Guardiola framlengir við City Stuðningsmenn Manchester City fengu góðar fréttir í morgunsárið því Pep Guardiola hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við liðið. Enski boltinn 23. nóvember 2022 10:16
Man. Utd sparar sér 2,9 milljarða með því að losna við Cristiano Ronaldo strax Cristiano Ronaldo gerði Manchester United þann greiða að krefjast þess ekki að fá starfslokasamning hjá enska félaginu. Enski boltinn 23. nóvember 2022 09:15
„Finnst eins og þetta sé rétti tíminn fyrir mig að leita að nýrri áskorun“ Cristiano Ronaldo sendi frá sér stuttorða yfirlýsingu fyrr í kvöld eftir að hann og Manchester United komust að samkomulagi að því að rifta samningi leikmannsins. Hann segist enn elska félagið og stuðningsmennina, en að tími hafi verið kominn á breytingar. Fótbolti 22. nóvember 2022 23:30
Eigendur United íhuga að selja félagið Eigendur enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United, Glazer-fjölskyldan, íhuga nú að selja félagið eftir að hafa átt það í 17 ár. Fótbolti 22. nóvember 2022 20:07
Ronaldo yfirgefur United Portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo hefur leikið sinn síðasta leik fyrir enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United. Fótbolti 22. nóvember 2022 17:43
„Við þurftum þessa góðu byrjun“ Bukayo Saka var alsæll eftir 6-2 stórsigur Englands gegn Íran í fyrsta leik á HM í Katar, eftir að Englendingar höfðu ekki unnið neinn af sex leikjum sínum í Þjóðadeildinni á þessu ári. Enski boltinn 21. nóvember 2022 15:52
Firmino fékk ekki að fara á HM en lét vita að hann hafi það ágætt Roberto Firmino var ekki nógu góður til að komst í heimsmeistarahóp Brasilíumanna þrátt fyrir að hafa spilað vel með Liverpool á leiktíðinni. Fótbolti 21. nóvember 2022 14:31
Drakk hland í fótboltaleik og fékk síðan rauða spjaldið Óhætt er að segja að laugardagurinn hafi verið slæmur dagur hjá enska markverðinum Tony Thompson. Enski boltinn 21. nóvember 2022 11:30
Harry Kane óttast hvorki gult spjald né sekt Harry Kane ætlar ekki að láta hótanir Alþjóða knattspyrnusambandsins stoppa sig í því að nota „OneLove“ fyrirliðabandið í fyrsta leik enska landsliðsins á HM í Katar í dag. Hann staðfesti á blaðamannafundi fyrir leikinn á móti Íran að hann vilji bera bandið á HM Enski boltinn 21. nóvember 2022 09:02
West Ham með sigurmark undir lokin gegn botnliðinu Dagný Brynjarsdóttir og samherjar hennar í West Ham tryggðu sér þrjú stig í ensku úrvalsdeildinni þegar þær lögðu botnlið Leicester í dag. Sigurmark West Ham kom undir lok leiksins. Fótbolti 20. nóvember 2022 17:13
Jón Daði spilaði í dramatískri endurkomu Bolton Jón Daði Böðvarsson hóf leik á varamannabekk Bolton þegar liðið heimsótti Fleetwood Town í ensku C-deildinni í fótbolta í dag. Fótbolti 19. nóvember 2022 18:06
Segir Saka tilbúinn í að taka vítaspyrnu á nýjan leik Aaron Ramsdale, markvörður Arsenal, segir að Bukayo Saka sé tilbúinn að stíga fram og taka vítaspyrnu á heimsmeistaramótinu í Katar. Saka klikkaði á síðustu spyrnu Englands í úrslitaleiknum gegn Ítalíu á Evrópumótinu á síðasta ári. Fótbolti 19. nóvember 2022 12:31
Elanga kemur Ronaldo til varnar Anthony Elanga tók upp hanskann fyrir Cristiano Ronaldo í viðtali eftir landsleik Svíþjóðar og Mexíkó í vikunni. Gagnrýni Ronaldo gagnvart ungum leikmönnum í viðtali hans hjá Piers Morgan hefur vakið töluverða athygli. Fótbolti 19. nóvember 2022 11:00
Stelpurnar fá að spila á stóru leikvöngum strákanna um helgina Enska úrvalsdeildin hjá körlunum er komið í HM-frí þar til fram yfir jól en mörg ensku félaganna ætla að leyfa kvennaliðum sínum að spila á stóru leikvöngunum um helgina. Enski boltinn 18. nóvember 2022 16:01
United íhugar að reka Ronaldo Manchester United vinnur nú að því að reka Cristiano Ronaldo frá félaginu. Portúgalinn gerði sem kunnugt er allt vitlaust með viðtalinu umtalaða við Piers Morgan. Enski boltinn 18. nóvember 2022 13:00
Ronaldo svaraði því af hverju hann hafnaði boði um hæstu laun sögunnar Cristiano Ronaldo heldur því fram í viðtalinu umtalaða við Piers Morgan að hann hafi verið „mjög ánægður“ hjá Manchester United í sumar og séð fram á spennandi leiktíð. Enski boltinn 18. nóvember 2022 07:30
„Ánægður ef Arsenal vinnur deildina“ Seinni hluti viðtals Piers Morgan við Cristiano Ronaldo var sýnt í kvöld. Þar sagði Ronaldo meðal annars að hann yrði ánægður að sjá Arsenal vinna deildina og þá ræddi hann einnig um virðinguna sem hann ber fyrir Lionel Messi. Fótbolti 17. nóvember 2022 20:42
Fjárfestar sýna Liverpool mikinn áhuga Fjárfestingafélagið Fenway Sports Group, sem gaf út á dögunum að knattspyrnufélagið Liverpool væri til sölu, segir að áhugi fjárfesta á félaginu sé mikill. FSG horfir helst til þess að selja lítinn hlut í félaginu en skoðar einnig yfirtöku. Fótbolti 17. nóvember 2022 19:01
„Engin leið til baka fyrir Ronaldo“ Gary Neville fékk sinn skerf af gagnrýni frá Cristiano Ronaldo í viðtalinu umtalaða við Piers Morgan. Neville segir að Ronaldo eigi ekki afturkvæmt hjá United og segist ekki vera á móti Portúgalanum. Fótbolti 17. nóvember 2022 18:01
Ronaldo elskar Solskjær en segist aldrei hafa litið á Rangnick sem stjórann Cristiano Ronaldo segir að Manchester United hafi staðnað og lítið breyst síðan hann yfirgaf félagið árið 2009. Hann segir að Ole Gunnar Solskjær hefði þurft meiri tíma með liðið og að hann hafi aldrei litið á Ralf Rangnick sem stjórann. Fótbolti 17. nóvember 2022 07:00
Maddison segist klár í slaginn en Walker missir af fyrsta leik Kyle Walker verður ekki með Englendingum í fyrsta leik á heimsmeistaramótinu í Katar sem hefst á sunnudag. James Maddison segist hins vegar verða klár í slaginn ef hann fær kallið. Fótbolti 16. nóvember 2022 23:01
„Ég var nálægt því að ganga til liðs við City“ Cristiano Ronaldo segir í viðtalinu umtalaða við fjölmiðlamanninn Piers Morgan að litlu hafi munað að hann myndi ganga til liðs við Manchester City sumarið 2021. Alex Ferguson var sá sem náði að sannfæra hann um að ganga frekar til liðs við Manchester United. Fótbolti 16. nóvember 2022 20:25
Toney kærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir brot á veðmálareglum Ivan Toney, leikmaður Brentford, hefur verið kærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir rúmlega tvöhundruð brot á veðmálareglum sambandsins. Brotin eiga að hafa átt sér stað á síðustu fjórum árum Fótbolti 16. nóvember 2022 18:00
Segir að Ronaldo gæti klórað sér í pungnum það sem eftir er án þess að skaða arfleifðina Katia Aveiro, systir portúgalska knattspyrnumannsins Cristiano Ronaldo, hefur komið bróður sínum til varnar eftir að hann settist niður í umdeilt viðtal við þáttastjórnandann Piers Morgan. Hún segir að bróðir sinn gæti klórað sér í pungnum það sem eftir er af ferlinum og það myndi ekki hafa nein áhrif á arfleifðina sem hann skilur eftir sig. Fótbolti 16. nóvember 2022 07:01
Ronaldo opnaði sig um barnsmissinn: „Líklega erfiðasta stund lífs míns“ Portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo og kærasta hans, Georgina Rodriguez, eignuðust tvíbura í vor, dreng og stúlku. Drengurinn lést í fæðingu og Ronaldo hefur nú opnað sig um málið í viðtali sínu við þáttastjórnandann umdeilda, Piers Morgan. Fótbolti 15. nóvember 2022 22:46
Lennon leggur skóna á hilluna eftir tæplega 20 ára feril Enski knattspyrnumaðurinn Aaron Lennon hefur ákveðið að kalla þetta gott af knattspyrnuiðkun og leggja skóna á hilluna. Fótbolti 15. nóvember 2022 22:01
Gerðu grín að Neville og svo tók Scholes undir Gary Neville, fyrrverandi leikmaður Manchester United og enska landsliðsins í fótbolta, rifjaði upp skemmtilega sögu frá sínum ferli þegar hann mætti á Craven Cottage á sunnudag í hlutverki sparkspekings. Enski boltinn 15. nóvember 2022 16:01
Ten Hag frestaði fjölskyldufríi og vill koma Ronaldo í burtu Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, fundaði með forráðamönnum félagsins í gær eftir að brot úr umdeildu viðtali við Cristiano Ronaldo fóru að birtast. Hann vill losna við Portúgalann frá félaginu. Enski boltinn 15. nóvember 2022 09:30
Vilja fá Haaland lánaðan í 28 daga Þótt þú spilar í sjöundu deild enska boltans þá er það ekki vegna skorts á metnaðarfullum ráðagerðum eða húmor. Enski boltinn 15. nóvember 2022 09:01
Ískalt handaband þegar Fernandes og Ronaldo hittust Viðtalið umtalaða sem Cristiano Ronaldo fór í, þar sem hann setti út á ýmislegt varðandi Manchester United, virðist hafa fallið illa í kramið hjá liðsfélaga hans í United og portúgalska landsliðinu, Bruno Fernandes. Enski boltinn 15. nóvember 2022 08:01