Erfitt að toppa þetta í „keppninni“ um klúður tímabilsins Macauley Bonne svaf ekki vel í nótt og mun örugglega ekki sofa vel út mánuðinn eftir klúður sitt í tapi Ipswich Town í ensku C-deildinni. Enski boltinn 19. ágúst 2021 14:30
Rummenigge sér fyrir sér að Haaland endi hjá Liverpool Liverpool hefur ekki látið mikið af sér kveða á leikmannamarkaðnum í sumar í samanburði við samkeppnisaðilana í Manchester United, Chelsea og Manchester City. Það gæti samt verið von á einhverju stóru í framtíðinni. Enski boltinn 19. ágúst 2021 09:18
Læknar sögðu hann heppinn að vera á lífi en hann er mættur aftur í ensku deildina Endurkoma framherja Úlfanna var ein af stóru fréttunum frá fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar um helgina. Enski boltinn 19. ágúst 2021 09:01
Blaðamenn Sky Sports rifust um Harry Kane í beinni Ef það er eitthvað mál sem er efst á dagskrá hjá flestum íþróttafréttamönnum á Englandi þá er það næsta framtíð enska landsliðsfyrirliðans Harry Kane. Enski boltinn 19. ágúst 2021 08:01
Ashley óvinsælastur í deildinni - eigendur United og Arsenal þar á eftir SkyBet, veðmálafyrirtæki bresku Sky-samsteypunnar, framkvæmdi á dögunum könnun á meðal stuðningsmanna liða í ensku úrvalsdeildinni þar sem þeir voru spurðir um álit á eiganda þeirra liðs í deildinni. Eigendur aðeins sex liða eru með undir 50 prósent stuðning. Fótbolti 18. ágúst 2021 23:30
Mínútu þögn á Anfield um helgina og 97. fórnarlambs Hillsborough minnst Fjölmargir sjálfboðaliðar hafa lagt hönd á plóg í aðdraganda minningarathafnar vegna nýlegs fráfalls Andrew Devine, stuðningsmanns Liverpool, sem varð sá 97. til að láta lífið vegna Hillsborough-slyssins árið 1989. Hans, auk hinna 96 sem létu lífið vegna slyssins, verður minnst fyrir fyrsta heimaleik Liverpool gegn Burnley í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Fótbolti 18. ágúst 2021 23:01
Arsenal að ganga frá kaupum á Ramsdale Enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal er við það að ganga frá kaupum á markverðinum Aaron Ramsdale frá Sheffield United. Kaupverðið er talið nema 24 milljónum punda sem geti hækkað í 30 milljónir. Fótbolti 18. ágúst 2021 22:30
Ødegaard búinn að semja við Arsenal Enska knattspyrnufélagið Arsenal er við það að festa kaup á norska sóknartengiliðnum Martin Ødegaard. Skrifar hann undir fimm ára samning við félagið. Sá norski mun kosta Arsenal tæplega 40 milljónir evra. Enski boltinn 18. ágúst 2021 16:31
Þórólfur telur að fullir leikvangar muni koma í bakið á Bretum Fólki brá í brún þegar enska úrvalsdeildin fór af stað liðna helgi. Uppselt inn á hvern einasta leikvang þó svo að hlutfallslega hafi færri verið bólusettir þar heldur en hér á landi. Enski boltinn 18. ágúst 2021 13:00
Ólympíusilfurhafi kominn í samkeppni við Patrik Sigurð hjá Brentford Það bættist í gær í samkeppnina hjá Patriki Gunnarssyni hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Brentford. Enski boltinn 18. ágúst 2021 10:31
Segir Solskjær hafa sýnt veikleika með því að leyfa Phil Jones að vera með stæla Breski sjónvarpsmaðurinn Richard Keys, sem er þekktur fyrir störf sín í kringum enska boltann fyrir BBC, ITV og Sky, leyfði sér að gagnrýna knattspyrnustjóra Manchester United í bloggfærslu sinni þrátt fyrir að United hafi unnið 5-1 sigur um helgina. Enski boltinn 18. ágúst 2021 09:31
Fyrstu mánuðir Maríu hjá Man. United voru þeir erfiðustu á ferlinum Norsk-íslenska knattspyrnukonan María Þórisdóttir hefur gert upp fyrstu mánuði sína sem leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Manchester United. Enski boltinn 18. ágúst 2021 09:01
Ødegaard nálgast Arsenal Enska knattspyrnufélagið Arsenal er við það að ganga frá samningum við Real Madrid um kaup á Norðmanninum Martin Ødegaard. Ødegaard var á láni hjá Lundúnaliðinu á seinasta tímabili. Enski boltinn 18. ágúst 2021 07:01
Kane mætti á æfingu með Tottenham í morgun Harry Kane, framherji Tottenham og landsliðsfyrirliði enska landsliðsins, æfði með liðsfélögum sínum í Tottenham í fyrsta skipti á tímabilinu í morgun. Enski boltinn 17. ágúst 2021 18:01
Mourinho búinn að fá Tammy Abraham til Rómar og hringnum lokað Ítalska félagið Roma hefur keypt framherjann Tammy Abraham frá Chelsea. Fótbolti 17. ágúst 2021 11:25
Hrósaði Mo Salah fyrir að sýna hvorki eigingirni né leikaraskap í fyrsta leik Garth Crooks sér um að velja lið umferðarinnar á vef breska ríkisútvarpsins. Manchester United og Liverpool áttu flesta leikmann í fyrsta úrvalsliði tímabilsins. Enski boltinn 17. ágúst 2021 09:46
Bruno setti þrennuboltann í bílbelti á leiðinni heim frá Old Trafford Bruno Fernandes byrjaði nýtt tímabil í ensku úrvalsdeildinni með látum eða með því að skora þrennu í 5-1 sigri á Leeds United í fyrstu umferð. Enski boltinn 16. ágúst 2021 12:30
Var bitlaus frammistaða nóg til að sannfæra Pep um að fjárfesta í Kane? Englandsmeistarar Manchester City lutu í gras gegn Harry Kane-lausu Tottenham Hotspur í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Leiknum lauk með 1-0 sigri heimamanna þar sem sóknarleikur gestanna var langt frá því sem við eigum að venjast. Enski boltinn 16. ágúst 2021 10:32
Mbappe aftur orðaður við Liverpool Franska stórstjarnan Kylian Mbappe þykir líklegur til að fara frá Paris Saint Germain á frjálsri sölu næsta sumar og Real Madrid er ekki eina félagið sem kemur til greina. Enski boltinn 16. ágúst 2021 07:51
Barcelona sagt vilja fá Aubameyang eða Lacazette í skiptum fyrir Coutinho Ronald Koeman, þjálfari Barcelona, vill fá nýjan framherja í hópinn sinn og hann hefur augun á tveimur framherjum í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 16. ágúst 2021 07:30
Souness ekki yfir sig hrifinn af fernunni hjá Pogba Franski miðjumaðurinn Paul Pogba gaf fjórar stoðsendingar í 5-1 sigri Manchester United á erkifjendunum í Leeds United í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Enski boltinn 16. ágúst 2021 07:01
Sigurreifur stjóri Spurs vongóður um að halda Kane Nuno Espirito Santo, stjóri Tottenham, var að sjálfsögðu spurður út í framtíð Harry Kane eftir frækinn sigur á Man City í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Enski boltinn 15. ágúst 2021 19:00
Lögðu meistarana að velli án Kane Harry Kane var hvergi sjáanlegur þegar Tottenham tók á móti Englandsmeisturum Manchester City í stórleik fyrstu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í Lundúnum í dag. Enski boltinn 15. ágúst 2021 17:22
Góður endurkomusigur West Ham gegn Newcastle West Ham er komið á blað í ensku úrvalsdeildinni eftir góðan útisigur á Newcastle í dag. Heimamenn komust tvisvar yfir í leiknum en Lundúnaliðið tryggði sér sigur með góðum kafla í síðari hálfleik. Fótbolti 15. ágúst 2021 15:04
Liverpool tríó gæti misst af mikilvægum leikjum vegna sóttvarnareglna Útlit er fyrir að Liverpool verði án Roberto Firmino, Fabinho og Alisson í lykilleikjum liðsins vegna sóttvarnareglna í Englandi. Leikmennirnir eru allir í landsliðshópi Brasilíu fyrir leiki sem framundan eru í september. Fótbolti 15. ágúst 2021 14:15
Liverpool fordæmir hegðun stuðningsmanna Liverpool vann góðan sigur á Norwich í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í gær. Stuðningsmenn liðanna fengu að mæta á völlinn en sumir stuðningsmanna Liverpool gerðust sekir um slæma hegðun. Fótbolti 15. ágúst 2021 11:30
Mo Salah í stuði þegar að Liverpool vann Norwich Mohammed Salah leikmaður Liverpool átti virkilega góðan leik í dag þegar að Liverpool opnaði tímabilið sitt í ensku úrvalsdeildinni með fínum sigri á Norwich City 3-0. Enski boltinn 14. ágúst 2021 18:30
Jóhann Berg lék allan leikinn í tapi Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley máttu þola tap á heimavelli í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag þegar að liðið mætti Brighton. Enski boltinn 14. ágúst 2021 16:33
Auðvelt hjá Chelsea í fyrsta leik Chelsea unnu í dag þægilegan sigur Crystal Palace í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar 3-0 þar sem gestirnir sáu aldrei til sólar. Enski boltinn 14. ágúst 2021 16:00
Solskjær um Bruno Fernandes eftir sigurinn: „Nauðsynlegt að vera hrokafullur“ Ole Gunnar Solskjaer þjálfari Manchester United var að vonum virkilega ánægður með 5-1 sigurinn á Leeds. Sport 14. ágúst 2021 15:44