Hefði Bruno getað skorað markið umdeilda án Rashford? Smári Jökull Jónsson skrifar 16. janúar 2023 07:30 Marcus Rashford setur hendurnar upp í loft til merkis um að hann hafi ekki snert boltann áður en Bruno Fernandes skoraði. Vísir/Getty Jöfnunarmark Bruno Fernandes fyrir Manchester United í leiknum gegn Manchester City á laugardaginn var mjög umdeilt. Á Twitter er nú hægt að sjá hvernig atburðarásin hefði litið út án Marcus Rashford. Manchester United vann risasigur á nágrönnum sínum í Manchester City á laugardaginn. Bruno Fernandes skoraði jöfnunarmark United í leiknum en markið var og er mjög umdeilt. Marcus Rashford var augljóslega rangstæður en dómarinn Stuart Atwell mat sem svo að hann hefði ekki haft áhrif á leikinn áður en Fernandes skoraði. „Rashford truflaði bæði markmanninn okkar og miðverðina og ég spurði dómarana afhverju Haaland fékk ekki víti en engin svör,“ sagði Pep Guardiola í viðtali eftir leikinn. Remove rashford out. Play is 100% changed: A) Akanji would get to the ball B) Edersons entire positioning is wrong based on an offside playerRefs got it majorly wrong and either cost us the full 3 points or at least 1 point. No one should be trying to justify this. pic.twitter.com/4j129zEWUs— BlueCityBrain (@BlueCityBrain) January 14, 2023 Á Twitter hefur notandinn BlueCityBrain birt áhugaverðar myndir sem sýnir atburðarásina fyrir mark Fernandes þegar búið er að klippa Marcus Rashford út. Á myndunum sést greinilega að varnarmaður City, Manuel Akanji, er mun nær boltanum heldur en Fernandes og líklegt að hann hefði auðveldlega náð til hans hefði Rashford ekki verið fyrir. Þá er einnig bent á að staða markvarðarins Edersen sé kolröng þar sem hann var á leið út úr markinu til að mæta Rashford. Á Twitter-síðu Sportbible er hægt að bera saman myndir án og með Rashford. Someone has edited Bruno Fernandes' goal with Marcus Rashford removed and it changes everything. pic.twitter.com/saBSINvkRa— SPORTbible (@sportbible) January 15, 2023 Sitt sýnist þó hverjum um myndirnar en boltinn er að rúlla í átt til Fernandes þegar þær eru teknar. Flestir eru þó á því að Akanji hefði náð boltanum fyrst og markið því aldrei orðið. Akanji var sjálfur mjög óhress þegar hann mætti í viðtal eftir leik. „Ef ég á að vera hreinskilinn þá er fyrsta markið brandari. Ég sá Rashford, hann var augljóslega rangstæður þannig að ég spilaði hann rangstæðan.“ „Hann hleypur alveg þar til á síðustu sekúndu og stoppar þegar boltinn er fyrir framan hann og hann er beint fyrir framan Ederseon, tilbúinn að skora þegar Bruno Fernandes kallar á hann. Ég skil að hann snerti ekki boltann en hann spratt 30 metra, alveg þar til á síðustu stundu. Fyrir mér er þetta klárlega rangstaða.“ Akanji segir að dómarinn hafi ekki skoðað atvikið í VAR og bætir við að fyrir tímabilið hafi verið útskýrt að atvik sem þetta yrði dæmt sem rangstaða. Erik Ten Hag, knattspyrnustjóri United, viðurkenndi að hann hefði ekki verið ánægður ef hann hefði verið hinu megin við borðið. „Ég hefði ekki verið ánægður ef mitt lið hefði fengið á sig svona mark. Ég get séð vonbrigðin hinu megin en ég get líka séð að dómarinn stóð sig vel.“ Enski boltinn Tengdar fréttir Manchester borg er rauð eftir magnaða endurkomu Orrustan um Manchester borg stóð undir væntinum á Old Trafford í dag þegar Man Utd fékk Man City í heimsókn í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 14. janúar 2023 14:28 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Sjá meira
Manchester United vann risasigur á nágrönnum sínum í Manchester City á laugardaginn. Bruno Fernandes skoraði jöfnunarmark United í leiknum en markið var og er mjög umdeilt. Marcus Rashford var augljóslega rangstæður en dómarinn Stuart Atwell mat sem svo að hann hefði ekki haft áhrif á leikinn áður en Fernandes skoraði. „Rashford truflaði bæði markmanninn okkar og miðverðina og ég spurði dómarana afhverju Haaland fékk ekki víti en engin svör,“ sagði Pep Guardiola í viðtali eftir leikinn. Remove rashford out. Play is 100% changed: A) Akanji would get to the ball B) Edersons entire positioning is wrong based on an offside playerRefs got it majorly wrong and either cost us the full 3 points or at least 1 point. No one should be trying to justify this. pic.twitter.com/4j129zEWUs— BlueCityBrain (@BlueCityBrain) January 14, 2023 Á Twitter hefur notandinn BlueCityBrain birt áhugaverðar myndir sem sýnir atburðarásina fyrir mark Fernandes þegar búið er að klippa Marcus Rashford út. Á myndunum sést greinilega að varnarmaður City, Manuel Akanji, er mun nær boltanum heldur en Fernandes og líklegt að hann hefði auðveldlega náð til hans hefði Rashford ekki verið fyrir. Þá er einnig bent á að staða markvarðarins Edersen sé kolröng þar sem hann var á leið út úr markinu til að mæta Rashford. Á Twitter-síðu Sportbible er hægt að bera saman myndir án og með Rashford. Someone has edited Bruno Fernandes' goal with Marcus Rashford removed and it changes everything. pic.twitter.com/saBSINvkRa— SPORTbible (@sportbible) January 15, 2023 Sitt sýnist þó hverjum um myndirnar en boltinn er að rúlla í átt til Fernandes þegar þær eru teknar. Flestir eru þó á því að Akanji hefði náð boltanum fyrst og markið því aldrei orðið. Akanji var sjálfur mjög óhress þegar hann mætti í viðtal eftir leik. „Ef ég á að vera hreinskilinn þá er fyrsta markið brandari. Ég sá Rashford, hann var augljóslega rangstæður þannig að ég spilaði hann rangstæðan.“ „Hann hleypur alveg þar til á síðustu sekúndu og stoppar þegar boltinn er fyrir framan hann og hann er beint fyrir framan Ederseon, tilbúinn að skora þegar Bruno Fernandes kallar á hann. Ég skil að hann snerti ekki boltann en hann spratt 30 metra, alveg þar til á síðustu stundu. Fyrir mér er þetta klárlega rangstaða.“ Akanji segir að dómarinn hafi ekki skoðað atvikið í VAR og bætir við að fyrir tímabilið hafi verið útskýrt að atvik sem þetta yrði dæmt sem rangstaða. Erik Ten Hag, knattspyrnustjóri United, viðurkenndi að hann hefði ekki verið ánægður ef hann hefði verið hinu megin við borðið. „Ég hefði ekki verið ánægður ef mitt lið hefði fengið á sig svona mark. Ég get séð vonbrigðin hinu megin en ég get líka séð að dómarinn stóð sig vel.“
Enski boltinn Tengdar fréttir Manchester borg er rauð eftir magnaða endurkomu Orrustan um Manchester borg stóð undir væntinum á Old Trafford í dag þegar Man Utd fékk Man City í heimsókn í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 14. janúar 2023 14:28 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Sjá meira
Manchester borg er rauð eftir magnaða endurkomu Orrustan um Manchester borg stóð undir væntinum á Old Trafford í dag þegar Man Utd fékk Man City í heimsókn í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 14. janúar 2023 14:28