Hefði Bruno getað skorað markið umdeilda án Rashford? Smári Jökull Jónsson skrifar 16. janúar 2023 07:30 Marcus Rashford setur hendurnar upp í loft til merkis um að hann hafi ekki snert boltann áður en Bruno Fernandes skoraði. Vísir/Getty Jöfnunarmark Bruno Fernandes fyrir Manchester United í leiknum gegn Manchester City á laugardaginn var mjög umdeilt. Á Twitter er nú hægt að sjá hvernig atburðarásin hefði litið út án Marcus Rashford. Manchester United vann risasigur á nágrönnum sínum í Manchester City á laugardaginn. Bruno Fernandes skoraði jöfnunarmark United í leiknum en markið var og er mjög umdeilt. Marcus Rashford var augljóslega rangstæður en dómarinn Stuart Atwell mat sem svo að hann hefði ekki haft áhrif á leikinn áður en Fernandes skoraði. „Rashford truflaði bæði markmanninn okkar og miðverðina og ég spurði dómarana afhverju Haaland fékk ekki víti en engin svör,“ sagði Pep Guardiola í viðtali eftir leikinn. Remove rashford out. Play is 100% changed: A) Akanji would get to the ball B) Edersons entire positioning is wrong based on an offside playerRefs got it majorly wrong and either cost us the full 3 points or at least 1 point. No one should be trying to justify this. pic.twitter.com/4j129zEWUs— BlueCityBrain (@BlueCityBrain) January 14, 2023 Á Twitter hefur notandinn BlueCityBrain birt áhugaverðar myndir sem sýnir atburðarásina fyrir mark Fernandes þegar búið er að klippa Marcus Rashford út. Á myndunum sést greinilega að varnarmaður City, Manuel Akanji, er mun nær boltanum heldur en Fernandes og líklegt að hann hefði auðveldlega náð til hans hefði Rashford ekki verið fyrir. Þá er einnig bent á að staða markvarðarins Edersen sé kolröng þar sem hann var á leið út úr markinu til að mæta Rashford. Á Twitter-síðu Sportbible er hægt að bera saman myndir án og með Rashford. Someone has edited Bruno Fernandes' goal with Marcus Rashford removed and it changes everything. pic.twitter.com/saBSINvkRa— SPORTbible (@sportbible) January 15, 2023 Sitt sýnist þó hverjum um myndirnar en boltinn er að rúlla í átt til Fernandes þegar þær eru teknar. Flestir eru þó á því að Akanji hefði náð boltanum fyrst og markið því aldrei orðið. Akanji var sjálfur mjög óhress þegar hann mætti í viðtal eftir leik. „Ef ég á að vera hreinskilinn þá er fyrsta markið brandari. Ég sá Rashford, hann var augljóslega rangstæður þannig að ég spilaði hann rangstæðan.“ „Hann hleypur alveg þar til á síðustu sekúndu og stoppar þegar boltinn er fyrir framan hann og hann er beint fyrir framan Ederseon, tilbúinn að skora þegar Bruno Fernandes kallar á hann. Ég skil að hann snerti ekki boltann en hann spratt 30 metra, alveg þar til á síðustu stundu. Fyrir mér er þetta klárlega rangstaða.“ Akanji segir að dómarinn hafi ekki skoðað atvikið í VAR og bætir við að fyrir tímabilið hafi verið útskýrt að atvik sem þetta yrði dæmt sem rangstaða. Erik Ten Hag, knattspyrnustjóri United, viðurkenndi að hann hefði ekki verið ánægður ef hann hefði verið hinu megin við borðið. „Ég hefði ekki verið ánægður ef mitt lið hefði fengið á sig svona mark. Ég get séð vonbrigðin hinu megin en ég get líka séð að dómarinn stóð sig vel.“ Enski boltinn Tengdar fréttir Manchester borg er rauð eftir magnaða endurkomu Orrustan um Manchester borg stóð undir væntinum á Old Trafford í dag þegar Man Utd fékk Man City í heimsókn í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 14. janúar 2023 14:28 Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Í beinni: Chelsea - Man. Utd. | Chelsea-menn í harðri Evrópubaráttu Enski boltinn Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Fleiri fréttir Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Í beinni: Chelsea - Man. Utd. | Chelsea-menn í harðri Evrópubaráttu Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Sjá meira
Manchester United vann risasigur á nágrönnum sínum í Manchester City á laugardaginn. Bruno Fernandes skoraði jöfnunarmark United í leiknum en markið var og er mjög umdeilt. Marcus Rashford var augljóslega rangstæður en dómarinn Stuart Atwell mat sem svo að hann hefði ekki haft áhrif á leikinn áður en Fernandes skoraði. „Rashford truflaði bæði markmanninn okkar og miðverðina og ég spurði dómarana afhverju Haaland fékk ekki víti en engin svör,“ sagði Pep Guardiola í viðtali eftir leikinn. Remove rashford out. Play is 100% changed: A) Akanji would get to the ball B) Edersons entire positioning is wrong based on an offside playerRefs got it majorly wrong and either cost us the full 3 points or at least 1 point. No one should be trying to justify this. pic.twitter.com/4j129zEWUs— BlueCityBrain (@BlueCityBrain) January 14, 2023 Á Twitter hefur notandinn BlueCityBrain birt áhugaverðar myndir sem sýnir atburðarásina fyrir mark Fernandes þegar búið er að klippa Marcus Rashford út. Á myndunum sést greinilega að varnarmaður City, Manuel Akanji, er mun nær boltanum heldur en Fernandes og líklegt að hann hefði auðveldlega náð til hans hefði Rashford ekki verið fyrir. Þá er einnig bent á að staða markvarðarins Edersen sé kolröng þar sem hann var á leið út úr markinu til að mæta Rashford. Á Twitter-síðu Sportbible er hægt að bera saman myndir án og með Rashford. Someone has edited Bruno Fernandes' goal with Marcus Rashford removed and it changes everything. pic.twitter.com/saBSINvkRa— SPORTbible (@sportbible) January 15, 2023 Sitt sýnist þó hverjum um myndirnar en boltinn er að rúlla í átt til Fernandes þegar þær eru teknar. Flestir eru þó á því að Akanji hefði náð boltanum fyrst og markið því aldrei orðið. Akanji var sjálfur mjög óhress þegar hann mætti í viðtal eftir leik. „Ef ég á að vera hreinskilinn þá er fyrsta markið brandari. Ég sá Rashford, hann var augljóslega rangstæður þannig að ég spilaði hann rangstæðan.“ „Hann hleypur alveg þar til á síðustu sekúndu og stoppar þegar boltinn er fyrir framan hann og hann er beint fyrir framan Ederseon, tilbúinn að skora þegar Bruno Fernandes kallar á hann. Ég skil að hann snerti ekki boltann en hann spratt 30 metra, alveg þar til á síðustu stundu. Fyrir mér er þetta klárlega rangstaða.“ Akanji segir að dómarinn hafi ekki skoðað atvikið í VAR og bætir við að fyrir tímabilið hafi verið útskýrt að atvik sem þetta yrði dæmt sem rangstaða. Erik Ten Hag, knattspyrnustjóri United, viðurkenndi að hann hefði ekki verið ánægður ef hann hefði verið hinu megin við borðið. „Ég hefði ekki verið ánægður ef mitt lið hefði fengið á sig svona mark. Ég get séð vonbrigðin hinu megin en ég get líka séð að dómarinn stóð sig vel.“
Enski boltinn Tengdar fréttir Manchester borg er rauð eftir magnaða endurkomu Orrustan um Manchester borg stóð undir væntinum á Old Trafford í dag þegar Man Utd fékk Man City í heimsókn í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 14. janúar 2023 14:28 Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Í beinni: Chelsea - Man. Utd. | Chelsea-menn í harðri Evrópubaráttu Enski boltinn Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Fleiri fréttir Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Í beinni: Chelsea - Man. Utd. | Chelsea-menn í harðri Evrópubaráttu Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Sjá meira
Manchester borg er rauð eftir magnaða endurkomu Orrustan um Manchester borg stóð undir væntinum á Old Trafford í dag þegar Man Utd fékk Man City í heimsókn í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 14. janúar 2023 14:28
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn