Atvikið átti sér stað í snemma í seinni hálfleik. Stuðningsmaður Palace komst þá framhjá öryggisvörðum og inn á völlinn. Hann fór til Casemiros og smellti mynd af sér með Brassanum sem tók vel í beiðni stuðningsmannsins.
Öryggisverðirnir á Selhurst Park virtust ekki stressa sig mikið á þessu og stuðningsmaðurinn var næstum búinn að labba sjálfur af velli þegar þeir gripu í taumana.
Palace sendi frá sér yfirlýsingu eftir leikinn þar sem fram kom að stuðningsmaðurinn hefði verið handtekinn.
Leikurinn á Selhurst Park endaði með 1-1 jafntefli. Bruno Fernandes kom United yfir í fyrri hálfleik en Michael Olise tryggði Palace stig með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu undir lokin.
Casemiro lék allan leikinn fyrir United en fékk gult spjald sem þýðir að hann verður í bann í stórleiknum gegn Arsenal á sunnudaginn.