Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Arsenal tapaði dýrmætum stigum

    Arsenal tapaði tveimur stigum á heimavelli þegar liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Fulham í dag. Arsenal lenti undir snemma leiks en missti síðan niður eigin forystu í síðari hálfleiknum.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    „Hann er sköpunar­vél“

    Kevin De Bruyne, miðjumaður Englands- og Evrópumeistara Manchester City, telur Bruno Fernandes mest skapandi miðjumann ensku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Lukaku gæti endað í hlýjum faðmi Mourinho

    Eftir að hafa verið orðaður við sitt fyrrum félag Inter brenndi Romelu Lukaku allar brýr til Mílanó þegar hann virtist á leið til Juventus. Það féll upp fyrir en það stöðvaði ekki leið Lukaku til Ítalíu. Nú virðist hann vera á leið til Rómaborgar þar sem fyrrverandi þjálfari hans ræður ríkjum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Pochettino skýtur á Klopp

    Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Chelsea, skaut á kollega sinn hjá Liverpool, Jürgen Klopp, eftir að Lundúnaliðið vann kapphlaupið um Moises Caicedo.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Jesus klár í slaginn með Arsenal

    Mikel Arteta, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal hóf blaðamannafund sinn í dag, fyrir leik liðsins gegn Fulham á morgun, á því að færa stuðningsmönnum liðsins góð tíðindi. Framherjinn Gabriel Jesus er klár í slaginn með liðinu. 

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Mac Allister sleppur við bann

    Alexis Mac Allister, leikmaður Liverpool, þarf ekki að taka út þriggja leikja bann eftir að hafa fengið beint rautt spjald í leik liðsins gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni um liðna helgi.

    Fótbolti