér í hring.Nú skal segja, nú skal segjahvernig spilltir valdsmenn gera:Koma aftur, kló og kjaftur-og svo snúa þeir sér í hring.Nú skal segja, nú skal segjahvernig kjarahvuttar gera:Þeir sig hneigja, bukt' og beygja-og svo snúa þeir sér í hring.Nú skal segja, nú skal segjahvernig gamlir þingmenn gera:Biðj' um bitling, fyrir helling-og svo snúa þeir sér í hring.Nú skal segja, nú skal segjahvernig þingmenn við þjóð gera:Taka í nefið, taka í nefið-og svo snúa þeir sér í hring.AAATSJÚ!Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun